Stöð 2 08:00HeimsóknFrábærir þættir með Sindra Sindrasyni sem lítur inn hjá íslenskum fagurkerum. Heimilin eru jafn ólík og þau eru mörg en eiga það þó eitt sameiginlegt að vera sett saman af alúð og smekklegheitum. Sindri hefur líka einstakt lag á að ná fram því besta í viðmælendum sínum.
08:15Grand Designs: SwedenSænsk útgáfa af þessum glæsilegu þáttum þar sem fylgst er með stórkostlegum nýbyggingum og endurbótum á heimilum. Oftar en ekki er einblýnt á nútímahönnun, orkunýtni, hvernig á að hámarka nýtingu á plássi og útsýni.
09:00Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
09:25The GoldbergsGamanþáttaröð sem gerist á níunda áratug síðustu aldar og fjallar um fjöruga fjölskyldu sem er ekki alveg eins og fólk er flest. Sögumaðurinn er yngsti fjölskyldu meðlimurinn sem tekur allt sem fram fer á heimilinu upp á myndbandsupptökuvél.
09:45The Good DoctorSjötta þáttaröð þessara vönduðu og dramatísku þátta með Freddie Highmore í aðalhlutverki og fjallar um ungan skurðlækni sem er bæði einhverfur og með Savant heilkenni.
10:25Um land alltKristján Már Unnarsson fer á Austurland og kynnist bændum í Jökulsárhlíð, norðan Egilsstaða. Þar hefur ungt fólk nýlega tekið við búskap á tveimur jörðum. Heimamenn eru stoltir af Brúarásskóla, lítið sveitahótel er orðið stærsta atvinnufyrirtækið og sveitin geymir perlur eins og Þerribjörg, Sleðbrjótskirkju og Drykkjarstein.
11:00Bibba flýgurFjölmiðlakonan Birna María eða Bibba tekur flugið á milli flugvalla landsins og kynnist lífinu í hinum ýmsu byggðum og uppgötvar sannkallaðar náttúruperlur hvert sem hún fer. Á vegi hennar um þessa skemmtilegu áfangastaða verða áhugaverðir viðmælendur sem tengjast þessum perlum á einn eða annan hátt sem búa yfir fróðleik um svæðið og upp miðla sinni þekkingu um spennandi og fallegu einkenni þeirra.
11:25Masterchef USAÍ þessari tólftu þáttaröð eru mættir til leiks vinsælir keppendur úr fyrri þáttaröðum sem þurftu að horfa á eftir bikarnum til andstæðinga sinna en fá nú annað tækifæri til að sanna sig. Það verður því barist til síðasta blóð- (og svita) dropa í hörðustu keppninni hingað til.
12:05NeighboursVið fylgjumst með nágrönnunum í Ramsey-götu takast á við lífið þar sem næsta verkefni er ávallt handan hornsins. Í blíðu og stríðu er gott að eiga góða granna.
12:30Inside the ZooHeimildarþættir þar sem við fáum að kynnast dýrum og umsjónarmönnum í dýragarðinum í Edinborg og Highland Wildlife Park.
13:25The CabinsRómantískir raunveruleikaþættir um einhleypa einstaklinga sem eyða 24 tímum saman í notalegum skála þar sem fyrsta stefnumótið byrjar. Eftir þann tíma þurfa þau að segja til um hvort neistar hafi kviknað og ef þau vilja eyða meiri tíma saman eða hvort þetta sé ekki það sem þau leita af og segja þetta gott.
14:10Gullli ByggirFjórða þáttaröðin með Gulla Helga og nú fylgjumst við með endurbótum á gömlu húsi á Bræðraborgarstíg sem hústökufólk hafði lagt undir sig eftir hrun. Við fylgjumst með uppgerð á húsi í Árbænum þar sem ýmislegt leynist undir húsinu og allt lagt í sölurnar við að komast inn fyrir jól. Í Stóragerði var heil hæð tekin í gegn og bókstaflega snúið við og í miðbænum var hús frá 1881 gert upp. Í einni götu í Grindavík byggir heil fjölskylda sex einbýlishús úr krosslímdum einingum. Að lokum fylgjumst við með leikarahjónunum Nínu Dögg og Gísla Erni taka húsið sitt á Seltjarnarnesi í gegn.
14:51Rax AugnablikLjósmyndarinn Ragnar Axelsson segir sögurnar á bak við myndirnar sem hann tók, fólkið sem hann hitti og allar ævintýralegu aðstæðurnar sem hann hefur lent í. Rax Augnablik vann til Edduverðlauna í flokknum Menningarþáttur ársins 2021.
14:55America's Got Talent: All StarsSigurvegarar, atriði sem komust í úrslit, netundrin og vinsælustu atriði þáttana mætast nú til að fá úr því skorið hvert er það allra besta og hreppir stjörnutitlinn.
16:20HeimsóknFrábærir þættir með Sindra Sindrasyni sem lítur inn hjá íslenskum fagurkerum. Heimilin eru jafn ólík og þau eru mörg en eiga það þó eitt sameiginlegt að vera sett saman af alúð og smekklegheitum. Sindri hefur líka einstakt lag á að ná fram því besta í viðmælendum sínum.
16:50FriendsRoss er ekki ennþá búinn að ógilda giftinguna en Rachel heldur að það sé frágengið. Ross virðist einfaldlega ekki geta horfst í augu við þriðja skilnaðinn. En hann ákveður loks að taka af skarið og fara til lögfræðings. Málin reynast þó flóknari en hann bjóst við og til þess að skilnaðurinn gangi í gegn þarf fyrst að upplýsa Rachel um sannleikann.
17:10FriendsFrábær gamanþáttaröð um vinina Ross, Rachel, Joey, Phoebe, Monicu og Chandler.
17:35Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
18:00NeighboursVið fylgjumst með nágrönnunum í Ramsey-götu takast á við lífið þar sem næsta verkefni er ávallt handan hornsins. Í blíðu og stríðu er gott að eiga góða granna.
18:30Fréttir Stöðvar 2Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flytur fréttir í beinni útsendingu á hverjum degi.
18:50SportpakkinnÍþróttafréttamenn fara yfir það helsta úr heimi íþróttanna.
18:55Ísland í dagSkemmtilegur og fjölbreyttur dægurmálaþáttur.
19:100 uppí 100Magnea Björg Jónsdóttir fær tækifæri til þess að kynna áhorfendum fyrir hinum ýmsu farartækjum. Meðal annars munu áhorfendur fá að kynnast hraðskreiðustu bílum á Íslandi, glæsilegum fornbílum og breyttum fjallajeppum fyrir íslenskar aðstæður.
19:25The TraitorsAlan Cumming er þáttastjórnandi þessarar óvenjulegu keppni sem fær fólk til að naga neglur og færa sig á sætisbrúnina. Svik og prettir eru þema leiksins þar sem 20 keppendur koma saman til að leysa ýmsar þrautir og vinna inn pening. Það er þó hængur á þar sem innan hópsins leynast svikarar sem gera hvað þeir geta til að ræna hina.
20:30Grey's AnatomyVinsælir dramaþættir um lífið á Grey Sloan Memorial spítalanum í Seattle-borg. Skurðlækninn Meredith Grey og samstarfsfélagar hennar þurfa daglega að taka ákvarðanir uppá líf og dauða. Einkalíf læknanna á það svo til að gera starfið enn flóknara.
21:10The Night ShiftÖnnur þáttaröð þessara spennandi læknaþátta sem gerist á bráðamóttökunni í San Antonio og fjallar um ástir og örlög læknanna.
21:55FallenSænskir sakamálaþættir frá 2023. Iris Broman er nýr yfirmaður hjá teymi sem sér um að rannsaka óupplýst lögreglumál í Malmö. Hún flutti frá Stokkhólmi eftir að hörmulegir atburðir áttu sér stað og fór til hálfsystur sinnar í smábæinn Ystad, þar sem gamalt mál er aftur komið til umræðu og margir koma við sögu. Hver var sannleikurinn þá og hver er hann í dag? Hverjar eru afleiðingarnar?
22:35FriendsRoss er ekki ennþá búinn að ógilda giftinguna en Rachel heldur að það sé frágengið. Ross virðist einfaldlega ekki geta horfst í augu við þriðja skilnaðinn. En hann ákveður loks að taka af skarið og fara til lögfræðings. Málin reynast þó flóknari en hann bjóst við og til þess að skilnaðurinn gangi í gegn þarf fyrst að upplýsa Rachel um sannleikann.
23:00FriendsFrábær gamanþáttaröð um vinina Ross, Rachel, Joey, Phoebe, Monicu og Chandler.
23:20GrantchesterSjöunda þáttaröð þessa bresku spennuþátta sem byggðir eru á metsölubókum rithöfundarins James Runcie og fjalla um lífið í bænum Grantchester á sjötta áratug síðustu aldar.
00:05GrantchesterSjöunda þáttaröð þessa bresku spennuþátta sem byggðir eru á metsölubókum rithöfundarins James Runcie og fjalla um lífið í bænum Grantchester á sjötta áratug síðustu aldar.
00:50UmmerkiBankarán á Íslandi eru afar sjaldgæf þó dæmi séu um hrinur bankarána hér á landi. Flest eru þau upplýst en þó ekki öll. Síðast var bankarán framið árið 2015 en afar lítið var að fá úr krafsinu.
01:10The GoldbergsGamanþáttaröð sem gerist á níunda áratug síðustu aldar og fjallar um fjöruga fjölskyldu sem er ekki alveg eins og fólk er flest. Sögumaðurinn er yngsti fjölskyldu meðlimurinn sem tekur allt sem fram fer á heimilinu upp á myndbandsupptökuvél.
01:35America's Got Talent: All StarsSigurvegarar, atriði sem komust í úrslit, netundrin og vinsælustu atriði þáttana mætast nú til að fá úr því skorið hvert er það allra besta og hreppir stjörnutitlinn.