RÚV07:01Kalli og Lóa(Charlie and Lola, II)Kalli og Lóa eru fyrir 3-7 ára krakka en oft festast fullorðnir aðeins fyrir framan skjáinn vegna hins sérstaka húmors sem þau systkinin hafa. Lóa er ötul og hugmyndarík 4 ára stúlka og Kalli er þolinmóður og góður eldri bróðir hennar sem er alltaf tilbúinn að hjálpa henni að læra og vaxa.
07:12Lundaklettur(Puffin Rock)Teiknimyndaþættir um litlu lundasystkinin Únu og Bubba sem búa á eyjunni Lundakletti. Þau lenda sífellt í nýjum ævintýrum með vinum sínum á eyjunni.
07:19Vinabær Danna tígurs(Daniel Tiger's Neighbourhood)Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
07:32Húrra fyrir Kela(Hurray for Huckle)Keli kennir krökkum að nálgast verkefni með vísindalegri aðferð. Margir íslenskir krakkar ættu að kannast við ævintýraheiminn Erilborg, en þættirnir eru byggðir á klassískum barnabókum eftir Richard Scarry.
07:56Símon(Simon)Símon er hress og skemmtileg kanína sem tekst á við alls kyns áskoranir og lærir af mistökum sínum.
08:01Með afa í vasanum(Grandpa in My Pocket)Janus á skemmtilegan afa sem á töfrahúfu. Þegar afi setur húfuna á sig verður hann pínulítill, getur hlaupið á ofurhraða og saman lenda þeir ótrúlegustu ævintýrum.
08:13Ernest og Célestine(Ernest and Célestine)Fallegir teiknimyndaþættir um óvenjulega vináttu bjarnarins Ernests og músarinnar Célestine.
08:26Ríta og krókódíllinn(Rita and Crocodile)Teiknimyndaþættir um Rítu, sem er ákveðin lítil stúlka. Hún á sísvangan krókódíl sem býr í baðkarinu heima hjá henni.
08:31Hvolpasveitin(Paw Patrol III)Fjörugir þættir um björgunarsveit sem er skipuð hvolpum sem hver og einn hefur sérstakan hæfileika. Þeir eiga einnig alls kyns græjur og farartæki sem nýtast þeim vel í björgunarleiðöngrum.
08:54Rán og Sævar(Pirata & Capitano)Fjörugir þættir um sjóræningjastelpuna Rán og Sævar sem flýgur sinni eigin sjóflugvél.
09:05Mói(Mouk)Skemmtilegir þættir um litla björninn Móa sem ferðast um allan heiminn á hjólinu sínu.
09:16Ronja ræningjadóttir(Ronja)Teiknimyndaþættir um Ronju ræningjadóttur frá Studio Ghibli sem byggðir eru á þekktri sögu Astrid Lindgren. Ronja elst upp hjá ræningjum í skógum Skandinavíu. Líf hennar tekur stakkaskiptum þegar hún kynnist strák sem reynist vera sonur andstæðings föður hennar. Studio Ghibli er einn stærsti framleiðandi teiknimynda í Japan og gerði meðal annars Óskarsverðlaunamyndina Brottnámið, eða Spirited Away.
09:40Djúpið(The Deep)Teiknimyndaþættir um fjölskyldu sem býr í kafbát og rannsakar leyndardóma undirdjúpanna.
10:01Alvin og íkornarnir(Alvinnn!!! & The Chipmunks)Þættirnir um Alvin og íkornavini hans eru sneisafullir af hlýju, gríni, fjöri og tónlist. Alvin og íkornarnir byggja á gamalgrónum söguheimi Alvins, en teiknimyndapersónurnar voru skapaðar árið 1958.
10:12Klaufabárðarnir(A je to!, Pat a Mat)Í þessum klassísku brúðuþáttum standa þeir Patti og Matti frammi fyrir alls konar erfiðum verkefnum sem reyna á útsjónarsemi og verklag, sem er því miður ekki til staðar. Klaufabárðarnir litu fyrst dagsins ljós árið 1976 og hafa skemmt íslenskum fjölskyldum í áraraðir.
10:20Krakkafréttir vikunnar(13. janúar 2018)Fréttaþáttur fyrir börn á aldrinum 8-12 ára þar sem litið er yfir það helsta í fréttum liðinnar viku. Umsjón: Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir, Sævar Helgi Bragason og Jóhannes Ólafsson.
10:40Útsvar(Akranes - Dalvíkurbyggð)Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Guðrún Dís Emilsdóttir og Sólmundur Hólm. Spurningahöfundar: Ævar Örn Jósepsson og Jón Svanur Jóhannsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson. e.
11:55Hæpið(Kyn)Ferskur og hispurslaus þáttur fyrir ungt fólk. Katrín og Unnsteinn halda áfram að kryfja ýmis óvenjuleg en aðkallandi málefni út frá skemmtilegu sjónarhorni og leita svara við spurningum sem brenna á ungu fólki í dag. Umsjón: Katrín Ásmundsdóttir og Unnsteinn Manuel Stefánsson. e.
12:30Heimsleikarnir í CrossFit 2017(Kvennaflokkur - Dagur 3)Þættir þar sem sýnt er frá öllum fjórum keppnisdögum heimsleikanna í CrossFit 2017. Fimm Íslendingar tóku þátt í leikunum sem haldnir voru í byrjun ágúst í borginni Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum.
13:15KR - Tindastóll(Bikarúrslit karla í körfubolta)Bein útsending frá úrslitaleik KR og Tindastóls í bikarkeppni karla í körfubolta.
15:45Íþróttaafrek(Pétur Guðmundsson)Brot úr þáttaröðinni Íþróttaafrek Íslendinga. Í þessum þætti er fjallað um körfuknattleiksmanninn Pétur Guðmundsson, sem var fyrsti Íslendingurinn til að spila í NBA-deildinni. e.
16:00Njarðvík - Keflavík(Bikarúrslit kvenna í körfubolta)Bein útsending frá úrslitaleik Njarðvíkur og Keflavíkur í bikarkeppni kvenna í körfubolta.
18:54LottóLottó-útdráttur vikunnar.
19:45Tracey Ullman tekur stöðuna(Tracey Ullman's Show)Gamanþættir með leikkonunni Tracey Ullman þar sem hún tekur heimaland sitt, Bretland, fyrir og gerir því skil í gegnum alls kyns óborganlegar persónur. Þættirnir hafa verið tilnefndir til Emmy-verðlauna.
20:15Upside Down(Á hvolfi)Adam og Eden urðu ástfangin sem unglingar, en var stíað í sundur. Eden býr í hliðarheimi og eru öll samskipti milli heimanna bönnuð, en þegar Adam sér henni bregða fyrir í sjónvarpi tíu árum eftir aðskilnað þeirra verður hann staðráðinn í að hitta hana aftur, hvað sem það kostar. Leikstjóri: Juan Solanas. Aðalhlutverk: Jim Sturgess, Kirsten Dunst og Timothy Spall.
22:05Bíóást - The Godfather: Part II(Guðfaðirinn: Annar hluti)Í vetur sýnir RÚV vel valdar kvikmyndir sem hafa valdið straumhvörfum í kvikmyndasögunni. Að þessu sinni segir rithöfundurinn Einar Kárason frá Óskarsverðlaunamyndinni The Godfather II. Myndin segir annars vegar frá uppvexti Vitos Corleone á Sikiley og fyrstu skrefum hans á glæpabrautinni og hins vegar frá tilraunum Michaels, sonar hans, til að færa út veldi fjölskyldunnar til Las Vegas, Hollywood og Kúbu. Myndin hlaut sex Óskarsverðlaun og er af mörgum talin ein besta mynd kvikmyndasögunnar. Leikstjóri: Francis Ford Coppola. Aðalhlutverk: Al Pacino, Robert De Niro og Robert Duvall. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna.
01:25Útvarpsfréttir í dagskrárlok