RÚV 08:01SmástundSmástund hentar vel fyrir þau allra yngstu, í hverjum þætti lærum við orð, liti, tölur og tónlist. e.
08:12Zip ZipFjörugir teiknimyndaþættir um ref, tvö villisvín og fugl sem eru orðin þreytt á að lifa villt í náttúrunni og verða sér úti um búninga til að dulbúast sem venjuleg gæludýr. e.
08:23Fílsi og vélarnar III 08:30Vinabær Danna tígursDanni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum. e.
08:47Björgunarhundurinn BessíFallegir þættir um samband Önnu og hennar besta vin, björgunarhundinn Bessí.
09:09Drónarar 1Kortó, Mýsla og Eik eru álveðin að sigra Hvalabikarkeppnina, drónaflugkeppni sem leiða á í ljós hver verður arftaki vistfræðisnillingsins Hvals Hvíta.
En Tíkíliðið sækist ekki aðeins eftir sigri; aðeins með því að komast í læri hjá Hval Hvíta fá þau aðgang að nýjustu vistvísindunum og geta forðað því að eyjan þeirra hverfi í hafið.
09:31Undraveröld villtu dýranna 09:36StrumparnirGlænýir þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
09:48Örvar og RebekkaRebekka er ung stúlka sem er að læra á lífið, skólann og tilveruna. Örvar er græn veira sem lenti hjá mannfólkinu. Saman eru þau ótrúlegt teymi.
10:00Billi BlikkTeiknimynd frá 2015. Ungur og ævintýragjarn kóalabjörn leggur af stað í leiðangur um óbyggðir Ástralíu í leit að föður sínum. Myndin er talsett á íslensku.
11:25Afmælistónleikar Gunnars ÞórðarsonarUpptaka frá afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar í Eldborgarsal Hörpu 29. mars 2015. Á tónleikunum voru flutt þekktustu lög Gunnars. Flytjendur voru landslið íslenskra hljóðfæraleikara og söngvara ásamt gospelkór, barnakór og strengjasveit. Að sjálfsögðu steig sjálft afmælisbarnið á svið og flutti nokkur vel valin lög. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson. e.
13:00Fréttir með táknmálstúlkun 13:25HeimaleikfimiGóð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
13:35DjöflaeyjanFjallað verður um leiklist, kvikmyndir og myndlist með upplýsandi og gagnrýnum hætti. Einnig verður farið yfir feril einstakra listamanna. Umsjónarmenn eru Þórhallur Gunnarsson, Sigríður Pétursdóttir, Vera Sölvadóttir og Guðmundur Oddur Magnússon. Dagskrárgerð: Guðmundur Atli Pétursson.
14:20Torfæra á Íslandi í 50 árHeimildamynd eftir Braga Þórðarson um 50 ára sögu torfærunnar á Íslandi. Myndin er byggð á viðtölum við ýmsa keppendur og aðstandendur torfærunnar í gegnum árin sem og myndböndum, ljósmyndum og blaðagreinum frá 50 ára sögu íþróttarinnar. e.
15:45GönguleiðirÞættir frá árunum 1989-1990 í umsjón Jóns Gunnars Grjetarssonar. Kynntar eru helstu gönguleiðir á þeim stöðum sem heimsóttir eru. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
16:05Augnablik - úr 50 ára sögu sjónvarpsinsLitið um öxl yfir 50 ára sögu sjónvarps og fróðleg og skemmtileg augnablik rifjuð upp með myndefni úr Gullkistunni. Kynnir er Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir. Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson.
16:20Fjölskylduferð til Ítalíu með GinoBreskir þættir þar sem fylgst er með ítalska sjónvarpskokkinum Gino D'Acampo kanna faldar perlur Suður-Ítalíu með fjölskyldu sinni.
16:45Innlit til arkitekta - Gert WindgårdhSænskir þættir þar sem litið er heim til þekktra arkitekta í Svíþjóð. Við fáum að sjá einstök og áhugaverð heimili þeirra og hvað þeim finnst gera hús að heimili. e.
17:15Rokkarnir geta ekki þagnaðTónlistarþættir frá árunum 1986-1987. Kynnir: Jón Gústafsson. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
17:40ÖrlætiFróðlegir skemmtiþættir þar sem Sigtryggur Baldursson fjallar um örnefni á Íslandi frá ýmsum sjónarhornum. Dagskrárgerð: Guðlaugur Maggi Einarsson.
18:01Fílsi og vélarnar - SnjótroðariFjólublái fíllinn Fílsi lærir ýmislegt um allskonar mismunandi vélar.
18:07Bursti - Finnur fallbyssuBursti er forvitinn og þrjóskur broddgöltur sem býr þar sem litlir hlutir eru stórir.
18:10Tölukubbar - TíuLærið um tölustafina með Tölukubbunum!
18:15Ég er fiskurNokkrir kunnulegir og ókunnulegir fiskar kynna sig fyrir áhorfendum. e.
18:17Hinrik hittirHinrik hittir einhvern nýjan á hverjum degi og lendir í ótrúlegustu uppákomum. e.
18:27Tillý og vinirTillý býr í gulu húsi með fimm góðum vinum. Krókódíl, svíni, hænu, fíl og kanínu. Þau sýna og sanna að vináttan er það besta í heimi.
18:38Blæja - BókasafnDaglega lífið hjá Hælbein fjölskyldunni heldur áfram sinn vanagang. En þegar Blæja og Bára eiga í hlut þá er enginn dagur rólegur.
18:45Bursti og bóndabærinn 18:50Lag dagsinsÍslensk tónlistarmyndbönd alla virka daga fyrir fréttir.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:40X24 - ForystusætiðViðtalsþættir þar sem rætt er við frambjóðendur til embættis forseta Íslands.
20:10Músíktilraunir 2024 - samantektSamantekt frá úrslitakvöldi Músíktilrauna 2024 í Norðurljósasal Hörpu. Kynnir er Ólafur Páll Gunnarsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
21:15HormónarFinnskir dramaþættir frá 2023 um fólk á miðjum aldri sem fæst við afleiðingar breytingaskeiðsins og foreldrahlutverkið sem engan enda virðist taka. Elena er miðaldra kvensjúkdómalæknir sem á í ástarsambandi við þunglynda sálfræðinginn Patrik. Sambandið virðist dauðadæmt frá upphafi en tekst ástinni að sigra að lokum? Aðalhlutverk: Karoliina Blackburn, Robin Svartström og Eino Kantee. Leikstjóri: Johanna Vuoksenmaa. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
22:05X24 - FrambjóðendakynningKynning frambjóðenda til embættis forseta Íslands.
22:15Eric Clapton: Konan á svölunumÍ febrúar 2021 komu Eric Clapton og hljómsveit hans saman í sveitasetri í Suðaustur-Englandi og fluttu þekktar perlur á borð við After Midnight, Layla og Bell Bottom Blues eftir að tónleikum þeirra í Royal Albert Hall var aflýst vegna covid-faraldursins.
23:35Leiðin á EM 2024Þáttaröð í 12 hlutum. Í hverjum þætti er fjallað um tvær af þeim 24 þjóðum sem taka þátt á EM karla í fótbolta í Þýskalandi. Við kynnumst leikmönnum, þjálfurum og þeim þjóðum sem keppa um evrópumeistaratitilinn.