RÚV 07:16Bursti og leikskólinn 07:23Haddi og BibbiMörgæsirnar Haddi og Bibbi haga sínu lífi eftir F-unum þremur. Fjör, fiskur og félagsskapur. e.
07:25Tölukubbar - FeluleikurLærið um tölustafina með Tölukubbunum!
07:30SímonSímon er hress og skemmtileg kanína sem tekst á við alls kyns áskoranir og lærir af mistökum sínum.
07:35Örvar og RebekkaRebekka er ung stúlka sem er að læra á lífið, skólann og tilveruna. Örvar er græn veira sem lenti hjá mannfólkinu. Saman eru þau ótrúlegt teymi.
07:46Hrúturinn HreinnHrúturinn Hreinn og félagar hans á bóndabænum lenda í mörgum skemmtilegum ævintýrum í nýjustu seríunni sinni.
08:04Jasmín & JómbiJasmín og Jómbi eru góðir vinir sem elska tónlist og njóta tónanna sem óma um Hljómbæ.
08:41Rán og SævarFjörugir þættir um sjóræningjastelpuna Rán og Sævar sem flýgur sinni eigin sjóflugvél. e.
08:52StrumparnirGlænýir þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
09:03Monsurnar 1Kári, Villi og Hanna lenda í alls kyns ævintýrum og þurfa að standa saman til að takast á við illmennið Ívar.
09:14Vinabær Danna tígursDanni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum. e.
09:27Friðþjófur forvitniFriðþjófur forvitni er forvitinn og yndislegur api sem getur oft á tíðum verið full ævintýragjarn. Fylgjumst með ævintýrum hans og mannsins með gula hattinn eiganda hans.
09:50Eldvarnarbangsinn Björn 10:00Kína: Verndun fornrar náttúruHeimildaþættir frá BBC í þremur hlutum. Í Kína hafa verið settir upp tíu þjóðgarðar til að vernda sjaldgæfustu dýrategundir landsins. Um er að ræða metnaðarfullt tilraunaverkefni á vegum kínverskra stjórnvalda.
10:50Sætt og gottDanskir þættir um kökubakstur og eftirréttagerð. Mette Blomsterberg útbýr kræsingar.
11:10TónstofanÞættir frá 1990-1992 þar sem íslenskir tónlistarmenn eru sóttir heim.
11:35ReimleikarÞáttaröð þar sem draugatrú Íslendinga er tekin til skoðunar ásamt annarri þjóðtrú, á borð við hjátrú og trú á álfa. Rætt er við ýmsa sérfræðinga og þá sem hafa haft persónuleg kynni af afturgöngum, álfum eða framliðnum. Rýnt er í hvernig draugatrú endurspeglar samfélagið, menninguna og síðast en ekki síst, sálarlíf og samvisku mannsins. Umsjón: Bryndís Björgvinsdóttir. Dagskrárgerð: Rakel Garðarsdóttir.
12:05Leiðin að ástinniÁstin er mikil ráðgáta og í þessum dönsku þáttum er gerð tilraun til að finna lykilinn að henni. Getur verið að hann sé að finna í magni persónulegra gagna? Til að sannreyna vísindin á bak við Big Data eru átta einhleypir einstaklingar paraðir saman út frá persónuupplýsingum. Mun ástin kvikna þegar fólkið fer að búa saman og kynnast nánar?
12:35UngmennafélagiðDægurmálaþættir frá 1990. Umsjón: Valgeir Guðjónsson. Stjórnandi: Eggert Gunnarsson.
13:00Fréttir með táknmálstúlkun 13:25Kvöldstund með listamanni 1986-1993Þættir úr safni Sjónvarps.
14:30Íslandsmótið í golfiBein útsending frá Íslandsmótinu í golfi á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja.
17:35ÚtiFerðaþættir þar sem leiðsögumennirnir Brynhildur Ólafsdóttir og Róbert Marshall fara með Íslendinga í margs konar útivistarævintýri í náttúru Íslands. Ýmsir þjóðþekktir einstaklingar fara út fyrir þægindarammann í þáttunum og með fylgja ýmsir fróðleiksmolar og góð ráð um búnað og hegðun úti í náttúrunni. Meðal gesta í þáttunum eru Guðni Th. Jóhannesson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Bjarni Benediktsson, Saga Garðarsdóttir, Helgi Seljan, Andri Snær Magnason og Baltasar Kormákur.
18:01SöguspiliðÆvintýralegasta spurningakeppni sögunnar. Lestrarhestar og bókaormar töfrast inn í Söguspilið og þurfa að takast á við þrautir og spurningar sem byggja á þekktum barnabókum, þjóðsögum, kvikmyndum og ljóðum.
Það borgar sig að vera búin að lesa vel því átta lið hefja keppni en eitt lið stendur uppi sem sigurvegari Söguspilsins 2021.
18:27Björgunarhundurinn BessíFallegir þættir um samband Önnu og hennar besta vin, björgunarhundinn Bessí.
18:34Undraveröld villtu dýranna 18:50SumarlandabrotStutt umfjöllun Sumarlandans sem var á flakki sumarið 2023 og hitti landann fyrir í sínu náttúrulega umhverfi, uppi á fjöllum, úti í garði, inni í skógi og allt um kring.
19:00Reynir sterkiHeimildarmynd um aflraunamanninn Reyni Örn Leósson, eða Reyni sterka. Hann var ungur að aldri þegar tók að bera á miklum kröftum hans og ferðaðist hann upp frá því víða og sýndi aflraunir. Hann þótti hafa yfirnáttúrulega hæfileika og á mörg heimsmet í heimi aflrauna sem standa enn í dag. Erfið æska setti þó svip sinn á líf hans, en hann var alla tíð utangarðsmaður í leit að viðurkenningu frá samfélaginu. Leikstjóri: Baldvin Z. Framleiðsla: Glassriver. e.
20:30ÁrtúnMargverðlaunuð stuttmynd í leikstjórn Guðmundar Arnar Guðmundssonar sem segir frá ungum dreng sem langar að upplifa sinn fyrsta koss en ekkert gengur í litla þorpinu þar sem hann býr. Hann heldur því til borgarinnar ásamt tveimur bestu vinum sínum í leit að frekari ævintýrum. Aðalhlutverk: Flóki Haraldsson, Viktor Leó Gíslason, Daníel Óskar Jóhannesson, Jónína Þórdís Karlsdóttir og Heiða Ósk Ólafsdóttir. e.
21:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
21:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
21:45Tom JonesRómantísk gamanþáttaröð frá 2023 byggð á skáldsögu eftir Henry Fielding, The History of Tom Jones, a Foundling. Þættirnir segja frá Tom Jones, efnalitlum ungum manni, sem verður ástfanginn af nágrannakonu sinni, Sophiu. Mikill munur á samfélagslegri og fjárhagslegri stöðu þeirra veldur því að fjölskyldur þeirra reyna að stía þeim í sundur en mun ástin sigra að lokum? Aðalhlutverk: Sophie Wilde, Solly McLeod og Shirley Henderson. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
22:40WolkaPólsk-íslensk kvikmynd frá 2021 í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar. Eftir 15 ár í pólsku fangelsi er Anna frjáls ferða sinna. Óuppgert mál úr fortíðinni leiðir hana til lítillar eyju við Íslandsstrendur í leit að konu sem býr þar í pólsku innflytjendasamfélagi. Aðalhlutverk: Olga Boladz, Anna Moskal og Eryk Lubos. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára. e.