RÚV 20:15ÓlympíukvöldSamantekt frá viðburðum dagsins á Ólympíuleikunum í París. Umsjón: Edda Sif Pálsdóttir og Gunnar Birgisson. Stjórn útsendingar: Vilhjálmur Siggeirsson.
21:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
21:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
21:40PabbasoðMatreiðsluþættir með Kristni Guðmundssyni. Eftir að Kristinn varð pabbi fór hann að elda ofnrétti oftar. Þar sem hann er vanur að fara ótroðnar slóðir eldar hann alla réttina í eldofni sem hann byggði með vinum sínum í Norður-Frakklandi. Dagskrárgerð og framleiðsla: Kristinn Guðmundsson.
21:55Á framandi slóðum með Simon ReeveHeimildarþáttaröð frá BBC. Simon Reeve hefur heimsótt yfir hundrað lönd í sex mismunandi heimsálfum. Hér rifjar hann upp eftirminnilega staði ásamt því að ræða við fólk sem hann hefur kynnst á ferðalögum sínum. Einnig fá áhorfendur að skyggnast á bak við tjöldin.
22:55NeyðarvaktinBandarísk þáttaröð um slökkviliðsmenn og bráðaliða í Chicago en hetjurnar á slökkvistöð 51 víla ekkert fyrir sér. Meðal leikenda eru Jesse Spencer, Taylor Kinney, Eamonn Walker og David Eignberg. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
23:35BrotÍslensk spennuþáttaröð um rannsóknarlögreglukonuna Katrínu sem rannsakar óvenjulegt morð í Reykjavík. Það reynist upphafið að óhugnanlegu og flóknu sakamáli og lögreglan fær virtan lögreglumann með dularfulla fortíð, Arnar, til að snúa heim eftir áratuga fjarveru utanlands og aðstoða við rannsókn málsins. Leikstjórn: Þórður Pálsson, Davíð Óskar Ólafsson og Þóra Hilmarsdóttir. Aðalhlutverk: Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Thors. Framleiðsla: Mystery og Truenorth. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára. Þættirnir eru sýndir á sama tíma á RÚV 2 með enskum texta. e.