RÚV 13:00Fréttir með táknmálstúlkun 13:25HeimaleikfimiGóð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
13:35TorgiðUmræðuþáttur í beinni útsendingu þar sem fólkið í landinu varpar fram spurningum og stendur fyrir máli sínu. Á Torginu er talað um málefnin sem rædd eru af kappi á kaffistofum landsins. Umsjón: Sigríður Halldórsdóttir og Baldvin Þór Bergsson. Stjórn upptöku: Þór Freysson. e.
14:35Af fingrum framViðtals- og tónlistarþáttaröð í umsjón Jóns Ólafssonar. Jón fær til sín ýmsa tónlistarmenn í spjall og saman laða þeir fram ljúfa tóna. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.
15:50Dagur í lífiÍslensk þáttaröð í átta hlutum um líf fólks sem býr við skerta starfsgetu og/eða líkamlega fötlun af ýmsum toga. Í þáttunum fylgjumst við með fólki á öllum aldri, víða um land, í ýmsum störfum og með ólíka fötlun og fjölskyldugerð. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. Framleiðsla: SERES hugverkasmiðja.
16:30Sögur fyrir stórféDanskir heimildarþættir. Markaðssetning áhrifavalda er orðin að iðnaði sem veltir milljörðum. Við fylgjumst með þremur farsælum umboðsmönnum sem gera ábatasama samninga milli eigenda vörumerkja og áhrifavalda.
16:55Gulli byggirÞáttaröð þar sem Gunnlaugur Helgason húsasmiður leiðir áhorfendur í allan sannleika um hver fyrstu skrefin eru þegar taka á húsnæði í gegn. Gulli hefur verið fengin til þess að koma lagi á kjallara í 65 ára gömlu húsi í Reykjavík. Óþefur og ýmis konar skordýr hafa hrjáð þá sem kjallarinn hefur hýst um nokkurn tíma og greinilegt er að húsið er komið á tíma. Undir leiðsögn Gulla og fagmanna á hverju sviði vinna íbúar og eigendur húsnæðisins, ásamt vinum og ættingjum að breytingunum. Dagskrárgerð: Hrafnhildur Gunnarsdóttir. Framleiðandi: Krummafilms. e.
17:30Orlofshús arkitektaNorskir þættir þar sem arkítektar eru heimsóttir í orlofshúsin sín.
18:01Kata og MummiSkemmtilegir þættir um hugmyndaríku stúlkuna Kötu sem ferðast með fjólubláu kanínunni Mumma til ævintýraheimsins Mummaheims. e.
18:12ÓlivíaÓlivía er sniðug svínastelpa sem tæklar hversdaginn með frumlegum leiðum. Hún dettur gjarnan í dagdrauma og hefur að auki sett sér ýmsar sniðugar lífsreglur.
18:23Háværa ljónið Urri - Hávaðinn hans UrraHáværa ljónið Urri og félagar ferðast í gegnum frumskóginn. Á leiðinni lenda þau í skemmtilegum ævintýrum og þurfa að takast á við áskoranir og leita lausna í sameiningu.
18:40Krakkafréttir með táknmálstúlkunHelstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt.
18:45Lag dagsinsÍslensk tónlistarmyndbönd alla virka daga fyrir fréttir.
18:52VikinglottóVikinglottó-útdráttur vikunnar.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:35KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
20:05Með okkar augum XIVFjórtánda þáttaröð þessara margverðlaunuðu þátta sem vakið hafa athygli fyrir nýstárleg og frumleg efnistök. Fólk með þroskahömlun vinnur þættina með fagfólki í sjónvarpsgerð og miðlar þannig fjölbreytileika íslensks samfélags. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir.
20:35Mikilsverð skáldverkDanskir þættir þar sem farið er ofan í kjölinn á þekktum dönskum skáldsögum.
21:10Annáll 632Portúgalskir spennuþættir frá 2023. Sagnfræðiprófessorinn Tomás de Noronha er sérfræðingur í dulritun og fornmálum. Þegar hann er fenginn til að ráða dularfull skilaboð hefst atburðarás sem gæti breytt heimssögunni. Þáttaröðin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir José Rodrigues dos Santos. Aðalhlutverk: Paulo Pires, Deborah Secco go Ana Sofia Martins. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
22:20Börnin í þokunniVíetnömsk heimildarmynd frá 2021. Di er þrettán ára stúlka sem býr í fjallaþorpi í Norður-Víetnam. Hún tilheyrir ættflokknum Hmong þar sem venjan er að stúlkur giftist mjög ungar. Í skólanum lærir Di hins vegar að hún hefur val um annars konar líf. Leikstjóri: Ha Le Diem.
23:15Eldfimt leyndarmál IIÖnnur þáttaröð áströlsku spennuþáttanna um Meghan og Agöthu. Tvö ár eru síðan þær hittust fyrir tilviljun með ófyrirséðum afleiðingum og nú situr Meghan í gæsluvarðhaldi fyrir morð. Ýmislegt kemur í ljós við rannsókn málsins, þar á meðal gríðarstórt leyndarmál Agöthu. Aðalhlutverk: Jessica De Gouw, Laura Carmichael og Ryan Corr. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.