RÚV 13:00Fréttir með táknmálstúlkun 13:25HeimaleikfimiGóð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
13:35KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
14:00Er þetta frétt?Nýr spurningaþáttur í léttum dúr þar sem skemmtilegir keppendur spreyta sig á misalvarlegum fréttatengdum spurningum. Spyrill er Kristjana Arnarsdóttir og henni til halds en trausts er fréttamaðurinn Birta Björnsdóttir.
14:45Stóra sviðiðÍslensk heimildarþáttaröð þar sem áhorfendur fá einstaka sýn inn í töfraheim leikhússins og fylgjast með flóknu sköpunarferli sem á sér stað frá því að leikararnir fá handritið í hendurnar og fram yfir frumsýningu. Dagskrárgerð: Þorsteinn J.
15:30Sama-systurHeimildarþáttaröð í fjórum hlutum um samísku systurnar Maxida och Mimie Märak en báðar eru þær virkar í sænsku rappsenunni og berjast jafnframt ötulega fyrir réttindum Sama.
16:00SteinsteypuöldinSteinsteypuöldin er þáttaröð í umsjón Egils Helgasonar og Péturs H. Ármannssonar. Þar er rakin saga byggingarlistar og borgarskipulags í Reykjavík á tuttugustu öld. Þáttaröðin hefst 1915, í stórbrunanum þar sem eyddust fjölmörg timburhús í bænum. Þá hófst tími steinsteypuhúsanna. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson. e.
16:30Feldthaus og Bagger í frjálsu lykkjufalli - ÍslandDönsk þáttaröð þar sem prjónaáhrifavaldurinn Lærke Bagger og sjónvarps- og prjónakonan Christine Feldthaus fara til Færeyja, Grænlands, Íslands og Noregs og læra prjónaaðferðir í hverju landi.
17:00Perlur KvikmyndasafnsinsKvikmyndasafn Íslands geymir fjársjóð af kvikmyndum sem sýna íslenskan veruleika snemma á síðustu öld. Egill Helgason og Gunnar Tómas Kristófersson rýna efni og sýna efni sem jafnvel enginn hefur séð. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
17:30Eldað úr afskurðiNorskar stjörnur eru eins og fólk er flest og ekki til fyrirmyndar í matarsóun. Í þessum þáttum eru eldaðar dýrindis kræsingar úr mat sem hefði annars lent í ruslinu.
18:09Hvernig varð þetta til?Hvernig ætli sumir hlutir sem við erum mjög vön hafi verið fundnir upp? Stórfurðulegu steinaldarmennirnir sýna okkur sínar misheppnuðu tilraunir.
18:12OrmagöngStjörnu-Sævar svarar ýmsum vísindaspurningum frá geimgormunum okkar.
18:15HeimilisfræðiNýi heimilsfræðikennarinn hún Hrefna, fer með nemendur sína á matreiðsluferðalag um heiminn í allan vetur, þar sem við kynnumst hinum ótrúlegustu réttum frá ýmsum löndum.
18:21Eldhugar - Thérese Clerc - aðgerðarsinniStuttir þættir þar sem við kynnumst merkiskonum mannkynssögunnar. Sumar eru frægar, öðrum hefur farið minna fyrir en allar eru þær töffarar og eldhugar. e.
18:24Bitið, brennt og stungiðHvað ætli gerist þegar hin og þessi skordýr bíta fólk og stinga? Sebastian Klein ferðast um sveitir Danmerkur og lætur bíta sig, brenna og stinga til að komast að því.
18:45Krakkafréttir með táknmálstúlkunHelstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt.
18:50Lag dagsinsÍslensk tónlistarmyndbönd alla virka daga fyrir fréttir.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:35KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
20:05EndurtekiðÞættir sem fjalla um hringrásarhagkerfið, þar sem hlutir og hráefni fara í hring og eins manns rusl verður annars fjársjóður. Umsjón: Sigríður Halldórsdóttir og Freyr Eyjólfsson. Framleiðsla: Republik.
20:35Minni matarútlátFæreyskir matreiðsluþættir frá 2024. Mataraktívistinn Sunniva Gudmundsdóttir Mortensen gefur áhorfendum góð ráð um hvernig hægt er að nýta alls kyns hráefni úr umhverfinu í matargerð.
21:05Kæfandi ást IIIÞriðja þáttaröð írsku spennuþáttanna um Val Alhern og fjölskyldu. Val hefur grennslast fyrir um dánarorsök eiginmanns síns síðan hann fannst látinn í fjöru við klettarætur. Því dýpra sem hún kafar ofan í grafin fjölskylduleyndarmál, því betur áttar hún sig á hversu lítið hún þekkti eiginmann sinn til 30 ára. Aðalhlutverk: Dervla Kirwan, Gemma-Leah Devereux og Niamh Walsh. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
22:20BardotLeikin frönsk þáttaröð frá 2023 um frönsku ofurfyrirsætuna, leik- og söngkonuna Brigitte Bardot. Fylgst er með Bardot fóta sig í breyttum veruleika við upphaf frægðar sinnar árið 1949 til ársins 1960. Aðalhlutverk: Julie de Nunez, Victor Belmondo og Géraldine Pailhas. Leikstjórn: Christopher Thompson og Danièle Thompson. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
23:15RáðherrannÞegar forsætisráðherra fær geðhvörf verða samstarfsmenn hans að leggja bæði stöðugleika ríkisins og einkalíf sitt að veði til þess að halda því leyndu fyrir þjóðinni. Aðalhlutverk: Ólafur Darri Ólafsson og Aníta Briem. Leikstjórn: Nanna Kristín Magnúsdóttir og Arnór Pálmi Arnarson. e.