RÚV 13:00Fréttir með táknmálstúlkun 13:25HeimaleikfimiGóð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
13:35Er þetta frétt?Nýr spurningaþáttur í léttum dúr þar sem skemmtilegir keppendur spreyta sig á misalvarlegum fréttatengdum spurningum. Spyrill er Kristjana Arnarsdóttir og henni til halds en trausts er fréttamaðurinn Birta Björnsdóttir.
14:25Taka tvöÍ þessari tíu þátta röð spjallar Ásgrímur Sverrisson við íslenska kvikmyndaleikstjóra um myndir þeirra. Brugðið er upp völdum atriðum og rætt um hugmyndirnar sem að baki verkunum liggja.
15:15Við getum þetta ekkiSænsk heimildarþáttaröð í þremur hlutum um streitu og kulnun í starfi hjá ungum konum, en á undanförnum árum hafa kulnunareinkenni aukist hjá ungu fólki og sérstaklega hjá konum.
15:50ÚtúrdúrÞættir frá 2011 þar sem fjallað er um klassíska- og samtímatónlist í víðum skilningi og leitast við að kynna hana á skemmtilegan, aðgengilegan og fjölbreyttan hátt. Tónlistarfólk kemur saman í stúdíói, spjallar um tónverk og leikur þau líka. Þá er rætt við sérfræðinga og áhugamenn úr ýmsum áttum. Umsjónarmenn eru Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir.
16:35Okkar á milliSigurlaug Margrét Jónasdóttir fær til sín góða gesti úr öllum áttum og ræðir við þá undir fjögur augu. Gestirnir eiga það sameiginlegt að hafa áhugaverða sögu að segja. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson. e.
17:05Biðin eftir þérFinnskir heimildarþættir þar sem fylgst er með konum á meðgöngu, allt frá því að þær komast að því að þær eru barnshafandi og þar til börnin koma í heiminn.
17:35Meistarinn - Marianne Lindberg De GeerHvernig hugsa helstu listamenn og hugsuðir Svíþjóðar og hvaðan sækja þau sér innblástur og hvatningu? Í þessum þáttum er rætt við sænska meistara um sköpunarferlið, ákvarðanatöku og það hvernig mistök geta leitt til nýrra sigra.
18:06Litla Ló - Skjaldbakan 18:13Tikk TakkVandaðir þættir þar sem hugur og skynjun barna eru örvuð á sjónrænan hátt án orða. e.
18:18Fílsi og vélarnar - SkógarvélFjólublái fíllinn Fílsi lærir ýmislegt um allskonar mismunandi vélar.
18:39SmástundSmástund hentar vel fyrir þau allra yngstu, í hverjum þætti lærum við orð, liti, tölur og tónlist. e.
18:43Með á nótunum - Fingranöfnin 18:45Krakkafréttir með táknmálstúlkunHelstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt.
18:50Lag dagsinsÍslensk tónlistarmyndbönd.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:35KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
20:00ÆskuslóðirÍslenskir heimildarþættir. Viktoría Hermannsdóttir kynnist æskuslóðum viðmælenda sinna í ýmsum bæjum og hverfum. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir. Framleiðsla: Pera.
20:30Stríðsmenn víkingakonungaSænskir heimildarþættir frá 2023 um fornleifafundi í Svíþjóð. Bátagrafir frá víkingaöld sem fundust fyrir utan Uppsali hafa leitt ýmislegt í ljós, bæði um ferðalög á víkingaöld og stríðsmenn Eiríks sigursæla Svíakonungs. Þar að auki er fjallað um fjársjóð sem fannst í skógi nálægt Alingsås sem reyndist stærsti bronsaldarfundur í Svíþjóð.
21:00BlóðlöndRannsóknarlögreglumaðurinn Tom Brannick snýr aftur í annarri þáttaröð þessara bresku sakamálaþátta. Brannick telur morð á spilltum endurskoðanda tengjast dularfullum leigumorðingja úr fortíðinni sem aldrei náðist. Aðalhlutverk: James Nesbitt, Lorcan Cranitch og Charlene McKenna. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
22:15SilfriðSigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
23:10Svartur svanur - Skrifstofan þar sem svikarar hittastNýir danskir heimildarþættir. Lögfræðingur með tengsl við undirheimana aðstoðar rannsóknarblaðamenn við að afhjúpa glæpastarfsemi á Norðurlöndunum.