RÚV 13:00Fréttir með táknmálstúlkun 13:25HeimaleikfimiGóð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
13:35KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
14:00Útsvar 2007-2008Í fyrstu þáttaröð Útsvars frá vetrinum 2007-2008 keppa 24 stærstu bæjarfélög landsins sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
14:50Spaugstofan 2004-2005Leikararnir Karl Ágúst Úlfsson, Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason sýna áhorfendum samtíðaviðburði frá nýju sjónarhorni. Stjón upptöku: Björn Emilsson. e.
15:15Í 50 árÁrið 2016 voru fimmtíu ár síðan Ríkisútvarpið hóf sjónvarpsútsendingar og á þessum fimmtíu árum hefur það sýnt ógrynni af efni allstaðar að af landinu. Í 50 ár eru níu sjónvarpsþættir sem sendir voru út frá vel völdum stöðum á landinu sumarið 2016 þar sem rifjaðar voru upp sögur og svipmyndir af sjónvarpssögu viðkomandi landshluta. Umsjónarmenn: Gísli Einarsson og Guðrún Gunnarsdóttir. Dagskrárgerð: Karl Sigtryggsson. e.
15:55Poppkorn 1988Tónlistarþáttur frá 1988 þar sem fjallað er um innlend og erlend dægurlög. Umsjón: Jón Ólafsson, Steingrímur S. Ólafsson, Stefán Hilmarsson og Anna Björk Birgisdóttir. Dagskrárgerð: Ásgrímur Sverrisson.
16:20Á gamans aldriViðtalsþættir þar sem skyggnst er inn í líf fólks sem nýtur eftirlaunaáranna á aðdáunarverðan og jákvæðan hátt. Í hverjum þætti fáum við innsýn í líf einnar manneskju, heyrum sögu hennar, lífssýn og lærdóm sem hún hefur dregið af lífinu, auk þess sem við ræðum þær áskoranir sem fylgja því að eldast.
16:45Í fótspor gömlu pólfarannaHeimildarþáttaröð frá 2020. Ofurhuginn Børge Ousland er enginn venjulegur útivistarmaður. Haustið 2019 hélt hann yfir Norður-Íshafið á skíðum og tók ferðina upp. Svaðilförin gekk ekki alveg að óskum og Ousland glímir við hrikalegar aðstæður á hjara veraldar.
17:20FjörskyldanFjölskyldu- og skemmtiþáttur frá 2017-2018. Jón Jónsson fær til sín hressar fjölskyldur sem etja kappi í bráðfyndnum spurningaleikjum og þrautum. Dagskrárgerð: Rúnar Freyr Gíslason. Upptökustjórn: Vilhjálmur Siggeirsson.
18:37Húgó og draumagríman 18:47Krakkalist - leikrit 18:50Lag dagsinsÍslensk tónlistarmyndbönd.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:40KappsmálSkemmtiþáttur um íslenska tungu í umsjón Braga Valdimars Skúlasonar og Vigdísar Hafliðadóttur. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
20:40Vikan með Gísla MarteiniGísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
21:40Still AliceBandarísk kvikmynd frá 2014 með Julianne Moore í aðalhlutverki. Alice er þekktur og mikilsvirtur prófessor í málvísindum sem uppgötvar að hún er komin með alzheimersjúkdóminn. Hún þarf, ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum, að takast á við vaxandi afleiðingar sjúkdómsins. Aðalhlutverk: Julianne Moore, Alec Baldwin og Kristen Stewart. Leikstjórar: Richard Glatzer og Wash Westmoreland.
23:20Fagra veröldFrönsk gamanmynd frá 2019. Victor og Marianne hafa verið gift í heila eilífð og honum finnst sambandið orðið heldur rislágt. Þegar frumkvöðlafyrirtæki býður honum að endurupplifa tímabil úr fortíðinni með aðstoð sýndarveruleikatækni stekkur hann á tækifærið og fer 40 ár aftur í tímann - til kvöldsins þegar hann hitti stóru ástina. Leikstjóri: Nicolas Bedos. Aðalhlutverk: Daniel Auteuil, Doria Tillier, Fanny Ardant og Cuillaume Canet. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.