RÚV 13:00Fréttir með táknmálstúlkun 13:25HeimaleikfimiGóð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
13:35SilfriðSigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
15:15Útsvar 2007-2008Í fyrstu þáttaröð Útsvars frá vetrinum 2007-2008 keppa 24 stærstu bæjarfélög landsins sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
16:05Spaugstofan 2004-2005Leikararnir Karl Ágúst Úlfsson, Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason sýna áhorfendum samtíðaviðburði frá nýju sjónarhorni. Stjón upptöku: Björn Emilsson. e.
16:30Fyrst og fremstHvaða íslensku dægurlög hafa hljómað fyrst og fremst á Rás 2 síðustu 40 ár? Hvað einkennir síðustu fjóra áratugi í íslenskri tónlist? Þessum spurningum og fleirum verður svarað í Fyrst og fremst, laufléttum þáttum sem fanga uppáhaldslögin af Rás 2 á 40 ára afmælinu. Umsjón: Kristján Freyr Halldórsson.
17:00Fjársjóður framtíðar IIÞættir frá 2013 þar sem fylgst er með rannsóknum vísindamanna við Háskóla Íslands á vettvangi þar sem aðstæður eru býsna fjölbreyttar. Dagskrárgerð og stjórn upptöku er í höndum Jóns Arnar Guðbjartssonar.
17:30VerksmiðjanÞáttaröð um nýsköpun, skapandi hugsun og iðngreinar. Í þáttunum fylgjumst við með nýsköpunarkeppni ungs fólks í áttunda til tíunda bekk þar sem þátttakendur fá að þróa hugmyndir sínar í flottar frumgerðir. Einnig sjáum við hvernig raftónlistarmaðurinn Daði Freyr býr til nýtt hljóðfæri með aðstoð Fab Lab á Íslandi og skoðum hvernig iðngreinar hafa áhrif á nýsköpun. Þættirnir eru í umsjón Daða Freyr Péturssonar og Berglindar Öldu Ástþórsdóttur. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson.
18:01BlæjaDaglega lífið hjá Hælbein fjölskyldunni heldur áfram sinn vanagang. En þegar Blæja og Bára eiga í hlut þá er enginn dagur rólegur.
18:08Hvolpasveitin - Hvolpar bjarga kjúklingatúlípana! - Hvolpar stöðva háskalegan hákarl!Glæný sería þar sem Róbert og hvolparnir mæta nýjum áskorunum og sanna enn og aftur að ekkert verkefni er of stórt fyrir litla hvolpa
18:40Tölukubbar - FjórirLærið um tölustafina með Tölukubbunum!
18:45Krakkafréttir með táknmálstúlkunHelstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt.
18:50Lag dagsinsÍslensk tónlistarmyndbönd.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:35KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
20:05KveikurKveikur er fréttaskýringaþáttur með fjölbreyttar áherslur. Ritstjórn og dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Árni Þór Theodórsson, Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir, Ingólfur Bjarni Sigfússon, Ingvar Haukur Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Kristín Sigurðardóttir, og Tryggvi Aðalbjörnsson.
20:55Saga Svíþjóðar - Nýir tímar, 1719-1810Sænskir leiknir heimildarþættir frá 2023. Farið er yfir sögu Svíþjóðar frá ísöld til dagsins í dag. Yfir 300 sérfræðingar komu að gerð þessarar tíu hluta þáttaraðar þar sem sögulegir viðburðir eru endurskapaðir. Sögumaður: Simon J. Berger. Leikstjórar: Niklas Fröberg og Niklas Vidinghoff.
22:20Bláu ljósin í BelfastÖnnur þáttaröð þessara bresku sakamálaþátta. Deilur milli glæpagengja valda glundroða á götum Belfast og nýliðum innan lögreglunnar er ýtt út á ystu nöf bæði í starfi og einkalífi. Aðalhlutverk: Nathan Braniff, Sian Brooke og Katherina Devlin. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
23:20Í leit að ástBresk, leikin þáttaröð í þremur hlutum sem gerist fyrir seinni heimsstyrjöld og segir frá frænkunum og bestu vinkonunum Lindu og Fanny sem eru helteknar af hugmyndum um ást og hjónaband. Þegar Fanny velur sér öruggt og fyrirsjáanlegt líf en Linda ákveður að fylgja hjartanu og stefna í óútreiknanlegri áttir reynir á vinskap þeirra. Aðalhlutverk: Lily James, Emily Beecham og Dominic West. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.