RÚV 13:00Fréttir (með táknmálstúlkun) 13:25HeimaleikfimiGóð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
13:35KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
14:55Innlit til arkitekta - Martina Eriksson 15:25KiljanÞáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
16:10Veröld sem varÞáttaröð í sex hlutum þar sem fjallað er um sameiginlegar minningar íslensku þjóðarinnar á léttan og nýstárlegan hátt. Umsjónarmennirnir Margrét Blöndal og Felix Bergsson leggjast í fullkomlega óvísindalega mannfræðirannsókn til að reyna að skilja íslensku þjóðina betur á hundrað ára afmæli fullveldisins. Meðal þess sem þau skoða eru dellurnar sem þjóðin hefur gengið með í gegnum tíðina, nekt á Íslandi, og svo verða séríslensku sunnudagarnir krufðir til mergjar. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
16:40Sögustaðir með Einari KárasyniSögumaðurinn og rithöfundurinn Einar Kárason fer á sögufræga staði og segir frá fólki og atburðum sem þar urðu. Frásagnarlistin er í fyrirrúmi, vettvangur atburðanna í bakgrunni. Einar segir frá kvenskörungum á söguöld, sagnariturum, höfðingjum, biskupum og baráttunni um Ísland. Dagskrárgerð: Björn B. Björnsson.
17:10Eldað með EbbuEbba Guðný sýnir áhorfendum hversu auðvelt það getur verið að elda hollan og næringarríkan mat úr góðu hráefni. Matreiðsluþáttur fyrir alla fjölskylduna með skemmtilegu fræðsluívafi. Dagskrárgerð: Anna Vigdís Gísladóttir. Framleiðandi: Saga Film. e.
17:40MóðurmálÞættir um börn og ungmenni sem eiga annað móðurmál en íslensku og hafa hlotið Íslenskuverðlaun unga fólksins. Dagskrárgerð og umsjón: Hafsteinn Vilhelmsson. e.
18:01StrumparnirGlænýir þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
18:12ÓlivíaÓlivía er sniðug svínastelpa sem tæklar hversdaginn með frumlegum leiðum. Hún dettur gjarnan í dagdrauma og hefur að auki sett sér ýmsar sniðugar lífsreglur.
18:23Háværa ljónið UrriHáværa ljónið Urri og félagar ferðast í gegnum frumskóginn. Á leiðinni lenda þau í skemmtilegum ævintýrum og þurfa að takast á við áskoranir og leita lausna í sameiningu.
18:33FjölskyldufárSprenghlægilegir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
18:40Krakkafréttir (með táknmálstúlkun)Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt.
18:50Lag dagsinsÍslensk tónlistarmyndbönd alla virka daga fyrir fréttir.
18:52VikinglottóVikinglottó-útdráttur vikunnar.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:35KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
20:05Alþingiskosningar X24 20:35KiljanÞáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
21:25Hálft herbergi og eldhús 22:20Alþingiskosningar X24 22:25Stríð á norðurslóðumFinnsk heimildarþáttaröð frá 2022, þar sem fjallað er um lítt þekkta atburði í seinni heimsstyrjöldinni. Leikstjórar: Anna-Reeta Eksymä og Teemu Hostikka.
23:20Lífshlaup í tíu myndum - Freddie MercuryHeimildarþáttaröð frá BBC þar sem ljósmyndir eru notaðar til að fara yfir lífshlaup þekktra einstaklinga. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.