RÚV10:20HM í alpagreinumBeinar útsendingar frá HM í alpagreinum.
Keppni í risasvigi karla á HM í alpagreinum.
12:00Herör gegn hrotumDanskur heimildaþáttur um hrotur. Talið er að einn af hverjum fimm Dönum hrjóti og meðal þeirra er blaðamaðurinn Oliver Zahle, sem hefur ófáar nætur verið sendur á sófann fyrir þær sakir. Nú hefur hann ákveðið að takast á við hroturnar og komast í leiðinni að ýmsu fróðlegu um þær.
13:00Fréttir (með táknmálstúlkun)Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
13:25HeimaleikfimiGóð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
13:35KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Aftakaveðri var vart slotað á Suðurhelmingi landsins þegar það tók sig upp á vestur- og austurhluta landsins. Rætt við verkstjóra RARIK á Austurlandi, Hafliða Bjarka Magnússon, bóndann Óðinn Loga Þórisson, bónda á Vattarnesi og bæjarstjóra Fjarðarbyggðar, Jónu Árnýju Þórðardóttur. Kennaraverkföll halda áfram, þar með talið á Sauðárkróki. Rætt við deildarstjórana í Ársölum, Hönnu Maríu Gylfadóttur og Ásbjörgu Valgarðsdóttur ásamt Sunnu Gylfadóttur, framhaldsskólakennara og Herdísi Jónsdótttur, leikskólakennara. Söngvakeppnin hefst á laugardag og æfingar myrkra á milli. Selma Björnsdóttir leikstýrir atriðunum í ár ásamt Svíanum Thomasi Benstem. Leikritið Skeljar eftir Magnús Thorlacius fjallar um stærstu spurningu lífsins og stærsta viðfangsefni þess ástina. Með hlutverk fara Hólmfríður Hafliðadóttir og Vilberg Pálsson.
14:00Útsvar 2008-200924 stærstu bæjarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti eigast við lið Fljótsdalshéraðs og Norðurþings. Lið Fljótsdalshéraðs skipa Þorsteinn Bergsson, Margrét Urður Snædal og Stefán Bogi Sveinsson og fyrir Norðurþing keppa Ljótu hálfvitarnir Þorgeir Tryggvason, Guðmundur Svafarsson og Sævar Sigurgeirsson.
14:50Spaugstofan 2005-2006Leikararnir Karl Ágúst, Pálmi, Randver, Sigurður og Örn túlka atburði líðandi stundar eins og þeim einum er lagið. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
15:25Til Grænlands með Nikolaj Coster-WaldauDanskir heimildarþættir með Game of Thrones-stjörnunni Nikolaj Coster-Waldau sem leiðir áhorfendur í gegnum ógleymanlegt sjónarspil á ferðalagi um Grænland.
16:10Tölum um tónlistFranskir heimildarþættir sem fjalla um sögu hljóðs og hljóðfæra.
16:40Söngvaskáld IIIÞættir frá 2007 þar sem íslenskir lagasmiðir flytja nokkur verka sinna í sjónvarpssal. Umsjón og dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.
Í þessum þætti flytur Pétur Ben nokkur lög og spjallar við hlustendur. Pétur er ungur lagasmiður og gítarleikari. Hann gaf út fyrstu sólóplötu sína, Wine for My Weakness, í fyrra og þótti hún prýðilega vel heppnuð. Þá samdi hann tónlistina við myndir Ragnars Bragasonar og Vesturports, Börn og Foreldrar, hefur spilað meðal annars með Mugison og ætlar að stýra upptökum á næstu plötu Bubba Morthens.
17:30Fyrir alla muniÞáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.
Rétt áður en seinni heimstyrjöldin skall á komu hingað til lands þýskir svifflugmenn í þeim tilgangi að kenna Íslendingum svifflug. Í þessum þætti munum við fjalla um barmmerki sem talið er að þeir hafi skilið eftir hér á landi sem gjöf og segi kannski aðra sögu um tilgang heimsóknarinnar. Í þessum þætti rannsaka Sigurður og Viktoría merkið og söguna á bakvið það.
18:01Blæja IIDaglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
18:08Barrumbi börnVinirnir Tomias og Dahlia takast á við drauma og áskoranir bernskunnar í litlum bæ í Norður-Ástralíu.
18:32StrandverðirnirÖnnur sería af þessari skemmtilegu keppni þar sem danskir krakkar reyna á hæfileika sína á ströndinni og í vatninu í æsispennandi keppni um besta strandvörðinn.
18:43Haddi og BibbiMörgæsirnar Haddi og Bibbi haga sínu lífi eftir F-unum þremur. Fjör, fiskur og félagsskapur.
18:45Vika 6Vika 6 er kynheilbrigðisátak sem haldið er í sjöttu viku hvers árs. Þá er kynfræðsla sett í forgrunn í skóla- og frístundastarfi. Unglingar kjósa um þema hverju sinni og fá að hafa bein áhrif á inntak og framkvæmd vikunnar.
Hverju þarf að huga að varðandi kynfærin okkar þegar kemur að heilbrigði? Hvernig veit ég hvort að kynfærin hjá mér eru heilbrigð eða ekki? Sjáðu hvað viðmælendur okkar fyrir Viku6 höfðu að segja um hvað við þurfum að hafa í huga þegar kemur að heilbrigði kynfæra okkar.
18:50Lag dagsinsÍslensk tónlistarmyndbönd.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:40Er þetta frétt?Fréttatengdur skemmtiþáttur þar sem keppendur spreyta sig á misalvarlegum spurningum sem sóttar eru í glóðvolgar fréttir og gamlar í bland. Stjórnandi og spyrill er Birta Björnsdóttir og henni til halds og trausts er fréttamaðurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir.
20:35Vikan með Gísla MarteiniGísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
21:35Shakespeare og HathawayFjórða þáttaröð þessara bresku sakamálaþátta um hið sérkennilega tvíeyki einkaspæjara, Luellu Shakespeare og Frank Hathaway, sem fæst við margvísleg sakamál í heimabæ þeirra og fæðingarbæ hins eina og sanna Shakespeare, Stratford-upon-Avon. Aðalhlutverk: Mark Benton og Jo Joyner.
22:20Bergman-eyjaRómantísk dramamynd frá 2021 í leikstjórn Miu Hansen-Løve. Parið Chris og Tony ferðast til Bergman-eyju, sem kennd er við sænska kvikmyndagerðarmanninn Ingmar Bergman, og freista þess að skrifa kvikmyndahandrit. Fljótlega fara mörkin á milli veruleika og skáldskapar að verða óskýr. Aðalhlutverk: Vicky Krieps, Tim Roth og Mia Wasikowska. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.