RÚV07:01Ferðalög TrymbilsTrymbill fer á flakk með systkinunum Hildi og Theó, sem eiga það þó til að gleyma honum. Þá hefjast sko ævintýri Trymbils!
07:08SímonSímon er hress og skemmtileg kanína sem tekst á við alls kyns áskoranir og lærir af mistökum sínum.
07:13Tillý og vinirTillý býr í gulu húsi með fimm góðum vinum. Krókódíl, svíni, hænu, fíl og kanínu. Þau sýna og sanna að vináttan er það besta í heimi.
07:24Bubbi byggirBubb byggir og félagar leysa vandamál og koma hlutum í verk með bros á vör. Getum við gert þetta? – Hvort við getum.
07:35Lalli IIÖnnur þáttaröð um Lalla, sem færir ykkur allan heiminn þegar hann grípur litina sína. Hann er svo flinkur að teikna hann Lalli!
07:42TölukubbarLærið um tölustafina með Tölukubbunum!
Talan Einn kynnir sig.
07:47Hæ Sámur IVFjórða þáttaröðin um vinalega hundinn Sám og krílin sem vinna sér inn merki á leikskólanum hans.
07:54Blæja IIIÞriðja þáttaröðin um hina vinsælu Blæju og Hælbein fjölskylduna. Daglegt líf fjölskyldunnar gengur sinn vanagang, en hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
08:01ÆvintýrajógaJóga fyrir alla krakka í ævintýraheimi með dýrum og náttúru.
Ævintýrajóga hvetur börn til hreyfingar og að vera meðvituð um líkama sinn og líðan. Það gefur þeim verkfæri sem auðveldar þeim að líða vel í eigin líkama og takast á við daglegt líf. Jógakennari: Þóra Rós Guðbjartsdóttir. Framleiðsla: Erla Hrund Hafsteinsdóttir.
Við kynnumst hundinum, og skoðum saman af hverju hann er svona áhugaverður
08:07Strumparnir IÞættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
08:18Rán og SævarFjörugir þættir um sjóræningjastelpuna Rán og Sævar sem flýgur sinni eigin sjóflugvél.
08:29ElíasÞriðja þáttaröðin um Elías, unga og áhugasama björgunarbátinn. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
08:40Rán - RúnRán er ung og hress stelpa sem styttir sér stundir með ímynduðu vinkonu sinni. En hún Rún virðist raunverulegri en flestir.
08:45Eysteinn og SalómeFallegir teiknimyndaþættir um óvenjulega vináttu bjarnarins Ernests og músarinnar Célestine.
08:57Monsurnar IKári, Villi og Hanna lenda í alls kyns ævintýrum og þurfa að standa saman til að takast á við illmennið Ívar.
09:08Hrúturinn Hreinn VFimmta þáttaröð um hrútinn Hrein. Hreinn leiðir hinar kindurnar í alls kyns vandræði og raskar ró friðsæls dals með uppátækjasemi sinni.
09:15BréfabærMatthildur er 12 ára stelpa sem býr yfir sérstöku leyndarmáli. Á hverjum degi þegar hún vaknar býr hún yfir nýjum ofurkrafti sem hún þarf að læra að stjórna. Aðeins besti vinur hennar veit af þessu og saman lenda þau í alls kyns ævintýrum.
09:26Jasmín & JómbiJasmín og Jómbi eru góðir vinir sem elska tónlist. Saman njóta þau tónanna sem óma um Hljómbæ.
09:33Konráð og BaldurBaldur er undarlegur unglingur sem fær það hlutverk að passa hundinn Konráð. Konráð er hins vegar talandi hundur og miklu gáfaðri en Baldur. Spurningin er þá: Hver passar hvern?
09:46Kata og MummiSkemmtilegir þættir um hugmyndaríku stúlkuna Kötu sem ferðast með fjólubláu kanínunni Mumma til ævintýraheimsins Mummaheims.
09:57Haddi og BibbiMörgæsirnar Haddi og Bibbi haga sínu lífi eftir F-unum þremur. Fjör, fiskur og félagsskapur.
10:00AlheimurinnHeimildarþáttaröð í fimm hlutum frá BBC. Sjónvarps- og vísindamaðurinn góðkunni, Brian Cox, skoðar alheiminn og fjarlægar óravíddir hans allt frá dauðadjúpi svarthola til fjarlægra heima sem gætu hýst líf.
Ótrúleg ferð út í geiminn sýnir stórbrotna sögu Vetrarbrautarinnar sem hefur marga hildi háð við nærliggjandi stjörnuþokur. Ein af afleiðingum slíkra árekstra var tilurð Sólar sem er forsenda lífs á Jörðinni.
11:00Ég og sjálfsmyndin mínDönsk heimildamynd þar sem listakonan Nadia Plesner fjallar um sjálfsmyndir, bæði fyrr og nú, og reynir að komast að því hvers vegna fólk hefur í gegnum tíðina verið jafn upptekið af því að mynda sjálft sig og raun ber vitni.
12:00Eftirsókn eftir vindiÍslensk heimildarmynd um fimm íslenska fjallamenn sem lögðu í ævintýraleiðangur yfir óþekktar lendur Austur-Grænlands í apríl 2017. Markmiðið var að fara 12 til 13 hundruð kílómetra leið á skíðadrekum án utanaðkomandi aðstoðar, frá Scorebysundi suður til Ammassalik-svæðisins, um tvo fjallgarða og hájökul Grænlands. Leiðin hafði aldrei verið farin áður og björgunaraðgerðir yrðu flóknar ef illa færi. Framleiðandi: Sagafilm.
12:50LoftlagsþversögninÞáttaröð um hamfarahlýnun og hlutverk okkar sjálfra í baráttunni við loftslagsbreytingar. Hvers vegna reynist oft erfitt að gera breytingar sem við vitum að eru mikilvægar og jafnvel nauðsynlegar? Hvernig verðum við loftslagssnjallari?
13:00Fréttir (með táknmálstúlkun)Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
13:25Matarsaga ÍslandsNý þáttaröð um mat og matarmenningu Íslendinga allt frá landnámi til dagsins í dag – og jafnvel nokkur skref inn í framtíðina. Gísli og Silla fara með áhorfendur í rannsóknarleiðangur þar sem þau skoða hinar ýmsu mýtur og sturlaðar staðreyndir um mat. Matarsérfræðingar greina matarhefðir, tískur og strauma – allt frá súrmat til skordýrasnakks – og stjörnukokkar fá það verkefni að búa til gómsætar máltíðir úr vinsælu hráefni liðinna tíma. Umsjón: Gísli Einarsson og Sigurlaug Margrét Jónasdóttir. Dagskrárgerð: Konráð Pálmason.
Skyndibitinn fór á flug upp úr 1950, þökk sé ameríska hernum, og niðursoðinn ananas varð ómissandi með nánast öllum mat. Fólk í Náttúrulækningafélaginu var það eina sem gat keypt hvítlauk og innfluningur á grænmeti og ávöxtum var alfarið háður duttlungum Grænmetisverslunar ríkisins – þar til hinar alræmdu finnsku kartöflur skóku þjóðina.
14:05StraumarTónlistar- og skemmtiþættir um strauma og stefnur í tónlist og tíðaranda hérlendis og erlendis á síðastliðnum áratugum Hin og þessi tímabil í popp- og dægurmenningarsögunni í tónum og tali. Umsjón: Björg Magnúsdóttir og Freyr Eyjólfsson. Tónlistarstjórn: Guðmundur Óskar Guðmundsson. Stjórn upptöku: Salóme Þorkelsdóttir.
Í þætti kvöldsins er fjallað um sjöuna, árin 1970-1980.
15:20LandinnÞáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld ætlum við að endurnýta rúlluplast; við hittum 78 ára konu sem liggur lærbrotin á sjúkrahúsinu á Akureyri; fitjum upp á prjóna með vöskum körlum í Hrísey og kíkjum í Borgarnes sem ómar af fallegum söng kvennakórsins Senjórítanna.
15:50Norskir tónarHljómsveit norska ríkisútvarpsins flytur verk eftir Knut Vaage og Haydn. Eivind Aadland stjórnar og Harald Aadland leikur á fiðlu.
Hljómsveit norska ríkisútvarpsins stígur út á götur Oslóar og leyfir gangandi vegfarendum að njóta klassískra tóna.
16:45HnappheldanÞorir þú að ræða allt við maka þinn? Í þessum norsku þáttum spyrja hugrökk pör hvort annað óvæntra spurninga.
17:05Kokkurinn sem breytti lífi okkarHeimildarmynd um ítalska kokkinn sem breytti matarvenjum Breta. Anna Del Conte kom til Englands aðeins 24 ára gömul en með matreiðslubókum sínum opnaði hún augu heimamanna fyrir töfrum ítalskrar matargerðar og breytti matarvenjum þeirra til frambúðar. Leikstjóri: James Nutt. Umsjón: Nigella Lawson.
18:01Stundin okkar-Tökum á loft IILoft hefur tekið jarðormana í sátt og kynnist nú ævintýralegri tilvist þeirra í gegnum sjónaukann sinn og endurspeglar sjálft sig í þeim.
Loft lætur sér leiðast á meðan krakkarnir búa til sína eigin tréhesta og keppa í tréhestabrokki.
18:21Björgunarhundurinn BessíAnne Dorothea á mjög sérstakan besta vin, björgunarhundinn Bessa!
18:28Undraveröld villtu dýrannaDýralífsþættir sem gefa okkur dásamlega innsýn inn í undraveröld villtu dýranna.
18:31Sebastian og villtustu dýr AfríkuVið höfum séð Sebastian Klein vera bitinn, brenndan og stunginn - en nú fer hann til Afríku og kynnist áhugaverðum dýrum.
18:46DýrSamansafn af klippum úr Stundinni okkar þar sem dýrin eru í aðalhlutverki.
Alexander Breim heimsækir systkinin Dag Rafn Ingvason og Maríu Ósk Ingvadóttur sem eiga hundinn Rex. Myndir af Rex og eigendum hans. Rætt við Dag.
18:50LandakortValin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
„Við fáum regluglega útborgað, við hjónin, þegar við heyrum hlátrasköllin, bæði í börnum og fullorðnum. Það eru bestu launin sem er hægt að hugsa sér,“ segir S.Vilborg Arnarsdóttir sem hefur í nær fimmtán ár unnið að uppbyggingu Raggagarðs í Súðavík.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:45LandinnÞáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
20:20Matarsaga ÍslandsNý þáttaröð um mat og matarmenningu Íslendinga allt frá landnámi til dagsins í dag – og jafnvel nokkur skref inn í framtíðina. Gísli og Silla fara með áhorfendur í rannsóknarleiðangur þar sem þau skoða hinar ýmsu mýtur og sturlaðar staðreyndir um mat. Matarsérfræðingar greina matarhefðir, tískur og strauma – allt frá súrmat til skordýrasnakks – og stjörnukokkar fá það verkefni að búa til gómsætar máltíðir úr vinsælu hráefni liðinna tíma. Umsjón: Gísli Einarsson og Sigurlaug Margrét Jónasdóttir. Dagskrárgerð: Konráð Pálmason.
Hver hefur ekki heyrt um hvítvíns- eða ananaskúrinn? Næringarfræðingar fjalla um helstu lífsstílskúra sem skotið hafa upp kollinum og velta fyrir sér hvers vegna fólk er svona heltekið af því að borða sumt en annað ekki. Spekúlantar rifja upp heimilismat sem stenst varla tímans tönn. Fjallað er um mat framtíðarinnar og smakkað á vegansteik, ófisk, grænmetishangikjöti og skordýrasnakki.
21:05JoanBreskir spennuþættir um örvæntingafulla móður sem lifir áhættusömu lífi sem skartgripaþjófur á sama tíma og hún reynir að ná dóttur sinni aftur frá félagsþjónustunni og byggja örugga framtíð fyrir þær báðar. Aðalhlutverk: Sophie Turner, Frank Dillane og Mia Millichamp-Long. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
21:55Lávarðar óreiðunnarDramatísk hrollvekja frá 2018 byggð á sönnum atburðum. Hinn sautján ára gamli Euronymous er staðráðinn í að flýja friðsælan skandinavískan heimabæ sinn til að einbeita sér að því að búa til hinn sanna svartmálm með hljómsveitinni sinni Mayhem. Hljómsveitarmeðlimirnir eru sannfærðir um að þeir séu á barmi tónlistarbyltingar og drifkraftur hópsins verður sífellt myrkari. Kvikmyndin skartar tónlist hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Aðalhlutverk: Rory Culkin, Emory Cohen og Jack Kilmer. Leikstjóri: Jonas Åkerlund. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
23:50NáttúruáhrifEnsk/frönsk heimildarmynd. Hve víðtæk eru heilnæm áhrif náttúrunnar á mannfólkið? Hópur vísindamanna hefur safnað gögnum sem þeir telja sýna fram á að útivera í náttúrulegu umhverfi hafi margvísleg jákvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu, ekki síst ónæmiskerfið. Leikstjórar: Bruno Guerrini og Pascale d'Erm.