RÚV07:01Fílsi og vélarnar IFjólublái fíllinn Fílsi lærir ýmislegt um allskonar mismunandi vélar.
07:07Veistu hvað ég elska þig mikið?Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
07:18Hinrik HittirHinrik hittir einhvern nýjan á hverjum degi og lendir í ótrúlegustu uppákomum.
07:23Tikk TakkVandaðir þættir þar sem hugur og skynjun barna eru örvuð á sjónrænan hátt án orða.
07:28Molang IVVinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
07:33Hæ Sámur IIIÞriðja þáttaröðin um vinalega hundinn Sám og krílin sem vinna sér inn merki á leikskólanum hans.
07:40ÓlivíaÓlivía er sniðug svínastelpa sem tæklar hversdaginn með frumlegum leiðum. Hún dettur gjarnan í dagdrauma og hefur að auki sett sér ýmsar sniðugar lífsreglur.
07:50Kúlugúbbarnir IVKrúttlegir teiknimyndaþættir um litla hafbúa sem eru saman í bekk og elska að syngja og dansa. Kennarinn þeirra er hress gullfiskur sem kennir þeim ýmislegt um lífið og tilveruna.
08:14Skrímslasjúkir snillingarÞegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?
08:25FjölskyldufárGamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi er hræddur um að börnin hans muni elska vélmenna-barnfóstruna meira en sig. Hann verður að stoppa vélmennið áður en það gerist.
08:32ElíasElías er ungur og áhugasamur björgunarbátur. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
08:43TöfratúTöfratú er fantasíuland dásamlegra álfa og hafmeyja þar sem raunveruleg viðfangsefni á borð við systkinaerjur, sanngirni og sjálfstraust eru könnuð nánar.
08:54Karla og RegnbogaskólinnKarla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
09:01Hrúturinn Hreinn IVHrúturinn Hreinn og félagar hans á bóndabænum lenda í mörgum skemmtilegum ævintýrum.
09:08Lóa!Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.
09:21Örvar og RebekkaRebekka er ung stúlka sem er að læra á lífið, skólann og tilveruna. Örvar er græn veira sem lenti hjá mannfólkinu. Saman eru þau ótrúlegt teymi.
09:33Kata og MummiSkemmtilegir þættir um hugmyndaríku stúlkuna Kötu sem ferðast með fjólubláu kanínunni Mumma til ævintýraheimsins Mummaheims.
09:45Stundin okkar - Tökum á loft ILoft hefur svifið um loftin blá frá örófi alda án þess að lenda nokkurn tímann á jörðu. Það kynnist ævintýralegri tilvist mannsbarna í gegnum sjónaukann sinn og endurspeglar sjálft sig í þeim.
Loft reynir að laga loftfarið sitt án árangurs. Sjón fylgist spennt með krökkunum keppa í Fánaráni og Áróra tekur til í náttúrunni og heimsækir Sorpu.
10:05Þú ert hérSumir staðir skipta okkur meira máli en aðrir. Gísli Marteinn Baldursson á stefnumót við viðmælendur á stöðum sem hafa haft afgerandi og mótandi áhrif á líf þeirra. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson.
Gísli Marteinn Baldvinsson ræðir við Þórarinn Eldjárn sem leiðir áhorfendur á staðinn sem hafði mótandi áhrif á hann.
10:30HM í frjálsíþróttum innanhússÚtsendingar frá HM í frjálsíþróttum innanhúss.
13:00Bikarúrslit kvenna í körfuboltaLeikir í bikarkeppninni í körfubolta.
Leikur Njarðvíkur og Grindavíkur í úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta.
16:00Bikarúrslit karla í körfuboltaLeikir í bikarkeppninni í körfubolta.
Leikur KR og Vals í úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta.
18:45LandakortValin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
„Íslenski torfbærinn eins og hann þróaðist hefur algjöra sérstöðu í heiminum. Hann er ekki bara minjaarfur fyrir Ísland hann er líka arfur fyrir allan heiminn,“ segir Sigríður Sigurðardóttir, kennari við ferðamáladeild Háskólans á Hólum sem vinnur nú að rannsókn á viðhorfum landsmanna og ferðamanna til torfhúsa á Íslandi.
18:52LottóLottó-útdráttur vikunnar.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:45HestasagaBandarísk fjölskyldumynd frá 2016 um stúlkuna Monicu sem á í einstöku sambandi við hestinn sinn. Hann er ólíkur öðrum hestum að því leyti að hann getur talað við hana og saman hjálpast þau að við að láta drauma sína rætast. Leikstjóri: John Rogers. Aðalhlutverk: Sarah Lieving, Aaron Johnson Araza og Jesse Bell.
21:20Feður og mæðurDönsk gamanmynd frá 2022 í leikstjórn Papriku Steen. Þegar dóttir Piv og Ulriks byrjar í nýjum skóla kynnast hjónin stigveldi, samkeppni og græsku hinna foreldranna, sérstaklega þegar kemur að vinsælu skólaferðalagi. Aðalhlutverk: Amanda Collin, Nikolaj Lie Kaas og Lisa Loven Kongsli.
23:00Barnaby ræður gátunaBresk sakamálamynd byggð á sögu eftir Caroline Graham þar sem Barnaby lögreglufulltrúi glímir við morðgátur í ensku þorpi. Meðal leikenda eru Neil Dudgeon og Nick Hendrix. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.