Stöð 208:00HeimsóknSindri Sindrason heimsækir sannkallaða fagurkera sem opna heimili sín fyrir áhorfendum. Heimilin eru jafn ólík og þau eru mörg en eiga það þó eitt sameiginlegt að vera sett saman af alúð og smekklegheitum. Sindri hefur líka einstakt lag á að ná fram það besta í viðmælendum sínum.
08:20The O.C.Orange-sýsla í Kaliforníu virðist vera friðsæl paradís þar sem lífið leikur við bæjarbúa. Þegar við kynnumst þeim betur koma hins vegar leyndarmálin í ljós. Með aðalhlutverk fara Rachel Bilson, Mischa Barton, Adam Brody, Benjamin McKenzie og Peter Gallagher.
09:00Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
09:20NCISStórgóðir og léttir spennuþættir sem fjalla um Leroy Jethro Gibbs of félaga hans í rannsóknardeild bandaríska sjóhersins sem glíma við flókin og hættuleg verkefni
10:05Nettir kettirStórskemmtilegur spurningaáttur um popptónlist þar sem íslenskt tónlistarfólk spreytir sig á allskonar spurningum um allt milli himins og jarðar úr tónlistarheiminum. Þáttastjórnandi er Hreimur Heimisson.
10:50Masterchef USAStórskemmtilegur matreiðsluþáttur með Gordon Ramsey í forgrunni ásamt þeim Aarón Sanchez og hinum eina sanna Joe Bastianich. Af gaumgæfni velja nú dómararnir 20 manna hóp sem mun keppa innbyrðis í ýmsum þrautum sem eru lagðar fram í eldamennskunni. Eins og áður reynir á hugmyndaflug, úrræði og færni þátttakenda. Að lokum er það svo einn sem stendur uppi sem Meistarakokkurinn.
11:30Um land alltKristján Már Unnarsson heilsar upp á Vestmannaeyinga í Grindavík sem standa frammi fyrir þeirri tilhugsun að þurfa kannski að flýja eldgos í annað sinn í ævinni. Sýndar verða áður óbirtar myndir frá eldgosinu á Heimaey árið 1973, sem Ingvar Friðleifsson jarðfræðingur tók á fyrstu dögum jarðeldanna.
12:10Einfalt með EvuNýir matreiðsluþættir úr smiðju Evu Laufeyjar og nú leggur hún áherslu á einfaldan og hollan mat sem hentar nútíma fjölskyldum þar sem ekki gefst alltaf mikill tími til eldamennsku. Lögð er áhersla á gott hráefni fyrst og fremst og leiðir til þess að elda bragðgóðan mat sem nærir líkama og sál á skömmum tíma.
12:35NágrannarFylgjumst nú með lífinu í Ramsey-götu en þar þurfa íbúar að takast á við ýmis stór mál eins og ástina, nágranna- og fjölskylduerjur, unglingaveikina, gráa fiðringinn og mörg mörg fleiri.
12:55The Greatest DancerDans- og skemmtiþáttur þar sem gleði, glamúr og taumlaus hamingja ráða ríkjum. Í hverjum þætti sjáum við stórkostleg dansatriði af öllum gerðum frá ólíkum dönsurum á öllum aldri. Það er til mikils að vinna, dansararnir keppast um hylli áhorfenda sem hafa örlög þeirra í hendi sér en í lok þáttaraðar er besti dansarinn krýndur. Kynnar eru stórstjörnurnar Alesha Dixon og Jordan Banjo og dansleiðbeinendur eru meðal annars söngkonan Cheryl og Matthew Morrison sem áhorfendum þekkja úr þáttunum Glee.
15:00B PositiveMeinfyndnir þættir um Drew sem er nýfráskilinn og í leit að nýrnagjafa. Hann er við það að gefa upp alla von þegar hann rekst á gamlan og óútreiknanlegan skólafélaga, Ginu, sem bíður honum sitt nýra. Þessi vegferð býr til ótrúlegt samband þeirra á milli og breytir lífi þeirra beggja.
15:20First DatesFred og félagar halda áfram að hjálpa fólki að finna ástina og við fáum að fylgjast með hvernig nokkrum pörum vegnar á fyrsta stefnumótinu.
16:05Rax AugnablikLjósmyndarinn Ragnar Axelsson segir sögurnar á bak við myndirnar sem hann tók, fólkið sem hann hitti og allar ævintýralegu aðstæðurnar sem hann hefur lent í. Rax Augnablik vann til Edduverðlauna í flokknum Menningarþáttur ársins 2021.
16:15Hell's KitchenÍ þessari sautjándu þáttarröð er í fyrsta skipti keppni á milli einstaklinga sem áður hafa keppt í Hell's Kitchen og er því um sannkallað stjörnustríð að ræða. Verðlaunin eru einnig alls ekkert slor en sigurvegrinn fær stöðu yfirkokks á fyrsta Gordon Ramsey Hell´s Kitchen veitingastaðum sem verður staðsettur í Caesars Palace í Las Vegas.
17:00Masterchef USAStórskemmtilegur matreiðsluþáttur með Gordon Ramsey í forgrunni ásamt þeim Aarón Sanchez og Joe Bastianich en auk þeirra munu hinar ýmsu goðsagnir úr matreiðsluheiminum aðstoða þá við að dæma þátttakendur. Af gaumgæfni velja dómararnir nú aðeins 15 manna hóp sem mun keppa innbyrðis í ýmsum þrautum sem eru lagðar fram í eldamennskunni. Eins og áður reynir á hugmyndaflug, úrræði og færni þátttakenda. Að lokum er það svo einn sem stendur uppi sem Meistarakokkurinn.
17:40Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
18:00NágrannarFylgjumst nú með lífinu í Ramsey-götu en þar þurfa íbúar að takast á við ýmis stór mál eins og ástina, nágranna- og fjölskylduerjur, unglingaveikina, gráa fiðringinn og mörg mörg fleiri.
18:30Fréttir Stöðvar 2Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flytur fréttir í beinni útsendingu á hverjum degi.
18:50SportpakkinnÍþróttafréttamenn fara yfir það helsta úr heimi íþróttanna.
18:55KompásLyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Þúsundir Íslendinga nota hið alræmda verkjalyf oxykontín, marfalt fleiri en fyrir áratug. Í Kompás er hröð þróun hins nýja ópíóðafaraldurs skoðuð og hrikalegar afleiðingar sem neyslan hefur á líf fólks.
19:20SpegilmyndinÞriðji þáttur Spegilmyndarinnar snýr að heilsu og hreyfingu. Við ræðum við ýmsa þjálfara, markþjálfa og sjúkraþjálfara. Við skoðum mismunandi möguleika á hreyfingu fyrir nútímakonuna, hvort sem það er fjarþjálfun, útivist eða heimafitness. Við ræðum við jógakennara um milkilvægi þess að gefa sér tíma til að huga að önduninni og virkja lífsorkuna í hröðum heimi.
19:40The Great British Bake OffStórskemmtilegir matreiðsluþættir og einir vinsælustu þættir Bretlands. 12 áhugabakarar keppast með færni sinni og útsjónarsemi um að heilla ofur smámunasama dómara. Að lokum stendur einn uppi sem sigurvegari og titilinn áhugabakari ársins.
20:40Grand DesignsGlæsilegir og frábærir þættir þar sem fylgst er með stórkostlegum endurbótum á heimilum. Oftar en ekki er einblýnt á nútímahönnun, orkunýtni, hvernig á að hámarka nýtingu á plássi og útsýni.
21:30The Righteous GemstonesÖnnur þáttaröð þessara geggjuðu þátta úr smiðju HBO með Danny McBride, John Goodman og Adam Devine í aðalhlutverkum. Þættirnir fjalla um heimsfræga sjónvarpsprédikarafjölskyldu sem á velgengni sína að þakka fylgjendum sem dýrka hana á dá. En á bak við fullkomið yfirbragð fjölskyldunnar leynist græðgi og ósvífni sem á sér enga líka.
22:00TempleHversu langt erum við tilbúin að ganga fyrir ástvin okkar? Önnur þáttaröð þessara spennandi bresku þátta sem byggðir eru á norskri fyrirmynd um skurðlækninn Daniel Milton sem leggur upp í örvæntingafulla vegferð til að reyna bjarga eiginkonu sinni sem liggur fyrir dauðanum.
22:45EuphoriaÖnnur þáttaröð þessara mögnuðu þátta frá HBO með söng- og leikkonunni Zendaya í hlutverki Rue Bennet sem reynir að fóta sig í lífsins ólgusjó. Menntaskólalífið er þrautaganga og Rue og vinir hennar þurfa að takast á við áskoranir á borð við eiturlyf og eigin kynhneigð og sjálfsmynd í veruleika þar sem samskiptamiðlar spila stórt hlutverk.
23:4060 MinutesVandaður þáttur í virtustu og vinsælustu fréttaskýringaþáttaröð í heimi þar sem reyndustu fréttaskýrendur Bandaríkjanna fjalla um mikilvægustu málefni líðandi stundar og taka einstök viðtöl við heimsþekkt fólk.
00:25S.W.A.T.Fimmta þáttaröð þessara hörkuspennandi þátta sem fjalla um liðsforingjann Daniel Harrelson sem er í sérsveit lögreglunnar í Los Angeles. Daniel og félagar vinna við að vernda hverfið sem hann ólst upp í en það skapar oft togstreitu milli hans og gömlu vinanna því laganna verðir eru ekki alltaf velkomnir.
01:05Magnum P.I.Fjórða þáttaröð þessa skemmtilegu framhaldsþátta sem byggðir eru á samnefndum leynilögguþáttunum sem slógu rækilega í gegn á níunda áratugnum. Thomas Magnum er fyrrum sérsveitarmaður í bandaríska sjóhernum en hefur sérhæft sig í öryggisgæslu og vinnur nú sem einkaspæjari á Hawaii. Þar lifir hann hinu ljúfa lífi ásamt góðum félögum sem aðstoða hann gjarnan í rannsókn hinna ýmsu mála. Oftar en ekki kemur hann sér þó í klandur og þarf að taka á honum stóra sínum til að komast úr erfiðum aðstæðum. Með aðalhlutverk fer hjartaknúsarinn Jay Hernandez.
01:50Legends of TomorrowSjötta þáttaröð þessara frábæru þátta frá Warner úr smiðju DC Comics sem fjalla um tímaflakkarann Rip Hunter sem er beðinn um að safna saman ólíkum hópi ofurhuga og skúrka sem í sameiningu og með ólíkum kröftum og hæfileikum á að reyna koma í veg fyrir endalok heimsins eins og við þekkjum hann.
02:30The O.C.Orange-sýsla í Kaliforníu virðist vera friðsæl paradís þar sem lífið leikur við bæjarbúa. Þegar við kynnumst þeim betur koma hins vegar leyndarmálin í ljós. Með aðalhlutverk fara Rachel Bilson, Mischa Barton, Adam Brody, Benjamin McKenzie og Peter Gallagher.
03:10NCISStórgóðir og léttir spennuþættir sem fjalla um Leroy Jethro Gibbs of félaga hans í rannsóknardeild bandaríska sjóhersins sem glíma við flókin og hættuleg verkefni