Stöð 2 08:00HeimsóknSindri Sindrason snýr aftur og lítur inn hjá íslenskum fagurkerum, bæði heima og erlendis.
08:15Grand Designs: AustraliaAthyglisverðir þættir þar sem fylgst er með dirfskufullum einstaklingum er þeir hanna og byggja draumaheimilið sitt.
09:05Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
09:30The Good DoctorSjötta þáttaröð þessara vönduðu og dramatísku þátta með Freddie Highmore í aðalhlutverki og fjallar um ungan skurðlækni sem er bæði einhverfur og með Savant heilkenni.
10:15Paul T. GoldmanHeimur Paul T. Goldmans umturnast þegar hann kemst að því að konan hans hefur lifað tvöföldu lífi. Í viðleitni sinni til að komast að sannleikanum opnast lygavefur svika, blekkinga og glæpahneigðar sem umbreyta honum (að eigin sögn) úr veimiltítu í vígamann.
10:50Um land alltKristján Már Unnarsson heimsækir útgerðarstöðina Snæfellsbæ á vetrarvertíð. Þar er fjölbreyttur sjávarútvegur í mörgum fjölskyldufyrirtækjum og tekjur íbúanna með því hæsta á landinu. Kona stýrir einu stærsta fiskvinnslufyrirtækinu og önnur er aflakló á strandveiðunum. Matreiðslumenn hafa uppgötvað íslenska fiskinn sem gæðahráefni í matargerð.
11:20Masterchef USAÍ þessari tólftu þáttaröð eru mættir til leiks vinsælir keppendur úr fyrri þáttaröðum sem þurftu að horfa á eftir bikarnum til andstæðinga sinna en fá nú annað tækifæri til að sanna sig. Það verður því barist til síðasta blóð- (og svita) dropa í hörðustu keppninni hingað til.
12:00Elizabeth: A Portrait in PartHeimildarmynd frá 2022 um líf Elísabetar Englandsdrottningar, sem sýnir hana á annan og persónulegri hátt en við vorum vön að sjá hana. Elísabet er sá þjóðhöfðingi Bretlands sem ríkt hefur lengst allra og er sömuleiðis sá kvenkyns leiðtogi sem setið hefur lengst í embætti í sögunni.
13:25LögreglanVandaðir þættir í umsjá Ágeirs Erlendssonar þar sem fjallað verður um nokkrar deildir lögreglunnar og þeim fylgt eftir yfir nokkurra vikna skeið. Eftirminnileg sakamál eru rifjuð upp og fylgst verður með störfum tæknideildar, dagvaktar, næturvaktar, sérsveitar og almannavarnardeildar svo eitthvað sé nefnt. Farið verður í útköll með lögreglunni og reynt verður að kynnast íslenskum raunveruleika eins og hann blasir við lögreglumönnum landsins.
13:45Top 20 FunniestSprenghlægilegir þættir fyrir alla fjölskylduna með skrítnustu, fyndustu og neyðarlegustu myndbandsupptökurnar sem gerðar hafa verið.
14:25Suður-ameríski draumurinnFjórði og mest spennandi "Draumurinn" hingað til. Skemmtilegir þættir þar sem tvö lið þeysast um Suður-Ameríku í kapplaupi við tímann og freista þess að safna stigum með því að leysa ævintýralegar og afar fjölbreyttar þrautir. Liðin eru mönnuð snillingunum Audda, Steinda, Sveppa og Pétri Jóhanni.
15:00AðalpersónurLóa reynir að gerast áskrifandi að Only fans, heimsækir Klöru Sif klám framleiðanda og Jóhann neytanda og skyggnist á bakvið skjáinn.
15:25HindurvitniMagnaðir þættir þar sem við fáum að kynnast þekktum þjóðsögum víðsvegar um landið. Bera saman ólíkar heimildir, skriflegar og munnlegar, og setja þær í leikrænan búning. Þættirnir eru í umsjá Þorvaldar Davíðs Kristjánssonar.
15:50Dagbók UrriðaÓlafur Tómas Guðbjartsson býður áhorfendum í ferðalag um landið okkar og töfraheim silungsveiði á flugu. Heimsótt eru fjölmörg veiðisvæði og snert á grunnatriðum veiðinnar sem og flóknari pælingum um klak skordýra og fleiri þáttum í veiðinni.
16:15Scared of the DarkDanny Dyer er umsjónarmaður í þessari óvenjulegu keppni, þar sem átta stjörnur þurfa að vera í átta daga í algjöru myrkri. Þau eiga að leysa af hendi hin ýmsu verkefni þar sem þau geta unnið sér inn, eða tapað, hlutum sem aðstoða þau við að komast í gegn um svartnættið.
17:05HeimsóknSindri Sindrason snýr aftur og lítur inn hjá íslenskum fagurkerum, bæði heima og erlendis.
17:20GlaumbærÍ hverjum þætti verður tekið fyrir eitt fyrirfram ákveðið íslenskt orð og hljómsveitin djammar í kringum það.
Orðið sem verður fyrir valinu mun tengjast lögunum sem leikin verða í þættinum með beinum eða óbeinum hætti þ.e. finna tengingar orðsins við tíðaranda mismunandi áratuga í tónlist, merkingu þess, hvernig það hafði áhrif á lagasmíðar og hvernig orðið t.d. dúkkar upp í þekktum erlendum og íslenskum dægurlögum, tísku, æði unglinga og svo mætti lengi telja.
18:00Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
18:30Fréttir Stöðvar 2Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flytur fréttir í beinni útsendingu á hverjum degi.
18:50SportpakkinnÍþróttafréttamenn fara yfir það helsta úr heimi íþróttanna.
19:00Britain's Got TalentStærsta hæfileikakeppni heims og skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna. Dómarar eru þau Simon Cowell, leikkonan Amanda Holden, söngkonan Alesha Dixon og atvinnudansarinn og Strictly Come Dancing dómarinn Bruno Tonioli. Kynnar eru skemmtikraftarnir Ant og Dec og fara á kostum eins og þeim einum er lagið.
20:051 stjarnaSteindi Jr og Dóri Dna ferðast um heiminn og kynnast öllu því slappasta, hallærislegasta og skrýtnasta sem hann hefur upp á að bjóða.
20:40The BlackeningSjö vinir fara í helgarferð og enda á að lokast inni í kofa með morðingja sem hefur harma að hefna. Mun innsæi þeirra og þekking á hrollvekjum hjálpa þeim að lifa þetta af? Líklega ekki.
22:15The Hating GameLucy, sem reynir að ná frama í vinnu án þess að gefa of mikinn afslátt af siðferðislegum hlutum, tekur þátt í miskunnarlausri valdabaráttu við ískaldan en harðduglegan erkióvin sinn Joshua. Átökin verða flóknari þegar hún byrjar að laðast að Joshua.
23:55Panic RoomEftir að Meg Altman skilur við eiginmanninn flytur hún ásamt dóttur sinni Sarah í gamaldags hús með einni mjög nútímalegri viðbót: Neyðarherbergi sem er ógjörningur að brjótast inn í, hannað til að veita skjól ef brotist er inn í húsið. Fyrstu nóttina í húsinu brjótast þrír þjófar inn í húsið og Meg og Sarah fara beint í neyðarherbergið. En hinir óboðnu gestir eru að leita að einhverju sem er inni í herberginu.
01:45The Good DoctorSjötta þáttaröð þessara vönduðu og dramatísku þátta með Freddie Highmore í aðalhlutverki og fjallar um ungan skurðlækni sem er bæði einhverfur og með Savant heilkenni.
02:25Scared of the DarkDanny Dyer er umsjónarmaður í þessari óvenjulegu keppni, þar sem átta stjörnur þurfa að vera í átta daga í algjöru myrkri. Þau eiga að leysa af hendi hin ýmsu verkefni þar sem þau geta unnið sér inn, eða tapað, hlutum sem aðstoða þau við að komast í gegn um svartnættið.
03:10Top 20 FunniestSprenghlægilegir þættir fyrir alla fjölskylduna með skrítnustu, fyndustu og neyðarlegustu myndbandsupptökurnar sem gerðar hafa verið.