Stöð 208:00Um land alltKristján Már Unnarsson leggur land undir fót og heimsækir áhugavert fólk.
08:15Mig langar að vitaSkemmtilegir þættir með Magnúsi Hlyn þar sem hann ferðast um landið í leit að svörum um hin ýmsu málefni og spurningum sem brenna á honum sjálfum og við fáum að fljóta með. Hann hittir hresst og áhugavert fólk og fer með okkur á merkilega staði.
08:30DraumaheimiliðÍ þessum þætti í þriðju þáttaröð af Draumaheimilinu ætlum við að fá að fylgjast með þeim Helgu Lóu og Valgerði í fasteignaleit. Þær vilja halda sig innan Kópavogs og dreymir um góðan garð og helst með heitum potti. Snillingarnir á Pálsson fasteignasölunni þau Palli og Helen ætla aðstoða þær við að finna Draumaheimilið. Simmi smiður sýnir einnig Hugrúnu hvað ber að varast þegar kemur að fasteignaleit.
09:05Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
09:25Grand Designs: The StreetFrábærir þættir fyrir alla sem hafa áhuga á endurbótum, arkitektúr og hönnun. Kevin McCloud fylgist hér með húsnæðisverkefnum sem byggð eru frá grunni í nýrri götu. Hér fylgjumst við með fólki byggja draumahúsin sín með það að leiðarljósi að hafa gera það á ýmist á hagkvæman, óvenjulegan eða framsækinn hátt.
10:15KvissTvö firnasterk lið mætast í spennandi keppni þar sem sæti í úrslitum er í húfi.
11:05Lóa Pind: SnappararSkemmtileg þáttaröð úr smiðju Lóu Pind, þar sem hún gægist inn í heim sem er hulinn mörgum Íslendingum, heim sem er fullur af Snapchat stjörnum sem geta varla skotist í Kringluna fyrir aðdáendum sem vilja eiginhandaráritanir eða selfís. Við kynnumst alls konar snöppurum; Manúelu Ósk sem finnst auglýsingamennskan á Snapchat óhófleg, menntaskólapiltinum Binna Glee sem þúsundir fylgjast með daglega, guðfræðinemanum Ernu Kristínu sem kallar sig Ernuland og ætlar að verða prestur og hefur fullar tekjur af því að snappa, Thelmu sjúkraliða sem snappaði sig í gegnum sorgina eftir sjálfsvíg kærasta síns, Hrefnu Líf sem byrjaði að snappa í maníu, Evu Ruzu sem segist vera athyglissjúkasta dýrið á jörðinni, Sigrúnu Sigurpáls sem landinn elskar að horfa á þrífa og Binna Löve sem finnst ekkert að því að koma nakinn fram, í snappi.
11:35VitsmunaverurÍ þáttunum kynnumst við sex einstaklingum sem hafa um árabil unnið að því að finna innri ró og jafnvægi sem og að aðstoðað aðra við það. Andleg vinna er margþætt en hér heyrum við sögur þessara einstaklinga og hvað það hefur gert fyrir þau að byrja að feta andlegu brautina.??
12:10Parental GuidanceAlly Langdon og ástralski uppeldisfræðingurinn Dr. Justin Coulson taka hér höndum saman með tíu settum af ólíkum foreldrum og ætla að láta reyna á aðferðir þeirra við að ala börnin upp.
13:00Besti vinur mannsinsÖnnur þáttaröð þessara frábæra þátta þar sem við höldum áfram að kynnast þeim hundategundum sem til eru á landinu, heyrum um uppruna þeirra og eiginleikum. Fylgjumst með þeim hundum í þeim aðstæðum sem þeir eru ræktaðir til og sjáum einnig hunda sem eru okkur manninum til gagns og gamans. Þáttastjórnandi er Daníel Örn Hinriksson.
13:25BaklandiðÞegar fyrstu viðbragðsaðilar mæta á alvarlegan slysavettvang, er oft mikil þögn. Þrátt fyrir gríðarleg læti og mikla óreiðu ríkir samt þrúgandi þögn.
13:50Öll þessi árEdda Andrésdóttir og Páll Magnússon fá til sín gesti sem tengdust atburðum eða fréttum valinna ára og kryfja málin í léttri sex þátta fréttatengdri mannlífs- og skemmtiþáttaröð!
14:40Augnablik í lífi - Ragnar AxelssonRagnar Axelsson ljósmyndari segir sögurnar á bak við magnaðar myndir sínar.
15:10The Truth About the Skinny JabHeimildarmynd þar sem Anna Richardson rannsakar nýjustu megrunarlyfin, sem má sjá auglýst út um allt á samfélagsmiðlum. Hún talar við lækna og notendur lyfjanna, útskýrir afhverju þau virka og fer yfir algengustu afleiðingar þeirra.
15:55DraumaheimiliðÍ þessum þætti kynnumst við þeim Daða og Ólöfu sem keyptu sína fyrstu eign í Njarðvík til að koma sér inná fasteignamarkaðinn en vilja nú flytja nær höfuðborgarsvæðinu, nánar tiltekið í Hafnarfjörðinn. Þau fengu Heru Björk hjá RE/MAX til að aðstoða sig við leitina sem fann þrjár mismunandi eignir í firðinum góða. Við fáum líka góð ráð frá stelpunum í Íslandsbanka þegar kemur að fasteignakaupum.
16:25KvissÞriðja þáttaröð spurningaþáttanna Kviss í umsjón Björns Braga Arnarssonar þar sem þekktir Íslendingar mætast fyrir hönd íþróttaliðanna sem þeir styðja.
17:15Kvöldstund með Eyþóri IngaEyþór Ingi er hér í banastuði ásamt einvalaliði tónlistarfólks. Það er alltaf stutt í grínið hjá okkar manni og fyrir vikið eru þessi þættir ekki aðeins stútfullir af frábærri tónlist heldur líka skemmtun sem svíkur hvorki áhorfendur í sal né þá sem heima sitja.
18:00Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
18:30Fréttir Stöðvar 2Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flytur fréttir í beinni útsendingu á hverjum degi.
18:50SportpakkinnÍþróttafréttamenn fara yfir það helsta úr heimi íþróttanna.
19:00AlheimsdraumurinnÍ Alheimsdraumnum fylgjumst við með ævintýralegu ferðalagi Audda, Steinda, Sveppa og Péturs Jóhanns. Í þessari seríu er allur heimurinn undir.
19:35America's Got TalentAmeríkanar sýna hvað þeir geta hér í stærstu hæfileikakeppni heims. Keppendur eru af öllum stærðum og gerðum og hæfileikarnir jafn misjafnir og keppendur eru margir. Dómararnir eru þau Simon Cowell, Sofía Vergara, Heidi Clum og Howie Mandel. Kynnir þáttanna er Terry Crews.
21:00America's Got TalentAmeríkanar sýna hvað þeir geta hér í stærstu hæfileikakeppni heims. Keppendur eru af öllum stærðum og gerðum og hæfileikarnir jafn misjafnir og keppendur eru margir. Dómararnir eru þau Simon Cowell, Sofía Vergara, Heidi Clum og Howie Mandel. Kynnir þáttanna er Terry Crews.
21:45The Unbearable Weight of Massive TalentSkítblanki stórleikarinn Nicolas Cage, sem leikur hér sjálfan sig, samþykkir að koma fram gegn greiðslu einnar milljónar Bandaríkjadala í afmælisveislu milljarðamæringsins Javi Gutierrez á Mallorca, en Gutierrez er mikill aðdáandi leikarans. Þeir Cage og Gutierrez ná vel saman í veislunni en hlutirnir taka óvænta stefnu þegar Cage er ráðinn til að verða uppljóstrari fyrir leyniþjónustuna CIA til að fletta ofanaf Gutierrez, sem reynist vera forhertur glæpamaður.
23:30Prisoners of the GhostlandHinn eini sanni Nicolas Cage fer með aðalhlutverk í spennandi og hrollvekjandi mynd, Myndin gerist í hinni víðsjárverðu borg Samurai Town þar sem alræmdum bankaræninga er boðið frelsi í staðinn fyrir að finna barnabarn auðugs stríðsherra sem hvarf á dularfullan hátt.
01:05BeetlejuiceHin sígilda kvikmynd Beetlejuice, er gamansöm draugasaga og fjallar um ung hjón sem lenda í bílslysi og deyja. Þau snúa síðan aftur sem draugar og fara heim til sín. Þar þurfa þau að takast á við óþolandi lifendur og ráða því hinn illkvitna Beetlejuice sem á að hræða þau á brott. Það hefur hins vegar alveg öfug áhrif.
02:35Kvöldstund með Eyþóri IngaEyþór Ingi er hér í banastuði ásamt einvalaliði tónlistarfólks. Það er alltaf stutt í grínið hjá okkar manni og fyrir vikið eru þessi þættir ekki aðeins stútfullir af frábærri tónlist heldur líka skemmtun sem svíkur hvorki áhorfendur í sal né þá sem heima sitja.