RÚV13:00Fréttir með táknmálstúlkun 13:25HeimaleikfimiGóð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni. e.
13:35KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. e.
14:00Útsvar 2016-2017(Fjarðabyggð - Reykjavík)Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundar: Vera Illugadóttir, Ævar Örn Jósepsson og Sigyn Blöndal. Dómari: Ævar Örn Jósepsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson. e.
15:05Söngvaskáld(Pétur Ben)Þættir frá 2007 þar sem íslenskir lagasmiðir flytja nokkur verka sinna í sjónvarpssal. Umsjón og dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson. e.
15:55Okkar á milliSigurlaug Margrét Jónasdóttir fær til sín góða gesti úr öllum áttum og ræðir við þá undir fjögur augu. Gestirnir eiga það sameiginlegt að hafa áhugaverða sögu að segja. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson. e.
16:20Út og suðurMyndskreyttur spjallþáttur frá 2003 þar sem farið er vítt og breitt um landið og brugðið upp svipmyndum af fólki. Umsjón: Gísli Einarsson.
16:508-liða úrslit(HM karla í handbolta)Bein útsending frá leik í 8-liða úrslitum á HM karla í handbolta.
18:35Villtir leikfélagar(Ville videoer)Stuttir, norskir þættir þar sem ýmsar þrautir eru lagðar fyrir villt dýr. e.
18:45Lag dagsins(Brek - Stúlka ein)Íslensk tónlistarmyndbönd alla virka daga fyrir fréttir. e.
18:52VikinglottóVikinglottó-útdráttur vikunnar.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:35KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
20:05Ný veröld - kjarnafjölskylda leggur allt undir(Vores nye verden - en kernefamilie satser alt)Dönsk heimildarþáttaröð um fimm manna fjölskyldu sem flytur í frumskóga Níkaragva. Fjölskyldufaðirinn Glenn býst við að innan fimm ára verði heimshrun og þá verði fólk að geta ræktað eigin mat og séð sér fyrir rafmagni og vatni. Hann vill að börnin þrjú læri að takast á við lífið á nýjum forsendum en þau eiga erfitt með að yfirgefa öruggan hversdagsleikann heima í Danmörku.
21:00Kafbáturinn(Das Boot II)Önnur þáttaröð þýsku spennuþáttanna um kafbátaáhöfn þýska hersins í seinni heimsstyrjöldinni. Áhöfnin þarf að takast á við innilokunarkennd og þrúgandi aðstæður neðansjávar þar sem hættur leynast víða og njósnarar eru við hvert fótmál. Aðalhlutverk: Vicky Krieps, Tom Wlaschiha og Lizzy Caplan. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
22:20Einstein og Hawking - Könnuðir alheimsins - Seinni hluti(Einstein and Hawking - Masters of Our Universe)Heimildarmynd í tveimur hlutum um vísindamennina Albert Einstein og Stephen Hawking sem almennt eru taldir í hópi helstu hugsuða mannkynssögunnar. Byltingarkenndar hugmyndir þeirra hafa breytt sýn okkar og skilningi á alheiminum.
23:15Parkinson - kraftaverkameðferð? - Fyrri hluti(The Parkinson's Drug Trial: A Miracle Cure?)Heimildarmynd í tveimur hlutum frá BBC. 42 einstaklingar tóku þátt í byltingarkenndri tilraun á lyfinu GDNF sem vonir stóðu til að gæti haldið aftur af parkinsonsveiki. Fylgst er með framvindu tilraunarinnar á sex ára tímabili og árangurinn skoðaður. e.