RÚV13:00Fréttir með táknmálstúlkun 13:25HeimaleikfimiGóð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
13:35KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
13:50Herra BeanSígildir breskar teiknimyndir um ævintýri hins seinheppna herra Bean.
14:00Gettu betur 1992Spurningakeppni framhaldsskólanna frá 1992. Spyrill: Stefán Jón Hafstein. Dómari: Ragnheiður Erla Bjarnadóttir. Stigavörður: Oddný Eir Ævarsdóttir. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
15:00PopppunkturPopppunktur frá árinu 2011. Í þáttunum takast íslenskar hljómsveitir á í æsandi spurningaleik, þar sem gáfur og viska, ásamt snerpu, atgervi og heppni ráða niðurstöðunni - já og tónlistarhæfileikar. Sextán hljómsveitir taka þátt í keppninni að þessu sinni. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson.
16:00StöðvarvíkÞættir frá 1997 þar sem Spaugstofumennirnir Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason skemmta landsmönnum eins og þeim einum er lagið. Stjórn upptöku: Sigurður Snæberg Jónsson. e.
16:25Lífsins lystisemdirFinnlands-sænskir lífsstílsþættir þar sem meðal annars er fjallað um matreiðslu, garðyrkju og föndur. e.
16:55MenningarvikanBrot úr menningarumfjöllun liðinnar viku. Fjallað á snarpan og líflegan hátt um það sem efst er á baugi hverju sinni í menningar- og listalífinu, jafnt með innslögum, fréttaskýringum, gagnrýni, pistlum og umræðu. e.
17:25Hvað getum við gert?Sjálfstætt framhald þáttanna Hvað höfum við gert? Í þessum stuttu, hnitmiðuðu þáttum er fjallað um fjölbreyttar lausnir við loftslagsvandanum. Lausnirnar eru ólíkar, en eiga það allar sameiginlegt að gera lífið á jörðinni enn betra. Umsjón: Sævar Helgi Bragason. Framleiðandi: Sagafilm. e.
17:30Poppkorn 1988Tónlistarþáttur frá 1988 þar sem fjallað er um innlend og erlend dægurlög. Umsjón: Jón Ólafsson, Steingrímur S. Ólafsson, Stefán Hilmarsson og Anna Björk Birgisdóttir. Dagskrárgerð: Ásgrímur Sverrisson.
17:50Bækur og staðirEgill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.
18:01Jasmín & JómbiJasmín og Jómbi eru góðir vinir sem elska tónlist og njóta tónanna sem óma um Hljómbæ.
18:08DrónararKortó, Mýsla og Eik eru ákveðin að sigra Hvalabikarkeppnina, drónaflugkeppni sem leiða á í ljós hver verður arftaki vistfræðisnillingsins Hvals Hvíta.
En Tíkíliðið sækist ekki aðeins eftir sigri; aðeins með því að komast í læri hjá Hval Hvíta fá þau aðgang að nýjustu vistvísindunum og geta forðað því að eyjan þeirra hverfi í hafið.
18:30EðlukrúttinÓlíku eðlukrúttin Bubbi, Gunna og Tobbi eru fjörugir og skemmtilegir vinir sem búa í ævintýraheimi þar sem ekkert er ómögulegt. e.
18:41Hundurinn IbbiIbbi er sjálfsöruggur, forvitinn og hefur ótrúlegan áhuga flest öllu því sem fyrirfinnst í daglegu lífi. Hann er mjög hjálpsamur og hleypur iðulega undir bagga með öllum þeim sem þurfa á aðstoð að halda. e.
18:45Rán - RúnRán er ung og hress stelpa sem styttir sér stundir með ímynduðu vinkonu sinni. En hún Rún virðist raunverulegri en flestir. e.
18:50Lag dagsins úr áttunni 19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:35KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
19:55Norðurheimskautið: Ár á ísnum - Fyrri hlutiBresk heimildarmynd í tveimur hlutum frá 2021. Vaskur hópur 300 vísindamanna eyðir ári við erfiðar aðstæður á Norðurheimskautinu, í leit að mikilvægum upplýsingum sem gætu hjálpað okkur að takast á við loftslagsbreytingar. Leikstjóri: Ashley Morris.
20:45Náttúrulífsmyndir í 60 árFarið er yfir merkilega sögu náttúrulífsmyndateymis breska ríkissjónvarpsins sem starfað hefur í sextíu ár.
20:55Síðbúið sólarlagÖnnur sería gamanþátta frá BBC með John Cleese í einu aðalhlutverkanna. Nágrannarnir Edith og Phil eru komin á eftirlaun og íhuga að hefja saman nýtt líf. Áform þeirra fara í vaskinn þegar Roger, ríflega fimmtugur sonur Edith, skilur við konuna sína og flytur aftur inn til móður sinnar. Helstu leikendur: Alison Steadman, John Cleese, Jason Watkins og Rosie Cavaliero.
21:25Gleymið ekki bílstjóranumBreskir gamanþættir sem gerast eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Líf rútubílstjórans Peters Green flækist töluvert þegar hann gerir óvænta uppgötvun eftir rútuferð yfir Ermasundið.
22:20Bláa línanÖnnur þáttaröðin um daglegt líf og hættulegt starf lögregluþjóna í Malmö og ógnvekjandi andrúmsloftið sem gerir stöðugt erfiðara að aðskilja vinnuna og einkalífið. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
23:20Eldfimt leyndarmálÁstralskir spennuþættir. Meghan er vinsæll áhrifavaldur á samfélagsmiðlum en Agatha vinafár hilluraðari í stórmarkaði. Þær eiga fátt sameiginlegt annað en eitt eldfimt leyndarmál sem gæti steypt allri þeirra tilveru í glötun og að vera báðar komnar á steypirinn. Þegar þær hittast fyrir tilviljun fer af stað atburðarás með ófyrirséðum afleiðingum. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára. e.