RÚV 07:16KúlugúbbarnirKrúttlegir teiknimyndaþættir um litla hafbúa sem eru saman í bekk og elska að syngja og dansa. Kennarinn þeirra er hress gullfiskur sem kennir þeim ýmislegt um lífið og tilveruna. e.
07:39Fílsi og vélarnar - BílaþjappariFjólublái fíllinn Fílsi lærir ýmislegt um allskonar mismunandi vélar.
07:46TölukubbarLærið um tölustafina með Tölukubbunum!
07:51Friðþjófur forvitniFriðþjófur forvitni er forvitinn og yndislegur api sem getur oft á tíðum verið full ævintýragjarn. Fylgjumst með ævintýrum hans og mannsins með gula hattinn eiganda hans.
08:14ÚmísúmíStærðfræðiofurhetjurnar Millý, Geó og Bó hjálpa krökkum að læra um tölur, form og mynstur. e.
08:37ElíasElías er ungur og áhugasamur björgunarbátur. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum. e.
08:48Eysteinn og SalómeFallegir teiknimyndaþættir um óvenjulega vináttu bjarnarins Ernests og músarinnar Célestine. e.
09:01Rán og SævarFjörugir þættir um sjóræningjastelpuna Rán og Sævar sem flýgur sinni eigin sjóflugvél. e.
09:13Strumparnir - Þú ert rekinnGlænýir þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
09:23Hvolpasveitin - Hvolpar bjarga flóttahana! - Hvolpar bjarga kú úr snjó!Glæný sería þar sem Róbert og hvolparnir mæta nýjum áskorunum og sanna enn og aftur að ekkert verkefni er of stórt fyrir litla hvolpa
09:44Zip ZipFjörugir teiknimyndaþættir um ref, tvö villisvín og fugl sem eru orðin þreytt á að lifa villt í náttúrunni og verða sér úti um búninga til að dulbúast sem venjuleg gæludýr. e.
09:56Hvernig varð þetta til?Hvernig ætli sumir hlutir sem við erum mjög vön hafi verið fundnir upp? Stórfurðulegu steinaldarmennirnir sýna okkur sínar misheppnuðu tilraunir. e.
10:00Attenborough: Furðudýr í náttúrunniVandaðir heimildaþættir frá BBC. David Attenborough fer með áhorfandann í ferðalag og sýnir furðuverur í náttúrunni.
10:20Með okkar augumFyrsta þáttaröð Með okkar augum, þar sem fólk með þroskahömlun skoðar málefni líðandi stundar með sínum augum og spyr þeirra spurninga sem því eru hugleiknastar hverju sinni. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir.
10:45ÚtiFerðaþættir þar sem leiðsögumennirnir Brynhildur Ólafsdóttir og Róbert Marshall fara með Íslendinga í margs konar útivistarævintýri í náttúru Íslands. Ýmsir þjóðþekktir einstaklingar fara út fyrir þægindarammann í þáttunum og með fylgja ýmsir fróðleiksmolar og góð ráð um búnað og hegðun úti í náttúrunni. Meðal gesta í þáttunum eru Guðni Th. Jóhannesson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Bjarni Benediktsson, Saga Garðarsdóttir, Helgi Seljan, Andri Snær Magnason og Baltasar Kormákur.
11:15HljómskálinnÞáttaröð um íslenska tónlist í umsjón Sigtryggs Baldurssonar. Honum til halds og trausts eru Guðmundur Kristinn Jónsson og Bragi Valdimar Skúlason. Farið er um víðan völl íslensku tónlistarsenunnar og þekktir tónlistarmenn fengnir til að vinna nýtt efni fyrir þættina.
11:45SilfriðSigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
12:30EyðibýliÞáttaröð um eyðibýli á Íslandi. Þar sem á árum áður voru reisulegir sveitabæir með iðandi mannlífi standa nú húsin tóm. Rætt er um byggingu bæjanna og talað við fólk sem tengist stöðunum á einn eða annan hátt. Farið er í Suðurhús í Suðursveit, Hamra á Mýrum, Múlakot í Fljótshlíð, Öxney á Breiðafirði, Heiði á Langanesi og Vatnshorn í Skorradal. Umsjónamaður er Guðni Kolbeinsson og dagskrárgerð annaðist Björn Emilsson.
13:10Djók í ReykjavíkDóri DNA spjallar við marga af virkustu grínistum landsins og spyr hvort hægt sé að lifa á gríni einu saman. Hver er galdurinn við húmor og þarf maður að æfa sig í fyndni? Gestir Dóra eru meðal annarra Anna Svava, Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Dóra Jóhannsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Saga Garðarsdóttir, Steindi Jr. og Hugleikur Dagsson. Dagskrárgerð: Gaukur Úlfarsson.
13:40Stúdíó ATónlistarþáttur frá 2013. Íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn flytja lög í myndveri RÚV. Í þáttunum stíga á svið frægir jafnt sem minna þekktir flytjendur. Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson og upptöku stjórnar Helgi Jóhannesson.
14:20Ljósmyndari ársinsDanskur heimildarþáttur um samtímaljósmyndun. Daglega myndum við líf okkar og birtum á Instagram, Facebook og Snapchat. Um leið og gefin eru góð ráð til að bæta ljósmyndatæknina er fylgst með fimm efnilegum ljósmyndurum keppast um titilinn Besta ljósmynd ársins.
14:50Sama-systurHeimildarþáttaröð í fjórum hlutum um samísku systurnar Maxida och Mimie Märak en báðar eru þær virkar í sænsku rappsenunni og berjast jafnframt ötulega fyrir réttindum Sama.
15:20SvikabrögðÞáttaröð sem segir frá því hvernig venjulegt fólk getur orðið svikahröppum að bráð. Hvaða eiginleika hafa svikahrappar sem gera það að verkum að gagnrýnin hugsun verður að engu og þeir ná að svindla á okkur?
15:50Betri svefnBresk heimildarmynd í tveimur hlutum um svefn. Hvers vegna eiga sumir erfitt með svefn og hvernig er hægt að bæta hann?
16:35GönguleiðirÞættir frá árunum 1989-1990 í umsjón Jóns Gunnars Grjetarssonar. Kynntar eru helstu gönguleiðir á þeim stöðum sem heimsóttir eru. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
16:55Ljóðið mittÞáttaröð frá 1990 þar sem ýmsir kunnir Íslendingar velja sín eftirlætisljóð og skýra frá ástæðum fyrir vali sínu. Umsjón: Pétur Gunnarsson, rithöfundur. Dagskrárgerð: Þór Elís Pálsson.
17:10MúsíkmolarVíkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir leiða áhorfendur í tali og tónum um töfraheima sígildrar tónlistar. Þau spjalla á léttu nótunum um tónlist frá ýmsum tímum auk þess sem Víkingur leikur verk af nýlegum hljómplötum sínum á sviði Eldborgar í Hörpu.
17:20Augnablik - úr 50 ára sögu sjónvarpsinsLitið um öxl yfir 50 ára sögu sjónvarps og fróðleg og skemmtileg augnablik rifjuð upp með myndefni úr Gullkistunni. Kynnir er Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir. Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson.
17:35Fréttir með táknmálstúlkun 18:01Stundin okkarUppátækjasömu vinirnir Bolli og Bjalla sem búa á skrifborði hins 12 ára gamla Bjarma snúa aftur með skemmtilegasta sjónvarpsþátt veraldar: Stundina okkar.
Einnig fáum við að fylgja við Bjarma í skólann og kynnast skemmtilegur skólafélögum hans. Hvort sem það er óhefðbundum íþróttatímum, heimshorna heimilisfræði, skemmtilegri hljómsveitaræfingu eða tilraunir á frítíma. e.
18:24HönnunarstirninÞrjár stelpur etja kappi með hugann að vopni í hönnunarkeppni. Stílistarnir Nico og Andrés láta þær hafa skemmtileg verkefni í leit að næstu hönnunarstjörnu. e.
18:39HM 30Í þáttunum HM30 fjalla þau Dídí og Aron um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þau taka fyrir eitt markmið í hverjum þætti. Meðal gesta sem koma til þeirra í þættina eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Við heyrum m.a. sögu Malölu Yousafzai og hvernig hún berst fyrir jafnrétti, kynnumst störfum Norman E. Borlaug sem bjargaði milljónum manns fá hungursneyð og vinnum okkur úr því að vera letihetjur yfir í heimshetjur.
Við getum öll gert eitthvað til að gera heiminn að betri stað og leggja okkar að mörkum til þess að við öll náum heimsmarkmiðunum fyrir árið 2030.
Við hvetjum alla til að fylgjast með HM30 í vetur.
Þættirnir eru unnir í sa
18:46JógastundÁsta Lilja og Ronja sýna nokkrar jógaæfingar sem krakkar geta gert heima.
Umsjón: Ásta Lilja Víðisdóttir, Ronja Eyglóar-Konráðsdóttir
18:50LandakortValin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:45LandinnÞáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk jafnt í borg sem sveit og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Sigrún Þuríður Runólfsdóttir og Þórdís Claessen. Dagskrárgerð: Magnús Atli Magnússon, Jóhannes Jónsson, Björgvin Kolbeinsson og Elfar Örn Egilsson.
20:20HvunndagshetjurÖnnur þáttaröð íslensku heimildarþáttanna þar sem við heyrum einstakar sögur fólks sem hefur látið gott af sér leiða á óeigingjarnan hátt í gegnum starf sitt eða daglegt líf. Í hverjum þætti eru sagðar sögur tveggja einstaklinga sem hafa lagt sig fram við að bæta og efla samfélagið á jákvæðan hátt. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.
20:50HreiðurLeikin íslensk mynd frá 2022 eftir Hlyn Pálmason. Systkini byggja saman trjákofa. Fylgst er með lífi þeirra í heilt ár í gegnum hamingju og þjáningu, vetur og sumar, ljós og myrkur. Aðalhlutverk: Ída Mekkín Hlynsdóttir, Grímur Hlynsson og Þorgils Hlynsson.
21:15HúsiðNýir danskir dramaþættir. Fjórir fangaverðir neyðast til að gera róttækar breytingar innan fangelsisins til að koma í veg fyrir að því verði lokað og þau missi vinnuna. Breytingarnar fela í sér upprætingu valdaójafnvægis og stéttaskiptingu fanganna, en þeir eru í rauninni við stjórnvölinn í fangelsinu. Aðalhlutverk: David Dencik, Sofie Gråbøl, Bjarne Henriksen og Charlotte Fich. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
22:15AlbatrossÍslensk kvikmynd frá 2015 um borgarbarnið Tómas sem eltir ástina út á land og fær sumarvinnu á Golfvelli Bolungarvíkur. Honum líst ekki beint á blikuna þegar hann kynnist skrautlegu samstarfsfólki sínu og yfirgengilegum yfirmanni en ákveður þó að láta slag standa fyrir ástina. En þegar óvænt áföll dynja yfir tekur lífið aðra stefnu. Leikstjórn: Snævar Sölvi Sölvason. Leikarar: Hansel Eagle, Pálmi Gestsson, Finnbogi Dagur Sigurðsson, Gunnar Kristinsson, Guðgeir Arngrímsson, Gunnar Sigurðsson, Ólafur Halldórsson, Gabriela Vieira, Guðmundur Kristjánsson, Birna Hjaltalín Pálmadóttir, Ársæll Níelsson og Ernir Steinn Arnarsson. e.