RÚV 11:00Upplýsingafundur almannavarnaUpplýsingafundur almannavarna vegna stöðunnar á Reykjanesskaga.
11:40Tónatal - brotBrot úr tónlistarþáttunum Tónatal í umsjón Matthíasar Más Magnússonar. Þættirnir voru teknir upp árið 2021.
11:45Okkar á milliSigurlaug Margrét Jónasdóttir fær til sín góða gesti úr öllum áttum og ræðir við þá undir fjögur augu. Gestirnir eiga það sameiginlegt að hafa áhugaverða sögu að segja. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson. e.
12:10LandinnÞáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk jafnt í borg sem sveit og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórgunnur Oddsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir. Dagskrárgerð: Magnús Atli Magnússon, Jóhannes Jónsson og Björgvin Kolbeinsson. e.
12:40Herra BeanSígildir breskar teiknimyndir um ævintýri hins seinheppna herra Bean.
12:50Lag dagsins úr níunniÍslensk lög úr níunni. Hver eru uppáhalds níu-lögin þín? Í tilefni 40 ára afmælis Rásar 2 geta áhorfendur kosið sitt uppáhald á RUV.is og með því að ná sér í RÚV stjörnur appið.
13:00Fréttir með táknmálstúlkunEndurflutningur á fréttum gærdagsins.
13:25HeimaleikfimiGóð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
13:35Gettu betur 2010Spurningakeppni framhaldsskólanema í beinni útsendingu. Spyrill er Eva María Jónsdóttir, spurningahöfundur og dómari er Örn Úlfar Sævarsson, Helgi Jóhannesson stjórnar útsendingu og umsjónarmaður er Andrés Indriðason.
14:45Á tali hjá Hemma Gunn 1989-1990Skemmtiþáttur þar sem Hemmi Gunn tekur á móti góðum gestum í sjónvarpssal. Slegið er á létta strengi, stiginn dans og sungið. Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar leikur af fingrum fram. Stjórn útsendingar: Björn Emilsson.
15:45DjöflaeyjanFjallað verður um leiklist, kvikmyndir og myndlist með upplýsandi og gagnrýnum hætti. Einnig verður farið yfir feril einstakra listamanna. Umsjónarmenn eru Þórhallur Gunnarsson, Sigríður Pétursdóttir, Vera Sölvadóttir og Guðmundur Oddur Magnússon. Dagskrárgerð: Guðmundur Atli Pétursson.
16:25MatarmenningFróðlegir danskir þættir þar sem þáttastjórnendur rannsaka matinn sem við borðum dags daglega.
16:55Innlit til arkitektaArkitektinn Charlotte Thiis-Evensen heimsækir starfssystkini sín og sýnir áhorfendum hvernig þau búa.
17:25Rokkarnir geta ekki þagnaðTónlistarþættir frá árunum 1986-1987. Kynnir: Jón Gústafsson. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
18:01Fílsi og vélarnar - TimburbíllFjólublái fíllinn Fílsi lærir ýmislegt um allskonar mismunandi vélar.
18:06Vinabær Danna tígursDanni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum. e.
18:18LundakletturTeiknimyndaþættir um litlu lundasystkinin Únu og Bubba sem búa á eyjunni Lundakletti. Þau lenda sífellt í nýjum ævintýrum með vinum sínum á eyjunni. e.
18:25Blæja - Barkar bátarDaglega lífið hjá Hælbein fjölskyldunni heldur áfram sinn vanagang. En þegar Blæja og Bára eiga í hlut þá er enginn dagur rólegur.
18:39Kata og MummiSkemmtilegir þættir um hugmyndaríku stúlkuna Kötu sem ferðast með fjólubláu kanínunni Mumma til ævintýraheimsins Mummaheims. e.
18:45Krakkafréttir með táknmálstúlkunHelstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Kolbrún María Másdóttir og Gunnar Hrafn Kristjánsson.
18:50Lag dagsinsÍslensk tónlistarmyndbönd alla virka daga fyrir fréttir.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:35KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
20:05SkaginnHeimildarþættir um lið ÍA sem vann einstakt afrek í íslenskri knattspyrnusögu þegar það varð Íslandsmeistari karla fimm ár í röð á árunum 1992-1996. Í þáttunum fara þjálfarar, leikmenn, andstæðingar, stjórnarmenn, stuðningsfólk og fjölmiðlafólk yfir þetta tímabil.
20:55Grænir borgarar með slæma samviskuFinnskir heimildarþættir. Jessica Stolzmann kaupir sér kolefnisjafnaðan hamborgara í Finnlandi en kemst að því að ekki er allt sem sýnist. Fjallað er um hvernig við kaupum okkur oft hreina samvisku á kostnað umhverfisins.
21:10Í innsta hringBreskir dramaþættir frá 2022. Þættirnir eru sannsögulegir og fjalla um hvernig aðgerðasinnar komu í veg fyrir morð á þingmanni Verkamannaflokksins og leystu upp hóp nýnasista. Aðalhlutverk: Stephen Graham, Leanne Best og Andrew Ellis. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
22:15SilfriðSigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
23:05Fyrstu SvíarnirÍ tveimur þáttum fetar fornleifafræðingurinn Jonathan Lindström í fótspor frumbyggja Svíþjóðar og veltir vöngum yfir breyttum aðstæðum lands og lýðs. e.