RÚV 07:01SmástundSmástund hentar vel fyrir þau allra yngstu, í hverjum þætti lærum við orð, liti, tölur og tónlist. e.
07:06Tikk TakkVandaðir þættir þar sem hugur og skynjun barna eru örvuð á sjónrænan hátt án orða. e.
07:11Bursti og bóndabærinn 07:16Veistu hvað ég elska þig mikið?Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
07:32MóiFallegir þættir um litla björninn Móa sem ferðast um allan heiminn á hjólinu sínu. e.
07:43Vinabær Danna tígursDanni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum. e.
07:55Háværa ljónið UrriHáværa ljónið Urri og félagar ferðast í gegnum frumskóginn. Á leiðinni lenda þau í skemmtilegum ævintýrum og þurfa að takast á við áskoranir og leita lausna í sameiningu.
08:05Friðþjófur forvitniFriðþjófur forvitni er forvitinn og yndislegur api sem getur oft á tíðum verið full ævintýragjarn. Fylgjumst með ævintýrum hans og mannsins með gula hattinn eiganda hans.
08:27HvolpasveitinRóbert og hressu hvolparnir í Hvolpasveitinni eru komin aftur og takast á við ný verkefni og nýja þorpara eins og þeim einum er lagið.
08:50LóaTeiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.
09:02Blæja - JónsiBlæja er sex ára hundur sem er stútfull af óstoppanlegri gleði. Allir venjulegir hlutir geta orðið ævintýri hjá Blæju og fjölskyldu hennar. e.
09:31Drónarar 1Kortó, Mýsla og Eik eru álveðin að sigra Hvalabikarkeppnina, drónaflugkeppni sem leiða á í ljós hver verður arftaki vistfræðisnillingsins Hvals Hvíta.
En Tíkíliðið sækist ekki aðeins eftir sigri; aðeins með því að komast í læri hjá Hval Hvíta fá þau aðgang að nýjustu vistvísindunum og geta forðað því að eyjan þeirra hverfi í hafið.
09:53FuglafárSprenghlægilegir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
10:00Ævar vísindamaðurFjórða þáttaröðin af Edduverðlauna-þáttunum um Ævar vísindamann. Sem fyrr kannar Ævar furðulega og spennandi hluti úr heimi vísindanna. Hann fer meðal annars í svaðilför til Surtseyjar og rannsaka stærstu tilraun í heimi. Stórskemmtilegir þættir fyrir alla fjölskylduna. Dagskrárgerð: Gunnar B. Gudmundsson og Ævar Þór Benediktsson.
10:25Er þetta frétt?Nýr spurningaþáttur í léttum dúr þar sem skemmtilegir keppendur spreyta sig á misalvarlegum fréttatengdum spurningum. Spyrill er Kristjana Arnarsdóttir og henni til halds en trausts er fréttamaðurinn Birta Björnsdóttir. Framleiðsla: RÚV.
11:15Vikan með Gísla MarteiniGísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
12:05Andri á flandri í túristalandiAndri Freyr Viðarsson kannar sívaxandi ferðamannastraum til Íslands og reynir meðal annars að slá á fordóma sína í garð erlendra ferðamanna. Andri ákveður að leggja land undir fót og upplifa hvernig það er að vera ferðamaður í eigin landi en á ferðalagi sínu um borg og bæi, jökla og eldfjöll, fossa og sanda uppgötvar hann landið sitt upp á nýtt og eignast nýja vini, bæði erlenda og innlenda. Dagskrárgerð: Kristófer Dignus. Framleiðandi: Pegasus.
12:35HæpiðFerskur og hispurslaus þáttur fyrir ungt fólk. Katrín og Unnsteinn halda áfram að kryfja ýmis óvenjuleg en aðkallandi málefni út frá skemmtilegu sjónarhorni og leita svara við spurningum sem brenna á ungu fólki í dag. Umsjón: Katrín Ásmundsdóttir og Unnsteinn Manuel Stefánsson. Framleiðandi: Sævar Guðmundsson.
13:00Fréttir með táknmálstúlkun 13:25KiljanÞáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
14:10LandinnÞáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk jafnt í borg sem sveit og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórgunnur Oddsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir. Dagskrárgerð: Magnús Atli Magnússon, Jóhannes Jónsson og Björgvin Kolbeinsson.
14:40Ekki gera þetta heimaNorsk fræðsluþáttaröð um hressandi tilraunir. Þeir Rune Nilson og Per Olav Alvestad láta sér detta ýmislegt misgáfulegt í hug og hrinda því yfirleitt í framkvæmd.
15:10Tölvuhakk - frítt spil?Sænskir heimildarþættir frá 2021. Stór hluti daglegs lífs okkar er stafrænn - en hversu örugg er staða okkar í stafrænum heimi? Í þáttunum taka þrautreyndir tölvuhakkarar sig til og brjótast inn í tölvur hjá einstaklingum og fyrirtækjum, bara til að sýna okkur hinum hversu sáraeinfalt það er að komast yfir gögn - og líf - fólks með því að hakka tilveru þeirra.
15:40TorgiðUmræðuþáttur þar sem fólkið í landinu varpar fram spurningum og stendur fyrir máli sínu. Á Torginu er talað um málefnin sem rædd eru af kappi á kaffistofum landsins. Umsjón: Sigríður Halldórsdóttir og Baldvin Þór Bergsson. Stjórn upptöku: Þór Freysson. e.
16:45Grænmeti í sviðsljósinuAbi og Knoll elda dýrindis grænmetisrétti.
17:00Leiðin á EM 2024Þáttaröð í 12 hlutum. Í hverjum þætti er fjallað um tvær af þeim 24 þjóðum sem taka þátt á EM karla í fótbolta í Þýskalandi. Við kynnumst leikmönnum, þjálfurum og þeim þjóðum sem keppa um evrópumeistaratitilinn.
17:25Stúdíó RÚVNýir þættir um íslenska dægurtónlist. Tónlistarmenn koma í stutt viðtöl í Stúdíó RÚV og færa landsmönnum tónlist heim í stofu. Umsjónarmaður er Sigurður Þorri Gunnarsson. Stjórn upptöku: Þór Freysson.
17:45Augnablik - úr 50 ára sögu sjónvarpsinsLitið um öxl yfir 50 ára sögu sjónvarps og fróðleg og skemmtileg augnablik rifjuð upp með myndefni úr Gullkistunni. Kynnir er Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir. Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson.
18:12Drónarar 2Kortó, Mýsla og Eik eru álveðin að sigra Hvalabikarkeppnina, drónaflugkeppni sem leiða á í ljós hver verður arftaki vistfræðisnillingsins Hvals Hvíta og þar af leiðandi fá aðgang að nýjustu vistvísindunum til geta forðað því að eyjan þeirra hverfi í hafið.
18:35VíkingaþrautinFjórir krakkar eiga að vinna skólaverkefni um víkingatímabilið á Þjóðminjasafninu en leysa í staðinn ævafornan víking úr álögum. Krakkarnir þurfa að leysa sérstakar víkingaþrautir til að hjálpa víkingnum að komast til Valhallar - þangað sem fallnar víkingahetjur fara eftir að hafa dáið í bardaga. e.
18:45LandakortValin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson.
18:52LottóLottó-útdráttur vikunnar.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:45Kvikmyndaverðlaun Eddunnar 2024Bein útsending frá afhendingu Kvikmyndaverðlauna Eddunnar 2024. Stjórn útsendingar: Sturla Skúlason.
21:20One ChanceSannsöguleg kvikmynd frá 2013 í leikstjórn Davids Frankel. Paul Potts er feiminn afgreiðslumaður sem alla tíð hefur dreymt um að verða óperusöngvari. Árið 2007 kemur hann öllum á óvart þegar hann tekur þátt í Britain's Got Talent. Aðalhlutverk: James Corden, Alexandra Roach og Julie Walters.
23:05Mynd af brennandi stúlku - Konur í kvikmyndagerðFrönsk kvikmynd sem gerist á 18. öld. Marianne er ungur listmálari sem fengin er til afskekktrar eyju utan við Bretaníuskaga að mála brúðkaupsportrett af heimasætunni Héloïse. Dag frá degi verða konurnar nánari meðan brúðkaupið nálgast óðfluga. Leikstjóri: Céline Sciamma. Aðalhlutverk: Noémie Merlant, Adèle Hanael og Valeria Golino. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára. e.