RÚV 07:01SmástundSmástund hentar vel fyrir þau allra yngstu, í hverjum þætti lærum við orð, liti, tölur og tónlist. e.
07:07Tikk TakkVandaðir þættir þar sem hugur og skynjun barna eru örvuð á sjónrænan hátt án orða. e.
07:12Bursti og bóndabærinn 07:17Veistu hvað ég elska þig mikið?Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
07:40Hæ Sámur - Allir inn merkiðÞriðja serían af vinalega hundinum Sámi og krílunum sem vinna sér inn merki á leikskólanum hans.
07:47MóiFallegir þættir um litla björninn Móa sem ferðast um allan heiminn á hjólinu sínu. e.
07:58Vinabær Danna tígursDanni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum. e.
08:48HvolpasveitinRóbert og hressu hvolparnir í Hvolpasveitinni eru komin aftur og takast á við ný verkefni og nýja þorpara eins og þeim einum er lagið.
09:10Jasmín & Jómbi - Ohhh!Jasmín og Jómbi eru góðir vinir sem elska tónlist og njóta tónanna sem óma um Hljómbæ.
09:17LóaTeiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.
09:30Drónarar 1Kortó, Mýsla og Eik eru álveðin að sigra Hvalabikarkeppnina, drónaflugkeppni sem leiða á í ljós hver verður arftaki vistfræðisnillingsins Hvals Hvíta.
En Tíkíliðið sækist ekki aðeins eftir sigri; aðeins með því að komast í læri hjá Hval Hvíta fá þau aðgang að nýjustu vistvísindunum og geta forðað því að eyjan þeirra hverfi í hafið.
09:52FuglafárSprenghlægilegir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
10:00Nýjasta tækni og vísindiNýjasta tækni og vísindi hefur loks göngu sína aftur eftir langa fjarveru af skjáum landsmanna. Efnistökin eru fjölbreytt og fróðleg en í þáttunum verða íslenskar vísindarannsóknir í forgrunni. Fjallað er um allt milli himins og jarðar, svo sem öldrun, hvali, sprotafyrirtæki og snjallheimilið svo fátt eitt sé nefnt.
10:30VesturfararEgill Helgason ferðast á Íslendingaslóðir í Kanada og Bandaríkjunum og skoðar mannlíf, menningu og sögu. Flutningar næstum fjórðungs þjóðarinnar til Vesturheims hlýtur að teljast einn stærsti atburður Íslandssögunnar.
11:05RökstólarStuttir sænskir þættir um ólíkar skoðanir fólks á hinum ýmsu málefnum. Hvað gerist þegar tvær manneskjur hittast og rökræða það sem þær eru ósammála um? Læra þær að skilja hvor aðra betur?
11:20Fótbolti, Vilhjálmur prins og andleg heilsa okkarHeimildaþáttur frá BBC um herferð Vilhjálms Bretaprins fyrir andlegt heilbrigði karlmanna. Í þættinum er Vilhjálmi fylgt eftir er hann reynir að fá breska karlmenn til að opna sig um tilfinningar sínar og líðan með því að spila fótbolta.
12:10Fréttir með táknmálstúlkun 12:50Ungverjaland - Sviss 15:10Þjóðirnar á EMÞættir þar sem fjallað er um þjóðirnar sem taka þátt á EM karla í fótbolta í Þýskalandi. Við kynnumst leikmönnum, þjálfurum og þeim þjóðum sem keppa um evrópumeistaratitilinn.
18:10Þjóðirnar á EMÞættir þar sem fjallað er um þjóðirnar sem taka þátt á EM karla í fótbolta í Þýskalandi. Við kynnumst leikmönnum, þjálfurum og þeim þjóðum sem keppa um evrópumeistaratitilinn.
21:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
21:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
21:40LottóLottó-útdráttur vikunnar.
21:45LeynibruggiðÆvintýralegir danskir þættir fyrir alla fjölskylduna. Vinirnir Charly, Niels og Tania eru í fríi á Borgundarhólmi. Þegar Silje, vinkona þeirra, er sökuð um að hafa skemmt verðmætt listaverk á safni Oluf Høst eru þau staðráðin í að sanna sakleysi hennar og ná sökudólgnum. Málið reynist hins vegar stærra og flóknara en þau gerðu sér í hugarlund og fljótlega eru þau komin á hættulegar slóðir. Aðalhlutverk: Marinus Refnov, Cecilia Loffredo, Bertil Smith og Lova Müller Rudolph.
22:15Leikur að eldiDramatísk gamanmynd frá 2015 í leikstjórn Johns Wells. Michelin-kokkurinn Adam Jones hefur brennt allar brýr að baki sér. Nú snýr hann aftur til London eftir að hafa bætt ráð sitt, staðráðinn í að landa eigin eldhúsi og þriðju Michelin-stjörnunni. Aðalhlutverk: Bradley Cooper, Sienna Miller og Daniel Brühl. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
23:55Vera - Í beinni línuBresk sakamálamynd byggð á sögu eftir Ann Cleeves um Veru Stanhope rannsóknarlögreglukonu á Norðymbralandi. Grunnskólakennari finnst látinn neðan við hamrabelti. Það sem í fyrstu virðist hörmulegt slys tekur á sig aðra mynd þegar í ljós kemur að átt hefur verið við líkið. Með aðalhlutverk fara Brenda Blethyn og David Leon. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.