RÚV 12:30Ólympíukvöld fatlaðraSamantekt frá viðburðum dagsins á Ólympíumóti fatlaðra í París. Umsjón: Einar Örn Jónsson.
13:00Fréttir með táknmálstúlkun 13:25HeimaleikfimiGóð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
13:35KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
14:00Gettu betur - StjörnustríðStjörnustríð er skemmtiþáttur í anda Gettu betur þar sem þekkt andlit úr sögu þáttanna: Spyrlar, spurningahöfundar, stigaverðir og keppendur snúa aftur auk keppnisliða úr óvæntum áttum. Þau hafa engu gleymt, nema svörunum! Umsjónarmaður og dómari: Örn Úlfar Sævarsson. Dagskrárgerð: Ragnar Eyþórsson.
15:10MúsíkmolarVíkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir leiða áhorfendur í tali og tónum um töfraheima sígildrar tónlistar. Þau spjalla á léttu nótunum um tónlist frá ýmsum tímum auk þess sem Víkingur leikur verk af nýlegum hljómplötum sínum á sviði Eldborgar í Hörpu.
15:25Ólympíumót fatlaðra: SundKeppni í sundi á Ólympíumóti fatlaðra í París.
16:55Ólympíumót fatlaðra: FrjálsíþróttirKeppni í frjálsíþróttum á Ólympíumóti fatlaðra í París.
17:55LandakortValin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
18:01HönnunarstirninNico og Andrés mæta enn á ný með nýjar áskoranir fyrir upprennandi fatahönnuði.
18:20Eldhugar - Jesselyn Radack - lögfræðingurStuttir þættir þar sem við kynnumst merkiskonum mannkynssögunnar. Sumar eru frægar, öðrum hefur farið minna fyrir en allar eru þær töffarar og eldhugar. e.
18:23Bitið, brennt og stungiðHvað ætli gerist þegar hin og þessi skordýr bíta fólk og stinga? Sebastian Klein ferðast um sveitir Danmerkur og lætur bíta sig, brenna og stinga til að komast að því.
18:45Krakkafréttir með táknmálstúlkunHelstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt.
18:50Lag dagsinsÍslensk tónlistarmyndbönd alla virka daga fyrir fréttir.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:35KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
20:05Ólympíukvöld fatlaðraSamantekt frá viðburðum dagsins á Ólympíumóti fatlaðra í París. Umsjón: Einar Örn Jónsson.
20:40Við tölum ekki um hártoppaSænskur heimildarþáttur frá 2023 þar sem fylgst er með nokkrum karlmönnum fara til hárgreiðslumannsins Rickards í þeim tilgangi að fela hármissi. Þeir ræða á einlægan hátt um hármissinn, karlmennsku og kynþokka.
21:05Kæfandi ást IIIÞriðja þáttaröð írsku spennuþáttanna um Val Alhern og fjölskyldu. Val hefur grennslast fyrir um dánarorsök eiginmanns síns síðan hann fannst látinn í fjöru við klettarætur. Því dýpra sem hún kafar ofan í grafin fjölskylduleyndarmál, því betur áttar hún sig á hversu lítið hún þekkti eiginmann sinn til 30 ára. Aðalhlutverk: Dervla Kirwan, Gemma-Leah Devereux og Niamh Walsh. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
22:20NeyðarvaktinBandarísk þáttaröð um slökkviliðsmenn og bráðaliða í Chicago en hetjurnar á slökkvistöð 51 víla ekkert fyrir sér. Meðal leikenda eru Jesse Spencer, Taylor Kinney, Eamonn Walker og David Eignberg. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
23:05RáðherrannÞegar forsætisráðherra fær geðhvörf verða samstarfsmenn hans að leggja bæði stöðugleika ríkisins og einkalíf sitt að veði til þess að halda því leyndu fyrir þjóðinni. Aðalhlutverk: Ólafur Darri Ólafsson og Aníta Briem. Leikstjórn: Nanna Kristín Magnúsdóttir og Arnór Pálmi Arnarson. e.