RÚV 12:30Ólympíukvöld fatlaðraSamantekt frá viðburðum dagsins á Ólympíumóti fatlaðra í París. Umsjón: Einar Örn Jónsson.
13:00Fréttir með táknmálstúlkun 13:25HeimaleikfimiGóð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
13:35KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
14:00Gettu betur - StjörnustríðStjörnustríð er skemmtiþáttur í anda Gettu betur þar sem þekkt andlit úr sögu þáttanna: Spyrlar, spurningahöfundar, stigaverðir og keppendur snúa aftur auk keppnisliða úr óvæntum áttum. Þau hafa engu gleymt, nema svörunum! Umsjónarmaður og dómari: Örn Úlfar Sævarsson. Dagskrárgerð: Ragnar Eyþórsson.
15:10Ólympíumót fatlaðra: HjólastólakörfuboltiKeppni í hjólastólakörfubolta á Ólympíumóti fatlaðra í París.
16:55Ólympíumót fatlaðra: FrjálsíþróttirKeppni í frjálsíþróttum á Ólympíumóti fatlaðra í París.
18:30LandakortValin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
18:36Húgó og draumagríman 18:50Lag dagsinsÍslensk tónlistarmyndbönd alla virka daga fyrir fréttir.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:45LeynigarðurinnFjölskyldumynd frá 2020 í leikstjórn Marcs Munden. Mary Lennox er 10 ára munaðarlaus stúlka sem býr hjá ströngum frænda sínum. Hún uppgötvar fljótt að húsið hefur ýmis leyndarmál að geyma og einn daginn finnur hún fallegan leynigarð sem á eftir að breyta öllu. Aðalhlutverk: Dixie Egerickz, Colin Firth og Richard Hansell. e.
21:25Séra BrownBreskur sakamálaþáttur um hinn slungna séra Brown sem er ekki bara kaþólskur prestur heldur leysir glæpsamleg mál á milli kirkjuathafna. Aðalhlutverk: Mark Williams.
22:15Þú sem ert á himnumDanskt drama frá 2021 í leikstjórn Teu Lindeburg. Lise er fjórtán ára stúlka sem býr á sveitabæ seint á nítjándu öld. Þegar móðir hennar fær hríðir áttar Lise sig fljótlega á því að eitthvað er ekki eins og það á að vera og líf hennar gæti umturnast á svipstundu. Aðalhlutverk: Flora Ofelia Hofmann Lindahl, Ida Cæcilie Rasmussen og Palma Lindeburg Leth. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
23:45VeraBresk sakamálamynd byggð á sögu eftir Ann Cleeves um Veru Stanhope rannsóknarlögreglukonu á Norðymbralandi. Með aðalhlutverk fara Brenda Blethyn og David Leon. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.