RÚV13:00Fréttir með táknmálstúlkun 13:25HeimaleikfimiGóð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
13:35KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
14:00Gettu betur - Á bláþræðiSkemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna þar sem úrvalslið gleðigjafa takast á í léttum og fjörugum spurningaleik í anda Gettu betur. Spyrill: Guðrún Dís Emilsdóttir. Dómari: Örn Úlfar Sævarsson. Stjórn upptöku: Ragnar Eyþórsson.
15:00Af fingrum framViðtals- og tónlistarþáttaröð í umsjón Jóns Ólafssonar. Jón fær til sín ýmsa tónlistarmenn í spjall og saman laða þeir fram ljúfa tóna. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.
15:40RökstólarStuttir sænskir þættir um ólíkar skoðanir fólks á hinum ýmsu málefnum. Hvað gerist þegar tvær manneskjur hittast og rökræða það sem þær eru ósammála um? Læra þær að skilja hvor aðra betur? e.
15:55Dagur í lífiÍslensk þáttaröð í átta hlutum um líf fólks sem býr við skerta starfsgetu og/eða líkamlega fötlun af ýmsum toga. Í þáttunum fylgjumst við með fólki á öllum aldri, víða um land, í ýmsum störfum og með ólíka fötlun og fjölskyldugerð. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. Framleiðsla: SERES hugverkasmiðja.
16:35Orlofshús arkitektaNorskir þættir þar sem arkítektar eru heimsóttir í orlofshúsin sín.
17:05Sögur fyrir stórféDanskir heimildarþættir. Markaðssetning áhrifavalda er orðin að iðnaði sem veltir milljörðum. Við fylgjumst með þremur farsælum umboðsmönnum sem gera ábatasama samninga milli eigenda vörumerkja og áhrifavalda.
17:30Gulli byggirÞáttaröð þar sem Gunnlaugur Helgason húsasmiður leiðir áhorfendur í allan sannleika um hver fyrstu skrefin eru þegar taka á húsnæði í gegn. Gulli hefur verið fengin til þess að koma lagi á kjallara í 65 ára gömlu húsi í Reykjavík. Óþefur og ýmis konar skordýr hafa hrjáð þá sem kjallarinn hefur hýst um nokkurn tíma og greinilegt er að húsið er komið á tíma. Undir leiðsögn Gulla og fagmanna á hverju sviði vinna íbúar og eigendur húsnæðisins, ásamt vinum og ættingjum að breytingunum. Dagskrárgerð: Hrafnhildur Gunnarsdóttir. Framleiðandi: Krummafilms. e.
18:01Kata og MummiSkemmtilegir þættir um hugmyndaríku stúlkuna Kötu sem ferðast með fjólubláu kanínunni Mumma til ævintýraheimsins Mummaheims. e.
18:12ÓlivíaÓlivía er sniðug svínastelpa sem tæklar hversdaginn með frumlegum leiðum. Hún dettur gjarnan í dagdrauma og hefur að auki sett sér ýmsar sniðugar lífsreglur.
18:23Háværa ljónið Urri - Glimrandi skógurHáværa ljónið Urri og félagar ferðast í gegnum frumskóginn. Á leiðinni lenda þau í skemmtilegum ævintýrum og þurfa að takast á við áskoranir og leita lausna í sameiningu.
18:40Krakkafréttir með táknmálstúlkunHelstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt.
18:45Lag dagsinsÍslensk tónlistarmyndbönd alla virka daga fyrir fréttir.
18:52VikinglottóVikinglottó-útdráttur vikunnar.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:40Stefnuræða forsætisráðherraBein útsending frá Alþingi þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína og fram fara umræður um hana.
22:20Lífið eftir tírættHollensk heimildarmynd frá 2020 um lífsviljann. Rætt er við fólk frá öllum heimshornum sem náð hefur 100 ára aldri. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa lifað sögulega tíma en í stað þess að dvelja í fortíðinni horfa þau fram á veginn. Leikstjóri: Heddy Honigmann.
23:15Eldfimt leyndarmál IIÖnnur þáttaröð áströlsku spennuþáttanna um Meghan og Agöthu. Tvö ár eru síðan þær hittust fyrir tilviljun með ófyrirséðum afleiðingum og nú situr Meghan í gæsluvarðhaldi fyrir morð. Ýmislegt kemur í ljós við rannsókn málsins, þar á meðal gríðarstórt leyndarmál Agöthu. Aðalhlutverk: Jessica De Gouw, Laura Carmichael og Ryan Corr. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.