RÚV 13:00Fréttir (með táknmálstúlkun) 13:25HeimaleikfimiGóð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
13:35KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
14:55Máttu borða þetta? - Sykursýki á ÍslandiHeimildarmynd eftir Pál Kristinn Pálsson um sykursýki á Íslandi árið 2024. Sykursýki hefur verið í hvað hröðustum vexti á heimsvísu að undanförnu. Talið er að um 10% Íslendinga séu með sjúkdóminn. Fagaðilar fjalla um greiningu, meðferð og horfur fólks með sykursýki 1, sykursýki 2 og meðgöngusykursýki auk þess sem sjúklingar segja frá glímu sinni við þessar helstu gerðir sjúkdómsins.
15:35Ræturnar bjarga heiminum 16:20Stúdíó AÞættir frá 2014 þar sem íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn flytja lög í myndveri RÚV. Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson og upptöku stjórnaði Helgi Jóhannesson.
17:00Fjórar konurFjórir þættir þar sem fylgst er með þeim Rósu Gísladóttur myndlistarmanni, Ásu Björk Ólafsdóttur presti, Hallfríði Ólafsdóttur flautuleikara og Yrsu Sigurðardóttur rithöfundi. Dagskrárgerð: Eggert Gunnarsson. e.
17:30LandinnÞáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk jafnt í borg sem sveit og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórgunnur Oddsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir. Dagskrárgerð: Magnús Atli Magnússon, Jóhannes Jónsson og Björgvin Kolbeinsson.
18:08Hvernig varð þetta til?Hvernig ætli sumir hlutir sem við erum mjög vön hafi verið fundnir upp? Stórfurðulegu steinaldarmennirnir sýna okkur sínar misheppnuðu tilraunir.
18:19HeimsmarkmiðDídí og Aron fjalla um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þau taka fyrir eitt markmið í hverjum þætti. Meðal gesta sem koma til þeirra í þættina eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Við heyrum m.a. sögu Malölu Yousafzai og hvernig hún berst fyrir jafnrétti, kynnumst störfum Norman E. Borlaug sem bjargaði milljónum manns fá hungursneyð og vinnum okkur úr því að vera letihetjur yfir í heimshetjur.
Við getum öll gert eitthvað til að gera heiminn að betri stað og leggja okkar að mörkum til þess að við öll náum heimsmarkmiðunum fyrir árið 2030.
Við hvetjum alla til að fylgjast með HM30 í vetur.
Þættirnir eru unnir í sa
18:26Eldhugar - Josephina van Gorkum - baráttukona ástarinnarStuttir þættir þar sem við kynnumst merkiskonum mannkynssögunnar. Sumar eru frægar, öðrum hefur farið minna fyrir en allar eru þær töffarar og eldhugar. e.
18:30Bitið, brennt og stungiðHvað ætli gerist þegar hin og þessi skordýr bíta fólk og stinga? Sebastian Klein ferðast um sveitir Danmerkur og lætur bíta sig, brenna og stinga til að komast að því.
18:45Krakkafréttir (með táknmálstúlkun)Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt.
18:50Lag dagsinsÍslensk tónlistarmyndbönd alla virka daga fyrir fréttir.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:35KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
20:05Alþingiskosningar X24 20:35Vetur í veglausu landi - Långfärdsskridskor i Norra Lapplandsfjällen 20:45Kvenlegt yfirbragðNýir finnsk-sænskir heimildarþættir um kvenlega fegurð og öldrun. Þáttastjórnandinn Eva Kela leit áhyggjur kvenna af því að eldast hornauga en nú þegar hún er sjálf komin yfir fertugt og farin að finna aldursmerki á eigin skinni áttar hún sig á því hversu sterk áhrif fegurðarstaðlar hafa á hana. Hún ræðir við konur komnar yfir fertugt sem veita innsýn inn í breytt útlit sitt og líðan.
21:05Skugginn langiSannsöguleg bresk þáttaröð frá 2023 um leitina að raðmorðingjanum sem kallaður er kviðristan frá Yorkshire. Sögur fórnarlamba hans og vinnubrögð lögreglunnar eru í forgrunni. Yfir þúsund lögregluþjónar tóku þátt í leitinni sem stóð yfir frá 1975 til 1981 og varð rannsóknin til þess að breska lögreglan breytti verklagi sínu til frambúðar. Aðalhlutverk: Jack Deam, Kris Hitchen og Lee Ingleby. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
22:20Alþingiskosningar X24 22:25HamingjudalurVönduð bresk spennuþáttröð um líf og störf lögreglukonunnar Catherine Cawood. Þegar meintur morðingi dóttur hennar lendir í kasti við lögin kemur það í hlut Cawood að hafa hendur í hári hans. Aðalhlutverk: Sarah Lancashire. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.