RÚV07:01Smástund ISmástund hentar vel fyrir þau allra yngstu, í hverjum þætti lærum við orð, liti, tölur og tónlist. Dagskrárgerð: Agnes Wild. Tónlist: Sigrún Harðardóttir.
07:05Bursti IIÆvintýri Bursta og vina hans. Bursti er forvitinn og þrjóskur broddgöltur sem býr þar sem litlir hlutir eru stórir.
07:08Fílsi og vélarnar IIFjólublái fíllinn Fílsi lærir ýmislegt um allskonar mismunandi vélar.
07:16Þorri og Þura bíða eftir jólunumÁlfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þorri vaknar spenntur og tilbúinn fyrir fyrsta desember þegar Þura vinkona hans kemur í heimsókn til að leika með jóladótið þeirra.
07:21Þorri og Þura bíða eftir jólunumÁlfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þorri er miður sín yfir að hafa brotið snjókúluna þeirra Þuru. Ætli þau geti lagað hana?
07:26Þorri og Þura bíða eftir jólunumÁlfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þorri og Þura þurfa að bíða á meðan límið þornar á snjókúlunni og ákveða að skreyta piparkökur á meðan þau bíða.
07:31Hæ Sámur IIIÞriðja þáttaröðin um vinalega hundinn Sám og krílin sem vinna sér inn merki á leikskólanum hans.
07:38LundakletturLitlu lundasystkinin Úna og Bubbi búa á eyjunni Lundakletti. Þau lenda sífellt í nýjum ævintýrum með vinum sínum.
07:45ÚmísúmíStærðfræðiofurhetjurnar Millý, Geó og Bói hjálpa krökkum að læra tölur, form og mynstur.
08:08Blæja IIDaglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
08:15Blæja IIDaglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
08:22Skrímslasjúkir snillingarÞegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?
08:33FjölskyldufárGamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Lím og stjórnlausir krakkar eru ekki góð hugmynd! Eddi strútapabbi kemst að því í þessum þætti!
08:40MóiFallegir þættir um litla björninn Móa sem ferðast um allan heiminn á hjólinu sínu.
08:51TöfratúTöfratú er fantasíuland dásamlegra álfa og hafmeyja þar sem raunveruleg viðfangsefni á borð við systkinaerjur, sanngirni og sjálfstraust eru könnuð nánar.
09:03Múmínálfarnir IIÁstsælu Múmínálfar Tove Jansson snúa aftur og lenda í alls kyns skemmtilegum ævintýrum.
09:25Lóa!Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.
09:38Drónarar IIKortó, Mýsla og Eik eru álveðin að sigra Hvalabikarkeppnina, drónaflugkeppni sem leiða á í ljós hver verður arftaki vistfræðisnillingsins Hvals Hvíta og þar af leiðandi fá aðgang að nýjustu vistvísindunum til geta forðað því að eyjan þeirra hverfi í hafið.
10:00SnæholtTalsett norskt jóladagatal. Selma er 9 ára munaðarlaus stelpa sem býr hjá hinni ströngu Rut. Selma á þá ósk heitasta að eignast alvöru fjölskyldu og biður jólasveininn um hjálp.
10:25SnæholtTalsett norskt jóladagatal. Selma er 9 ára munaðarlaus stelpa sem býr hjá hinni ströngu Rut. Selma á þá ósk heitasta að eignast alvöru fjölskyldu og biður jólasveininn um hjálp.
10:50SnæholtTalsett norskt jóladagatal. Selma er 9 ára munaðarlaus stelpa sem býr hjá hinni ströngu Rut. Selma á þá ósk heitasta að eignast alvöru fjölskyldu og biður jólasveininn um hjálp.
11:15Jólastund KrakkaRÚV 2020Besti jólaþáttur veraldar þar sem Sigyn Blöndal og Andri Freyr Viðarsson fá til sín góða gesti. Jólastundin er heilagasta stund þjóðarinnar þar sem fjölskyldur koma saman til að hlæja og njóta. Það er jafnslæmt að missa af þessum þætti og að missa af jólunum.
12:10JólatónarÞáttur frá 2007 þar sem flutt eru jólalög sem hafa verið leikin og sungin í Sjónvarpinu á ýmsum tímum allt frá 1980. Eva María Jónsdóttir er kynnir en flytjendur eru Andrea Gylfadóttir, Ellen Kristjánsdóttir, Ingibjörg Þorbergs, Óskar Pétursson, Pálmi Gunnarsson, Ragnar Bjarnason, Sigurður Helgi Pálmason, Sigrún Hjálmtýsdóttir, tríó skipað flautuleikurunum Guðrúnu S. Birgisdóttur og Martial Nardau ásamt Peter Maté, píanóleikara, Karlakór Reykjavíkur, Kór Akureyrarkirkju, Skólakór Garðabæjar, Skólakór Kársness og Sunnukórinn á Ísafirði. Dagskrárgerð annaðist Andrés Indriðason.
12:50Vetur í veglausu landiStuttir þættir þar sem Per-Anders Frederiksson leiðir áhorfendur um nyrsta hluta Svíþjóðar.
13:00Fréttir (með táknmálstúlkun)Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
13:25KiljanÞáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Í Kilju kvöldsins verður fjallað um Óla K, glæsilega bók sem Anna Dröfn Ágústdóttir hefur tekið saman um Ólaf K. Magnússon, helsta blaðaljósmyndara Íslands á gullöld prentmiðla. Brynja Hjálmsdóttir segir frá fyrstu skáldsögu sinni sem nefnist Friðsemd. Illugi Jökulsson ræðir við okkur um Rétt áðan, það er bók eftir hann sem innheldur stuttar sögur úr daglegu lífi, mestanpart úr sundlaugum og af götum borgarinnar. Eiríkur Bergmann er í viðtali um bókina Óvæntur ferðafélagi og Sigurbjörg Þrastardóttir segir frá nýjustu ljóðabók sinni, Flaumgosum, og flytur kvæði úr bókinni. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Himintungl yfir heimsins ystu brún eftir Jón Kalman Stefánsson, Kul eftir Sunnu Dís Másdóttur og Innanríkið Alexíus eftir Braga Ólafsson.
14:10Vegur að heimanHeimildarþættir þar sem Halla Ólafsdóttir skoðar hvers vegna fólk flytur landshorna og heimshorna á milli - og hvað það er sem fólk kallar „heima“.
Magni og Svanhildur hafa hvert vor og haust í átján ár flutt um þrjú hundruð metra á milli húsa á Ísafirði þar sem heimili þeirra er á snjóflóðahættusvæði. Við flytjum með þeim – tvisvar. Við kynnumst Adólfi Sigurgeirssyni sem flutti til Grindavíkur eftir að hafa flúið gosið í Heimaey. Við bökum makkarónur með Vincent Cornet í Vík í Mýrdal, en íslensk náttúra er honum innblástur, og við hittum Harald Björn Halldórsson sem horfði á eftir skriðu hrifsa margra ára vinnu og heimili hans á Seyðisfirði.
14:45Sætt og gott - jólDanskir þættir um kökubakstur og eftirréttagerð. Mette Blomsterberg útbýr kræsingar fyrir jólin.
15:15NeytendavaktinNorskir sérfræðingar standa neytendavaktina í fræðandi þáttaröð um heilsu, lífsstíl og neytendamál.
15:50Bikarkeppni kvenna í körfuboltaLeikir í bikarkeppni kvenna í körfubolta.
Leikur Njarðvíkur og Keflavíkur í 16-liða úrslitum VÍS bikar kvenna í körfubolta.
17:55JólaminningarJólaminningar úr safni RÚV.
Jón Stefánsson kórstjóri leiðir Kór Langholtskirkju og áhorfendur í söng og syngja þau öll saman lagið Þrettán dagar jóla.
18:01Þorri og Þura bíða eftir jólunumÁlfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þorri, Þura og Eysteinn eru búin að skreyta alla stofuna, en hvað ætli hafi læðst inn um lúguna?
18:06SnæholtTalsett norskt jóladagatal. Selma er 9 ára munaðarlaus stelpa sem býr hjá hinni ströngu Rut. Selma á þá ósk heitasta að eignast alvöru fjölskyldu og biður jólasveininn um hjálp.
18:30KrakkakiljanFjallað er um barna- og ungmennabækur úr öllum áttum. Bókaormar KrakkaRÚV ræða við höfunda um bækurnar.
Tónskáldið Jóhann G. Jóhannsson heimsótti Emmu í Krakkakiljuna og spjallaði við hana um Skilaboðaskjóðuna, sem hefur skemmt krökkum í meira en aldarfjórðung. Bókin er eftir Þorvald Þorsteinsson en Jóhann samdi tónlistina við leikritið eftirminnilega sem var unnið upp úr bókinni og hefur verið sett upp um land allt síðustu áratugi.
Umsjón: Emma Nardini Jónsdóttir
18:40SkólahljómsveitBjarmi þarf að gera heimaverkefni um það sem honum þykir áhugavert og ákveður að búa til myndband um skólahljómsveitina í skólanum sínum.
Bjarmi og Alda kynnast honum Aroni sem kynnir þeim fyrir túbu og bariton. Hann sýnir þeim muninn á þessum hljóðfærum bæði í útliti og með tóndæmum.
18:45LandakortValin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
„Við komum saman reglulega til að kenna hver annarri og rifja upp það sem við erum sjaldan að gera. Sumar eru alltaf í spuna en minna í flókagerð og þá er gott að rifja það upp annað slagið. Svo er þetta líka afsökun fyrir því að hittast og borða góðan mat og kjafta og hlæja saman" segir Maja Siska, ein af Spunasystrum, handverkshópi í Árnessýslum. Spunasystur hafa vakið verðskuldaða athygli síðustu misseri fyrir handverk úr íslenskri ull og fyrir líflegar kynningar á ullarvinnslu í ýmsum myndum.
18:52LottóLottó-útdráttur vikunnar.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:45Amma HófíÍslensk fjölskyldu- og gamanmynd í tveim hlutum. Eldri borgararnir Hófí og Pétur sem eru olnbogabörn í kerfi sem hefur lítið gagn af þeim lengur. Þau eru orðin leið á aðbúnaðinum á elliheimilinu og ræna banka til að hafa efni á að kaupa sér litla íbúð. Ýmis ljón eru á veginum og Hófí og Pétri lendir saman við harðasta handrukkara bæjarins og skósveina hans. Aðalhlutverk: Edda Björgvinsdóttir, Þórhallur Sigurðsson, Steinþór Hróar Steinþórsson og Sverrir Þór Sverrisson. Leikstjóri: Gunnar B. Guðmundsson.
20:40Út í geimSænsk fjölskyldumynd frá 2016. Pottan er átta ára og á leiðinni í sumarbúðir. Fyrir mistök er hún skilin eftir við endurvinnslustöð úti í sveit með býsna furðulegum starfsmönnum. Þeir ákveða að hugsa um Pottan um sinn og fyrr en varir uppgötvar hún leyndarmál þeirra. Á bak við háar girðingar endurvinnslunnar smíða þeir geimfar. Leikstjóri: Petter Lennstrand. Aðalhlutverk: Mira Forsell, Ida Engvoll og Eric Ericson.
22:00Á köldum klakaKvikmynd frá 1994 eftir Friðrik Þór Friðriksson. Japani kemur til Íslands til að minnast foreldra sinna við á í óbyggðum þar sem þau drukknuðu. Á Íslandi mæta honum miklar furður og hremmingar.
Meðal leikenda eru Masatoshi Nagase, Fisher Stevens, Lily Taylor, Gísli Halldórsson og Laura Hughes.
23:25Flótti í tunglskiniKvikmynd frá árinu 2012 í leikstjórn Wes Andersons sem segir frá kærustuparinu Sam og Suzy sem eru 12 ára og ákveða að flýja að heiman. Á sama tíma nálgast hættulegur stormur og leitarhópur, sem samanstendur af ansi litríkum karakterum, er sendur af stað til þess að leita að parinu. Aðalhlutverk: Jared Gilman, Kara Hayward, Bruce Willis, Bill Murray og Edward Norton. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.