RÚV 07:16Tikk TakkVandaðir þættir þar sem hugur og skynjun barna eru örvuð á sjónrænan hátt án orða.
07:21Hinrik HittirHinrik hittir einhvern nýjan á hverjum degi og lendir í ótrúlegustu uppákomum.
07:26Broddi og OddlaugBroddi og Oddlaug eru litlir broddgeltir, sem elska að fara út og kanna heiminn. Þau eru yfirleitt bestu vinir og skemmta sér saman í hinum ýmsu leikjum.
07:31Molang IVVinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
07:36Bursti og bóndabærinnBursti elskar dýr og vélar! Í þessari seríu af Bursta fylgjumst við með honum heimsækja sveitina, þar sem kanínur, hænur, geitur, kýr og risastór dráttarvél verða á vegi hans.
07:41Þorri og Þura bíða eftir jólunumÁlfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þorri er að föndra jólakort þegar Þura kemur í heimsókn.
07:46Þorri og Þura bíða eftir jólunumÁlfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Eysteinn kemur í heimsókn til Þorra og Þuru til að bjóða þeim með sér á jólaskemmtunina á miðbæjartorginu.
07:51Þorri og Þura bíða eftir jólunumÁlfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Til að hugga vin sinn, Eystein, stinga Þorri og Þura upp á því að tendra jólaljósin í stofunni heima hjá Þorra í stað þess að fara á miðbæjartorgið.
07:56Þorri og Þura bíða eftir jólunumÁlfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þorri, Þura og Eysteinn eru búin að skreyta alla stofuna, en hvað ætli hafi læðst inn um lúguna?
08:01Litla LóLitla Ló býr með Kisu, bróður sínum Húgó, foreldrum sínum - og líka álfinum Búa sem býr í holu í veggnum. Búi er algjör töframaður og á hverjum degi býður hann Litlu Ló og Kisu í nýtt ævintýri úti í náttúrunni.
08:08TölukubbarLærið um tölustafina með Tölukubbunum!
08:13SímonSímon er hress og skemmtileg kanína sem tekst á við alls kyns áskoranir og lærir af mistökum sínum.
08:18Hæ Sámur IVFjórða þáttaröðin um vinalega hundinn Sám og krílin sem vinna sér inn merki á leikskólanum hans.
08:25MolangMolang er lítil kanínustelpa sem er í miklu jólaskapi.
08:32Blæja IIDaglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
08:39Strumparnir IÞættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
08:50Rán og SævarFjörugir þættir um sjóræningjastelpuna Rán og Sævar sem flýgur sinni eigin sjóflugvél.
09:01Örvar og RebekkaRebekka er ung stúlka sem er að læra á lífið, skólann og tilveruna. Örvar er græn veira sem lenti hjá mannfólkinu. Saman eru þau ótrúlegt teymi.
09:12ElíasÞriðja þáttaröðin um Elías, unga og áhugasama björgunarbátinn. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
09:23Rán - RúnRán er ung og hress stelpa sem styttir sér stundir með ímynduðu vinkonu sinni. En hún Rún virðist raunverulegri en flestir.
09:28Jasmín & JómbiJasmín og Jómbi eru góðir vinir sem elska tónlist. Saman njóta þau tónanna sem óma um Hljómbæ.
09:36Monsurnar IKári, Villi og Hanna lenda í alls kyns ævintýrum og þurfa að standa saman til að takast á við illmennið Ívar.
09:47Konráð og BaldurBaldur er undarlegur unglingur sem fær það hlutverk að passa hundinn Konráð. Konráð er hins vegar talandi hundur og miklu gáfaðri en Baldur. Spurningin er þá: Hver passar hvern?
10:00SnæholtTalsett norskt jóladagatal. Selma er 9 ára munaðarlaus stelpa sem býr hjá hinni ströngu Rut. Selma á þá ósk heitasta að eignast alvöru fjölskyldu og biður jólasveininn um hjálp.
10:25SnæholtTalsett norskt jóladagatal. Selma er 9 ára munaðarlaus stelpa sem býr hjá hinni ströngu Rut. Selma á þá ósk heitasta að eignast alvöru fjölskyldu og biður jólasveininn um hjálp.
10:50SnæholtTalsett norskt jóladagatal. Selma er 9 ára munaðarlaus stelpa sem býr hjá hinni ströngu Rut. Selma á þá ósk heitasta að eignast alvöru fjölskyldu og biður jólasveininn um hjálp.
11:15SnæholtTalsett norskt jóladagatal. Selma er 9 ára munaðarlaus stelpa sem býr hjá hinni ströngu Rut. Selma á þá ósk heitasta að eignast alvöru fjölskyldu og biður jólasveininn um hjálp.
11:40Tobias og sætabrauðiðDanskir ferða- og matreiðsluþættir. Sætabrauðsdrengurinn og ferðalangurinn Tobias Hamann-Pedersen leggur land undir fót og kynnist bakstri og lífi víða um heim.
12:25VináttanSænskir þættir frá 2023. Hversu oft spyrjum við bestu vini okkar mikilvægra spurninga? Tveir bestu vinir svara spurningum um hvor annan og ræða saman á einlægan hátt.
12:40Jólin heimaHugljúfir heimatónleikar með jólalögum í flutningi þeirra Nicke Lignell, Jannike, Lauri Schreck og Önnu & Klaus, þar sem þau flytja þekkta aðventuslagara í bland við nýrra efni.
13:00Fréttir (með táknmálstúlkun)Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
13:25ÚtúrdúrÞættir frá 2011 þar sem fjallað er um klassíska- og samtímatónlist í víðum skilningi og leitast við að kynna hana á skemmtilegan, aðgengilegan og fjölbreyttan hátt. Tónlistarfólk kemur saman í stúdíói, spjallar um tónverk og leikur þau líka. Þá er rætt við sérfræðinga og áhugamenn úr ýmsum áttum. Umsjónarmenn eru Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson og Viðar Víkingsson.
Í þessum þætti eru viðtöl við tvö íslensk öndvegistónskáld, Jón Nordal og Snorra Sigfús Birgisson, um sköpunarferli tónverka þeirra. Verk Jóns, Myndir á þili, er í forgrunni í fyrri hluta þáttarins, en í síðari hluta heyrum við bæði þjóðlagaútsetningar Snorra og píanóverk hans Eos og Selena. Fram komu: Ástríður Alda Sigurðardóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Jón Nordal. Snorri Sigfús Birgisson, Víkingur Heiðar Ólafsson.
14:20EM kvenna í handboltaLeikir á EM kvenna í handbolta.
Leikur Svartfjallalands og Póllands í milliriðli á EM kvenna í handbolta.
16:05Sætt og gottDanskir þættir um kökubakstur og eftirréttagerð. Mette Blomsterberg útbýr kræsingar.
16:25Kósíheit í HveradölumHljómsveitin Baggalútur býður til jólatónlistarveislu í Skíðaskálanum í Hveradölum á laugardögum í desember. Góðir gestir koma í heimsókn og flutt verða gömul og ný jólalög sem koma landsmönnum í sannkallaðan „jólafíling“. Dagskrárgerð: Baggalútur. Stjórn útsendingar: Gísli Berg.
17:30HeimilistónajólSkemmtiþættir fyrir alla fjölskylduna þar sem stöllurnar í Heimilistónum, þær Elva, Katla, Lolla og Vigdís, bjóða áhorfendum í heimsókn til sín í Heimilistónahúsið á aðventunni. Í þáttunum kennir ýmissa grasa og fléttast þar saman tónlist, húsráð, leikin atriði, föndurhorn, gógó-danskennsla og margt fleira jólalegt. Í hverjum þætti er einn aðalgestur og eru þeir ekki af lakari endanum: Katrín Jakobsdóttir, Baltasar Kormákur, Svanhildur Jakobsdóttir og Valdimar. Skvísurnar í Heimilistónum tryggðu sér krafta nokkurra landsþekktra leikara sem bregða sér í hin ýmsu gervi. Þeir eru: Gói Karlsson, María Heba Þorkelsdóttir, Oddur Júlíusson, Sigurður Þór Óskarsson og Þröstur Leó Gunnarsson. Leikstjórn og dagskrárgerð: Kristófer Dignus.
18:01Þorri og Þura bíða eftir jólunumÁlfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þorri biður afa að segja sér sögu fyrir svefninn. En sagan hans afa er kannski aðeins of hræðileg.
18:05Stundin okkar - Tökum á loftLoft hefur svifið um loftin blá frá örófi alda án þess að lenda nokkurn tímann á jörðu. Það kynnist ævintýralegri tilvist mannsbarna í gegnum sjónaukann sinn og endurspeglar sjálft sig í þeim.
Loftfarið hefur hrapað, krakkarnir eru týndir og enginn veit með vísu hvort og hvenær þau komast aftur heim.
18:24SnæholtTalsett norskt jóladagatal. Selma er 9 ára munaðarlaus stelpa sem býr hjá hinni ströngu Rut. Selma á þá ósk heitasta að eignast alvöru fjölskyldu og biður jólasveininn um hjálp.
18:47JógastundKrakkar gera einfaldar jógaæfingar og krakkar heima í stofu geta verið með. Jóga liðkar og styrkir líkamann og róar hugann.
Þættirnir eru teknir upp í Yogashala.
Í þessum þætti sjáum við röð æfinga sem saman kallast Sólarhylling.
Umsjón: Elín Víðisdóttir, Sigurbjörg Helga Ákadóttir og Hulda Filippía Andradóttir.
18:50Bækur og staðir 2015Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:45LandinnÞáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
20:20Ljósmóðirin: Jólin nálgastSérstakur jólaþáttur um ljósmæðurnar í Poplar. Jólin eru á næsta leiti en lestarslys í nágrenninu skyggir á jólaandann. Fred ákveður að skipuleggja hæfileikasýningu til að sameina fólkið í hverfinu og safna fyrir fórnarlömbum slyssins og aðstandendum þeirra. Ljósmóðirin eru breskir þættir byggðir á sögulegum heimildum um ljósmæður og verðandi mæður í fátækrahverfi í austurhluta Lundúna á sjöunda áratugnum. Meðal leikenda eru: Vanessa Redgrave, Jenny Agutter og Laura Main.
21:55Dancer in the DarkSöngvamynd frá 2000 með Björk Guðmundsdóttur í aðalhlutverki. Myndin fjallar um Selmu, tékklenskan innflytjanda í Bandaríkjunum. Hún er einstæð móðir og þrælar myrkranna á milli í verksmiðju til þess að geta komið syni sínum í augnaðgerð. Söngleikir eru líf hennar og yndi og hún leitar á náðir þeirra þegar á bjátar. Björk fékk Edduverðlaunin, Evrópsku kvikmyndaverðlaunin og Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir leik sinn í myndinni.
Leikstjóri: Lars Von Trier. Aðalhlutverk: Björk Guðmundsdóttir, Catherine Deneuve, David Morse og Peter Stormare. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.