RÚV 07:55HM í sundiKeppni á HM í sundi í 25 metra laug í Ungverjalandi.
11:30OpnunHeimildarþáttaröð sem fjallar um samtímamyndlist á Íslandi. Áhorfendum er boðið að fylgjast náið með nokkrum framúrskarandi listamönnum sem veita innsýn í eigin sköpunarferli, allt frá innblæstri til útfærslu. Hver eru viðfangsefnin, aðferðirnar og tilgangurinn? Um hvað snýst myndlist í upphafi 21. aldar? Dagskrárgerð: Dorothée Kirch, Gaukur Úlfarsson og Markús Þór Andrésson.
Heimildarþáttaröð sem fjallar um samtímamyndlist á Íslandi. Í fyrsta þættinum kynnumst við listamönnunum Elínu Hansdóttur og Haraldi Jónssyni. Þau vinna bæði verk fyrir ákveðin rými og listin mótast þannig af umhverfinu. Dagskrárgerð: Dorothée Kirch, Gaukur Úlfarsson og Markús Þór Andrésson.
12:05SilfriðSigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Silfrið í kvöld er helgað stjórnarmyndunarviðræðum og nýrri stöðu í varnarmálum Íslands.
Gestir í fyrri hluta þáttarins eru Logi Einarsson, þingflokksformaður og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, Hanna Katrín Friðrikson þingflokksformaður Viðreisnar, Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður og varaformaður Flokks fólksins og Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Í síðari hluta þáttarins er rætt við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fráfarandi utanríkisráðherra, og Val Ingimundarson sagnfræðing um breytta heimsmynd og þau verkefni sem bíða nýrrar ríkisstjórnar í varnarmálum Íslands.
Umsjónarmaður þáttarins er Sigríður Hagalín Björnsdóttir.
13:00Fréttir (með táknmálstúlkun)Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
13:25HeimaleikfimiGóð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
13:35KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
14:00Jólin komaJón Ólafsson, tónlistarmaður, fær til sín þekkt tónlistarfólk á aðventunni og leikur með þeim jólalög.
Gestir Jóns í þættinum eru þau Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli. Stjórn upptöku: Helga Ólafsdóttir.
14:20EM kvenna í handboltaLeikir á EM kvenna í handbolta.
Leikur Rúmeníu og Póllands í milliriðli á EM kvenna í handbolta.
16:05SpaugstofanLeikararnir Karl Ágúst Úlfsson, Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason sýna áhorfendum samtíðaviðburði frá nýju sjónarhorni. Stjón upptöku: Björn Emilsson.e.
16:30Norrænir rafstraumarHeimildarþættir frá 2023 um sögu raftónlistar á Norðurlöndunum. Norræn raftónlist hefur notið vinsælda víðs vegar um heiminn síðan á níunda áratug síðustu aldar og hún hefur átt stóran þátt í að móta senuna. Fjallað er um tónlistarfólk eins og Björk, Röyksopp, Kygo, Aqua og E-Type.
17:00Jólin hjá Mette BlomsterbergMette Blomsterberg er komin í jólaskap. Hún bakar og skreytir eins og henni einni er lagið og fyllir heimilið af jólaangan og stemningu.
17:30HeilabrotHeilinn er undarlegt fyrirbæri. Hægt er að hafa áhrif á hann og hegðun fólks með mismunandi hætti. Sjónhverfingarmanninum og dáleiðandanum Jan Hellesøe er fylgt eftir í þessum fróðlegu dönsku þáttum.
18:01Þorri og Þura bíða eftir jólunumÁlfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Eftir svefnlausa nótt er Þorri að borða morgunnmat þegar Þura kemur í heimsókn og biður hann að koma út að leika.
18:04SnæholtTalsett norskt jóladagatal. Selma er 9 ára munaðarlaus stelpa sem býr hjá hinni ströngu Rut. Selma á þá ósk heitasta að eignast alvöru fjölskyldu og biður jólasveininn um hjálp.
18:28Blæja IIDaglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
18:35TölukubbarLærið um tölustafina með Tölukubbunum!
18:40JólAllt sem tengt er jólunum, tónlist, sögur, fræðsla og fíflagangur.
"Jólasveinar einn og átta" Lag: Montrose, F. Texti: Þjóðvísa. Flytjendur eru gestir á Jólaballi Stundarinnar okkar. Trjálfarnir, þau Steinn Ármann Magnússon og Helga Braga Jónsdóttir. Jólasveinninn, Jóhannes Haukur Jóhannesson. Kór Kársnesskóla og Stígur og Snæfríður eða Ívar Örn Sverrisson og Ísgerður Elfa. Tónlistarstjórn: Gunnar Benediktsson. Tónlistarflutningur: Baldur Ragnarsson, Gunnar Benediktsson, Jón Geir Jóhannsson og Loftur Sigurður Loftsson. Sönglagaupptökur: Hjörtur Svavarson
18:45Krakkafréttir (með táknmálstúlkun)Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
18:50Lag dagsinsÍslensk tónlistarmyndbönd.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:40TorgiðUmræðuþáttur í beinni útsendingu þar sem fólkið í landinu varpar fram spurningum og stendur fyrir máli sínu. Á Torginu er talað um málefnin sem rædd eru af kappi á kaffistofum landsins.
20:45Berglind Festival & saga jólannaBerglind Festival fer yfir sögu jólanna í þriggja þátta jólaseríu.
Í þessum lokaþætti er farið yfir hvað á að hafa í jólamatinn.
20:55VonarljósNý heimildarmynd um Íslandsdeild Amnesty International, gerð í tilefni 50 ára afmælis deildarinnar á árinu 2024. Samtökin Amnesty International tilheyra stærstu mannréttindahreyfingu heims. Félagar í Íslandsdeildinni hafa tekið þátt í fjölda ákalla og aðgerða, bæði hérlendis og utan, og varpað ljósi á mannréttindabrot víða um heim með ótrúlegum árangri. Geta undirskriftir frá Íslandi tendrað ljós í fjarlægri dýflissu grimmdarinnar? Í harðnandi heimi berjast félagar Íslandsdeildarinnar við að beina athygli okkar að málefnum sem þola enga bið. Leikstjórn og framleiðsla: Hrafnhildur Gunnarsdóttir.
22:00TíufréttirNýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
22:20Undir yfirborðiðDanskir spennuþættir um hóp rannsóknarblaðamanna sem starfar við margverðlaunaðan og farsælan fréttaskýringaþátt í sjónvarpi. Það er orðið heldur langt síðan þátturinn hefur opinberað stórt mál og nú ógnar breytt fjölmiðlalandslag tilvist hans. En þegar ristjóranum Liv berst nafnlaus ábending fara hjólin að snúast og fyrr en varir flækjast hún og teymið hennar inn í efstu lög danskra stjórnvalda. Aðalhlutverk: Mille Dinesen, Søren Malling, Lila Nobel og Afshin Firouzi. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
23:05Þetta verður vontDramatískir gamanþættir frá BBC. Lífið getur verið strembið fyrir unglækna á fæðingardeild á erilsömu sjúkrahúsi í London. Þeir reyna að samræma einkalífið og vinnuna þar sem stutt er milli hláturs og gráts. Aðalhlutverk: Ben Whishaw, Ambika Mod og Rory Fleck Byrne. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.