RÚV 07:01Smástund ISmástund hentar vel fyrir þau allra yngstu, í hverjum þætti lærum við orð, liti, tölur og tónlist. Dagskrárgerð: Agnes Wild. Tónlist: Sigrún Harðardóttir.
07:06Bursti IIÆvintýri Bursta og vina hans. Bursti er forvitinn og þrjóskur broddgöltur sem býr þar sem litlir hlutir eru stórir.
07:09Fílsi og vélarnar IIFjólublái fíllinn Fílsi lærir ýmislegt um allskonar mismunandi vélar.
07:16Þorri og Þura bíða eftir jólunumÁlfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þorri biður afa að segja sér sögu fyrir svefninn. En sagan hans afa er kannski aðeins of hræðileg.
07:21Þorri og Þura bíða eftir jólunumÁlfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þorri vaknar við að lampinn á náttborðinu hans er eitthvað bilaður.
07:26Þorri og Þura bíða eftir jólunumÁlfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Eftir svefnlausa nótt er Þorri að borða morgunnmat þegar Þura kemur í heimsókn og biður hann að koma út að leika.
07:31Hæ Sámur IIIÞriðja þáttaröðin um vinalega hundinn Sám og krílin sem vinna sér inn merki á leikskólanum hans.
07:38ÚmísúmíStærðfræðiofurhetjurnar Millý, Geó og Bói hjálpa krökkum að læra tölur, form og mynstur.
08:01Blæja IIDaglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
08:08Blæja IIDaglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
08:15Skrímslasjúkir snillingarÞegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?
08:26FjölskyldufárGamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi vill byggja flottara snjóvirki heldur en Kráka. Hann er mjög afbrýðissamur út í virkið hjá henni og hendir í hana snjóbolta, sem verður upphafið að miklu snjóboltastríði! Eddi verður þó að passa að börnin hans lendi ekki í miðju snjóboltastríðinu!
08:33MóiFallegir þættir um litla björninn Móa sem ferðast um allan heiminn á hjólinu sínu.
08:44TöfratúTöfratú er fantasíuland dásamlegra álfa og hafmeyja þar sem raunveruleg viðfangsefni á borð við systkinaerjur, sanngirni og sjálfstraust eru könnuð nánar.
08:56Múmínálfarnir ISkemmtilegir þættir um hina ástsælu Múmínálfa Tove Jansson og ævintýri þeirra.
09:18Hrúturinn Hreinn IVHrúturinn Hreinn og félagar hans á bóndabænum lenda í mörgum skemmtilegum ævintýrum.
09:25Lóa!Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.
09:38Drónarar IIKortó, Mýsla og Eik eru álveðin að sigra Hvalabikarkeppnina, drónaflugkeppni sem leiða á í ljós hver verður arftaki vistfræðisnillingsins Hvals Hvíta og þar af leiðandi fá aðgang að nýjustu vistvísindunum til geta forðað því að eyjan þeirra hverfi í hafið.
10:00SnæholtTalsett norskt jóladagatal. Selma er 9 ára munaðarlaus stelpa sem býr hjá hinni ströngu Rut. Selma á þá ósk heitasta að eignast alvöru fjölskyldu og biður jólasveininn um hjálp.
10:25SnæholtTalsett norskt jóladagatal. Selma er 9 ára munaðarlaus stelpa sem býr hjá hinni ströngu Rut. Selma á þá ósk heitasta að eignast alvöru fjölskyldu og biður jólasveininn um hjálp.
10:50SnæholtTalsett norskt jóladagatal. Selma er 9 ára munaðarlaus stelpa sem býr hjá hinni ströngu Rut. Selma á þá ósk heitasta að eignast alvöru fjölskyldu og biður jólasveininn um hjálp.
11:15KappsmálSkemmtiþáttur um íslenska tungu í umsjón Braga Valdimars Skúlasonar og Vigdísar Hafliðadóttur. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Keppendur eru Hálfdán Helgi Matthíasson, Matthías Davíð Matthíasson, María Magnúsdóttir og Rebekka Magnúsdóttir.
12:15Jólatónleikar Rásar 1 2014Hátíðlegir jólatónleikar sem fram fóru í Langholtskirkju í desember 2014. Graduale Nobili syngur íslensk jólalög undir stjórn Jóns Stefánssonar. Undirleik annast Elísabet Waage á hörpu og Hallfríður Ólafsdóttir á flautu. Dagskrárgerð: Björn Emilsson.
13:00Fréttir (með táknmálstúlkun)Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
13:25Vikan með Gísla MarteiniGísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir þáttarins eru biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Steinþór Hróar Steinþórsson.
Daði Freyr flytur tvö jólalög í þættinum, annars vegar Komdu um jólin og hins vegar lagasyrpu.
Siggi Gunnars kynnir inn sigurvegara Jólalagakeppni Rásar 2, hljómsveitina FLOTT. Þær flytja svo sigurlagið Ó, Grýla taktu þér tak.
Festival fólksins finnur jólaandann í verslunarmiðstöð.
14:40Færeyskar krásirFæreyskir matreiðsluþættir þar sem Trándur og Kári elda girnilegar máltíðir.
15:15Vegur að heimanHeimildarþættir þar sem Halla Ólafsdóttir skoðar hvers vegna fólk flytur landshorna og heimshorna á milli - og hvað það er sem fólk kallar „heima“.
Íris Birgisdóttir hefur staðið úti í rokinu í fimm ár. Hún vinnur að því að gera upp Framnes, hús úr sem var í eigu fjölskyldunnar, og leyfir landinu um leið að næra sig á meðan hún vinnur úr mikilli sorg. Við hittum hana svo aftur á tímamótum – þegar hún og dóttir hennar Anna eru að flytja inn. Við hittum ljóðskáldið Jakub Stachowiak sem elti ástina á íslenskunni til Íslands, við förum til fjalla og hittum flakkarann Lindu Ársælsdóttur sem virðist þrífast best í köldu loftslagi og fallegri náttúru. Og að lokum hittum við hjónin Herdísi Önnu Jónsdóttur og Steef van Oosterhout og heyrum sögu af heimþrá.
15:55Jólatónar í EfstaleitiBrot frá tónleikum í Útvarpshúsinu í Reykjavík á aðventunni 2012. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Brot frá tónleikum í Útvarpshúsinu í Reykjavík á aðventunni 2012. Valdimar Guðmundsson, Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson syngja lagið Jólahjól. Brother grass flytur lagið Blue Christmas og Björgvin Halldórsson flytur lagið Hvít jól. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson.
16:05Sætt og gott - jólDanskir þættir um kökubakstur og eftirréttagerð. Mette Blomsterberg útbýr kræsingar.
16:10KiljanÞáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Líkt og um þetta leyti ár hvert, verður skýrt frá niðurstöðum í Verðlaunum bóksalanna – bókum sem starfsfólk í bókaverslunum telur bestar í ýmsum flokkum. Við hittum Steinar Braga og spjöllum við hann um Gólem, það er þriðja bókin í röð framtíðarsagna sem hann sendir frá sér. Bragi Páll Sigurðarsson ræðir við okkur um hina krassandi bók sína Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen og við skoðum tjörnina sem er fyrirmyndin að Tjörninni í samnefndri bók eftir Rán Flygenring, verðlaunahafa Norðurlandaráðs. Ragnheiður Gestsdóttir segir frá bók sinni sem nefnist Týndur, hún er tilnefnd til Blóðdropans, íslensku glæpasagnaverðlaunanna. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Breiðþotur eftir Tómas Ævar Ólafsson, Friðsemd eftir Brynju Hjálmsdóttur, Ég læt sem ég sofi eftir Yrsu Sigurðaróttur og Kúk, piss og prump eftir Sævar Helga Bragason og Elías Rúna.
16:55Aðstoðarmenn jólasveinannaÞættir fyrir alla fjölskylduna sem fjalla um fólkið sem hjálpar okkur hinum að komast í jólaskapið. Það eru til dæmis þau sem hlaupa í skarðið fyrir jólasveinana þegar þeir eru vant við látnir, fólkið sem heldur jólaböllin, ber út póstinn og föndrar skrautið, svo fátt eitt sé nefnt.
Í þessum þætti heimsækjum við Jólasveinaskólann.
17:05Jólastundin með Ragnhildi Steinunni og SveppaJólaþáttur fyrir alla fjölskylduna þar sem Ragnhildur Steinunn og Sveppi bjóða þjóðinni í heimsins skemmtilegasta jólaboð. Stjórn upptöku: Salóme Þorkelsdóttir.
18:01Þorri og Þura bíða eftir jólunumÁlfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þura ákveður að koma Þorra á óvart með því að gefa honum bestu jólagjöf í heimi.
18:06SnæholtTalsett norskt jóladagatal. Selma er 9 ára munaðarlaus stelpa sem býr hjá hinni ströngu Rut. Selma á þá ósk heitasta að eignast alvöru fjölskyldu og biður jólasveininn um hjálp.
18:30KrakkakiljanFjallað er um barna- og ungmennabækur úr öllum áttum. Bókaormar KrakkaRÚV ræða við höfunda um bækurnar.
Eva Rún Þorgeirsdóttir hefur slegið í gegn með bókum sínum um jólasveininn uppátækjasama, Stúf. Hún heimsótti Emmu í Krakkakiljuna í aðdraganda jóla og ræddi við hana um jólasveina, jólahefðir og stressið sem fylgir stundum þessum árstíma.
Umsjón: Emma Nardini Jónsdóttir
18:39SkólahljómsveitBjarmi þarf að gera heimaverkefni um það sem honum þykir áhugavert og ákveður að búa til myndband um skólahljómsveitina í skólanum sínum.
Að þessu sinni heimsækja Bjarmi og Alda skólahljómsveitina og fræðast um horn.
18:45Lag dagsinsÍslensk tónlistarmyndbönd.
18:52LottóLottó-útdráttur vikunnar.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:45Jólagestir BjörgvinsUpptaka frá jólatónleikum Björgvins Halldórssonar sem haldnir voru í Laugardalshöll 16. desember 2023. Fram koma: Björgvin Halldórsson, Ásgeir Trausti, GDRN, Gissur Páll, Helgi Björnsson, Ragga Gísla, Svala Björgvins, Jólastjörnurnar 2023 og fleiri. Stjórn upptöku: Gísli Berg. Framleiðsla: RÚV og Sena.
21:35Martin læknir, jólaþátturSérstakur jólaþáttur um Martin lækni. Martin Ellingham er fær læknir en með afbrigðum klaufalegur í mannlegum samskiptum. Meðal leikenda eru Martin Clunes, Caroline Catz og Ian McNeice.
22:45Hljóða nóttHrollvekjandi gamanmynd frá 2021 með Keiru Knightley í aðalhlutverki. Hjónin Simon og Nell bjóða fjölskyldu og vinum í glæsilegt jólaboð. Boðið virðist fullkomið að öllu leyti þar til í ljós kemur að allir munu deyja. Leikstjóri: Camille Griffin. Önnur hlutverk: Matthew Goode, Roman Griffin Davis og Lily-Rose Depp. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.