RÚV 07:01Smástund IISmástund hentar vel fyrir þau allra yngstu, í hverjum þætti lærum við orð, liti, tölur og tónlist. Dagskrárgerð: Agnes Wild. Tónlist: Sigrún Harðardóttir.
07:05Bursti IIÆvintýri Bursta og vina hans. Bursti er forvitinn og þrjóskur broddgöltur sem býr þar sem litlir hlutir eru stórir.
07:08Fílsi og vélarnar IIINý sería um fjólubláa fílinn Fílsa sem lærir ýmislegt um allskonar mismunandi vélar.
07:15Tikk TakkVandaðir þættir þar sem hugur og skynjun barna eru örvuð á sjónrænan hátt án orða.
07:20Hinrik HittirHinrik hittir einhvern nýjan á hverjum degi og lendir í ótrúlegustu uppákomum.
07:25Molang IVVinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
07:30Hæ Sámur IIIÞriðja þáttaröðin um vinalega hundinn Sám og krílin sem vinna sér inn merki á leikskólanum hans.
07:37LundakletturLitlu lundasystkinin Úna og Bubbi búa á eyjunni Lundakletti. Þau lenda sífellt í nýjum ævintýrum með vinum sínum.
07:44ÚmísúmíStærðfræðiofurhetjurnar Millý, Geó og Bói hjálpa krökkum að læra tölur, form og mynstur.
08:07Blæja IIDaglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
08:14Skrímslasjúkir snillingarÞegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?
08:25FjölskyldufárGamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi vill alls ekki að dóttir sín spili brennibolta, en hún hlustar ekki á hann. Eddi verður að vernda hana eins vel og hann getur!
08:32TöfratúTöfratú er fantasíuland dásamlegra álfa og hafmeyja þar sem raunveruleg viðfangsefni á borð við systkinaerjur, sanngirni og sjálfstraust eru könnuð nánar.
08:44Karla og RegnbogaskólinnKarla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
08:51Múmínálfarnir ISkemmtilegir þættir um hina ástsælu Múmínálfa Tove Jansson og ævintýri þeirra.
09:13Svaðilfarir MarraMarri leirkall og vinir hans eru afar uppátækjasamir og í þessum þáttum lenda þeir í háskalegum ævintýrum þar sem þeir búa. Heimkynni þeirra eru fremur óvenjuleg, en þeir búa á borðplötu.
09:18Hrúturinn Hreinn IVHrúturinn Hreinn og félagar hans á bóndabænum lenda í mörgum skemmtilegum ævintýrum.
09:25Lóa!Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.
09:38Drónarar IIKortó, Mýsla og Eik eru álveðin að sigra Hvalabikarkeppnina, drónaflugkeppni sem leiða á í ljós hver verður arftaki vistfræðisnillingsins Hvals Hvíta og þar af leiðandi fá aðgang að nýjustu vistvísindunum til geta forðað því að eyjan þeirra hverfi í hafið.
10:00Ævar vísindamaður IIÞáttaröð frá 2014 úr smiðju Ævars vísindamanns fyrir krakka á öllum aldri, stútfull af æsispennandi tilraunum og fróðleik.
10:30Er þetta frétt?Fréttatengdur skemmtiþáttur þar sem keppendur spreyta sig á misalvarlegum spurningum sem sóttar eru í glóðvolgar fréttir og gamlar í bland. Stjórnandi og spyrill er Birta Björnsdóttir og henni til halds og trausts er fréttamaðurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir.
11:20Vikan með Gísla MarteiniGísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir þáttarins eru Elín Hall, María Reyndal og Jóhann Páll Jóhannsson.
Berglind Festival kynnir sér inflúensuna.
Tónlistarkonan Hildur lokar þættinum með laginu Dúnmjúk.
12:20Hraðfréttir 10 áraBenedikt Valsson og Fannar Sveinsson fagna um þessar mundir 10 ára samstarfsafmæli sem Hraðfréttamennirnir og halda upp á tímamótin með nýrri þáttaröð af Hraðfréttum. Sem fyrr láta þeir félagar sér ekkert mannlegt óviðkomandi og flest verður þeim að skemmtilegu fréttaefni.
12:45RökstólarStuttir sænskir þættir um ólíkar skoðanir fólks á hinum ýmsu málefnum. Hvað gerist þegar tvær manneskjur hittast og rökræða það sem þær eru ósammála um? Læra þær að skilja hvor aðra betur?
13:00Fréttir (með táknmálstúlkun)Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
13:25ÍslendingarFjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Magnús Ingimarsson átti langan og farsælan feril sem tónlistarmaður. Hann stjórnaði eigin danshljómsveit um langt skeið, lék á píanó og útsetti. Hann raddsetti líka fyrir kóra, m.a. Fjórtán Fóstbræður, og stærri hljómsveitir auk þess sem hann samdi lög fyrir sjónvarpsþætti og leiksýningar. Dagskrárefnið er úr safni Sjónvarpsins. Umsjón og dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
14:20HljómskálinnHljómskálinn snýr aftur, fullur langt út úr dyrum af nýjum viðtölum, nýjum andlitum og nýrri íslenskri tónlist. Sigtryggur Baldursson og Una Torfadóttir yfirheyra íslenskt tónlistarfólk og greiningardeildin kryfur bransann til mergjar. Framleiðsla: Stjörnusambandsstöðin.
Við skellum okkur vestur á firði og komumst að því hvað er eiginlega í vatninu þarna undir hrikalegum fjöllunum í lygnum fjörðum. Systkinin frá Súgandafirði taka lagið með Súðavíkurdrottningunni Siggu Beinteins.
14:50Svíþjóð - ÍslandLandsleikur Svíþjóðar og Íslands í handbolta karla. Leikurinn er liður í undirbúningi landsliðsins fyrir HM í handbolta.
16:35StraumarTónlistar- og skemmtiþættir um strauma og stefnur í tónlist og tíðaranda hérlendis og erlendis á síðastliðnum áratugum Hin og þessi tímabil í popp- og dægurmenningarsögunni í tónum og tali. Umsjón: Björg Magnúsdóttir og Freyr Eyjólfsson. Tónlistarstjórn: Guðmundur Óskar Guðmundsson. Stjórn upptöku: Salóme Þorkelsdóttir.
Í þætti kvöldsins er fjallað um sexuna, árin 1960-1970.
18:01VíkingaþrautinFjórir krakkar eiga að vinna skólaverkefni um víkingatímabilið á Þjóðminjasafninu en leysa í staðinn ævafornan víking úr álögum. Krakkarnir þurfa að leysa sérstakar víkingaþrautir til að hjálpa víkingnum að komast til Valhallar - þangað sem fallnar víkingahetjur fara eftir að hafa dáið í bardaga.
Selma, Jói, Kalli og Ella hafa náð að leysa tvær víkingaþrautir en hefur enn ekki tekist að koma víkingnum til Valhallar. Ella hagar sér líka svo undarlega. Hvað er eiginlega í gangi með hana?
Krakkarnir þurfa að taka á öllu sem þau eiga til að sigra dularfullu öflin í leyniherberginu á Þjóðminjasafninu. Tekst víkingnum að komast til Valhallar?
18:27Blæja IIDaglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
18:34Blæja IIDaglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
18:41DýrSamansafn af klippum úr Stundinni okkar þar sem dýrin eru í aðalhlutverki.
Heimsókn til dýrasálfræðingsins Ástu Dóru Ingadóttur.
18:45LandakortValin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
„Þetta er að byrja svona í mars og er fram í maí. Þá er áin orðin það heit og kominn það mikill gróður í hana að það er ekki hægt að vera með net eftir það," segir Jón Fornason í Haga I í Aðaldal sem stundar netaveiðar í Laxá á hverju vori. Hér áður fyrr voru þessar vorveiðar heilmikil búbót fyrir bændur í Aðaldal. Nú stunda þær fáir. „Ég er svona að reyna að koma yngri kynslóðinni inn í þetta og það gegnur bara vel," segir Jón.
18:52LottóLottó-útdráttur vikunnar.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:45Áramótaskaup - öll atriðinÓmissandi endapunktur sjónvarpsársins. Einvalalið leikara og skemmtikrafta rýnir í fréttir, viðburði og uppákomur ársins. Handritshöfundar eru Friðgeir Einarsson, Hugleikur Dagsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, María Reyndal, Ólafur Ásgeirsson, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Leikstjóri: María Reyndal.
Ég get orðið forseti.
Upphafslag áramótaskaupsins. Löngun almennings að taka við forsetaembættinu.
19:50Hefðarfrúin og umrenningurinnTalsett teiknimynd úr smiðju Disney frá 1955. Tíkin Freyja er hreinræktuð hefðarfrú sem lifir í vellystingum hjá eigendum sínum í fínu hverfi. En þegar eigendur hennar eignast barn breytist allt og Freyja hrökklast að heiman. Hún kynnist götuhundinum Spora og saman lenda þau í ýmsum ævintýrum.
21:00Áramótaskaup - öll atriðinÓmissandi endapunktur sjónvarpsársins. Einvalalið leikara og skemmtikrafta rýnir í fréttir, viðburði og uppákomur ársins. Handritshöfundar eru Friðgeir Einarsson, Hugleikur Dagsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, María Reyndal, Ólafur Ásgeirsson, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Leikstjóri: María Reyndal.
Bríet, Unnsteinn og Logi eru lent í Squid Game 2.
21:10Ég trúi ennSannsöguleg kvikmynd frá 2020 um kristilega tónlistarmanninn Jeremy Camp og samband hans við eiginkonu sína, Melissu, sem var dauðvona þegar þau ákváðu að gifta sig. Leikstjórar: Andrew Erwin og Jon Erwin. Aðalhlutverk: KJ Apa, Britt Robertson og Nathan Parsons.
23:05Takk fyrir þjónustunaBandarísk bíómynd frá 2017. Hópur hermanna sem snýr aftur heim eftir herþjónustu í Írak á í erfiðleikum með að aðlagast fjölskyldu og daglegu lífi á ný. Þó þeir hafi sloppið án meiðsla bera þeir ör á sálinni eftir stríðið og það ógnar lífi þeirra löngu eftir að þeir hafa yfirgefið vígvelli Íraks. Leikstjóri: Jason Hall. Aðalhlutverk: Miles Teller, Beulah Koale og Joe Cole. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.