RÚV12:55Fréttir (með táknmálstúlkun)Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
13:20HeimaleikfimiGóð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
13:30KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnti í Kastljósi að hann ætli ekki að sækjast eftir formannsembættinu í Sjálfstæðisflokknum. Í þættinum fór hann yfir ástæður þess og ræddi meðal annars átök í flokknum sem hafi skaðað hann.
Víkingur Heiðar Ólafsson hlaut Grammy-verðlaunum fyrir túlkun sína á Goldberg-tilbrigðum Jóhanns Sebastians Bachs. Verðlaunin hlaut hann í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara.
Við kynnumst nýjum leikstjóra - Þórði Pálssyni, sem stekkur inn á sjónarsviðið með nýrri íslenskri hryllingsmynd sem nefnist The Damned, eða hin fordæmdu.
13:55Setning AlþingisBein útsending frá setningu Alþingis.
14:45Bækur og staðir 2022Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.
14:55Klipp ur StrömsöValin myndskeið úr lífstílsþáttunum Lífsins lystisemdir þar sem fjallað er um matreiðslu, garðyrkju, föndur og margt fleira.
15:00SilfriðSigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Alþingi verður sett á morgun í fyrsta skipti eftir kosningarnar í nóvember. Gestir þáttarins eru formenn þeirra sex flokka sem eiga sæti á Alþingi, þau Bergþór Ólason, Hildur Sverrisdóttir, Sigmar Guðmundsson, Ingibjörg Isaksen, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Guðmundur Ingi Kristinsson. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
15:55Besti karríréttur heimsSænskir matreiðsluþættir frá 2023. Grínistinn David Batra og fréttakonan Malin Mendel ætla að opna veitingastað á Indlandi. Þau ákveða hvað verður á matseðlinum með því að prófa sig áfram í að elda klassíska indverska rétti og gamlar fjölskylduuppskriftir.
16:10Útsvar 2008-200924 stærstu bæjarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti eigast við lið Akraness og Kópavogs. Lið Akraness skipa Máni Atlason, Steingrímur Bragason og Þorvaldur Þorvaldsson og fyrir Kópavog keppa Víðir Smári Petersen, Hafsteinn Viðar Hafsteinsson og Kristján Guy Burgess.
16:55Spaugstofan 2005-2006Leikararnir Karl Ágúst, Pálmi, Randver, Sigurður og Örn túlka atburði líðandi stundar eins og þeim einum er lagið. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
17:30HljómskálinnHljómskálinn snýr aftur, fullur langt út úr dyrum af nýjum viðtölum, nýjum andlitum og nýrri íslenskri tónlist. Sigtryggur Baldursson og Una Torfadóttir yfirheyra íslenskt tónlistarfólk og greiningardeildin kryfur bransann til mergjar. Framleiðsla: Stjörnusambandsstöðin.
Við spjöllum við tónlistarfólk sem tengist hafinu á ýmsan hátt. Elst upp við það, eða hreinlega á því. Loks taka óvæntir skipsfélagar, þeir Benni Hemm Hemm og Páll Óskar, nýtt lag saman.
18:01Hvolpasveitin IVRóbert og hressu hvolparnir í Hvolpasveitinni eru komin aftur og takast á við ný verkefni og nýja þorpara eins og þeim einum er lagið.
18:24TölukubbarLærið um tölustafina með Tölukubbunum!
18:30Blæja IIDaglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
18:37Haddi og BibbiMörgæsirnar Haddi og Bibbi haga sínu lífi eftir F-unum þremur. Fjör, fiskur og félagsskapur.
18:40Krakkafréttir (með táknmálstúlkun)Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
18:45Vika 6Vika 6 er kynheilbrigðisátak sem haldið er í sjöttu viku hvers árs. Þá er kynfræðsla sett í forgrunn í skóla- og frístundastarfi. Unglingar kjósa um þema hverju sinni og fá að hafa bein áhrif á inntak og framkvæmd vikunnar.
Kynfærin okkar geta verið mikið tabú, en afhverju? Við erum öll með þau en svo vitum við varla hvernig þau virka almennilega og getum varla talað um þau. Sjáðu hvað viðmælendur okkar fyrir Viku6 höfðu að segja um kynfæri.
18:50Lag dagsinsÍslensk tónlistarmyndbönd.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:35KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
20:05KveikurKveikur er fréttaskýringaþáttur með fjölbreyttar áherslur. Ritstjórn og dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Árni Þór Theodórsson, Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir, Ingólfur Bjarni Sigfússon, Ingvar Haukur Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Kristín Sigurðardóttir, og Tryggvi Aðalbjörnsson.
Stjórnendur sömdu við sjálfa sig um útvistun lögbundinna verkefna. Stjórnin sagði af sér þegar hún komst að málinu. Tugir milljóna finnast ekki. Héraðssaksóknari rannsakar málið. Hvað gekk á hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga?
20:40Pricebræður þræða NorðurlöndinPrice-bræður halda í sælkeraferð um Norðulönd. Þeir töfra fram kræsingar í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi.
21:25Hljómsveitin IIÖnnur þáttaröð þessara dönsku gamanþátta. Lífið í sinfóníuhljómsveit hjá stórri danskri menningarstofnun er ekki alltaf dans á rósum. Hljómsveitarstjórinn Jeppe forðast ágreining eins og heitan eldinn, en það reynist oft erfitt þar sem sérvitri og ósveigjanlegi klarinettuleikarinn Bo lendir sífellt í árekstrum við stjórnendur og annað tónlistarfólk. Aðalhlutverk: Frederik Cilius Jørgensen, Rasmus Bruun og Neel Rønholt. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
22:00TíufréttirNýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
22:15LudwigBreskir gamanþættir um einfarann John Taylor sem gefur út þrautabækur undir dulnefninu „Ludwig.“ Þegar eineggja tvíburabróðir hans, James, hverfur sporlaust heldur John á lögreglustöðina til að grennslast fyrir um hann. Þar er bræðrunum ruglað saman og John er skyndilega kominn í starf bróður síns sem rannsóknarlögreglustjóri Cambridge. Aðalhlutverk: David Mitchell, Anna Maxwell Martin og Dipo Ola. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
23:15HöllinÞýskir dramaþættir frá 2022. Christine er dansari í Friedrichstadt-Palast-leikhúsinu í Austur-Berlín árið 1988. Þegar hún kemst óvænt að því að hún á tvíburasystur frá Vestur-Þýskalandi vakna ýmsar spurningar. Í von um að komast að uppruna sínum ákveða þær að skiptast á hlutverkum. Aðalhlutverk: Luise Befort, Svenja Jung og Anja Kling.