RÚV13:00Fréttir (með táknmálstúlkun)Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
13:25HeimaleikfimiGóð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
13:35Útsvar 2008-200924 stærstu bæjarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Að þessu sinni eigast við lið Mosfellsbæjar og Árborgar. Lið Mosfellsbæjar skipa Bjarki Bjarnason, Sigurður G.Tómasson og Lára Ómarsdóttir og fyrir Árborg keppa Ólafur Helgi Kjartansson, Þóra Þórarinsdóttir og Páll Óli Ólason.
14:35Taka tvö IIÁsgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður ræðir við íslenska kvikmyndagerðarmenn um myndir þeirra. Brugðið er upp völdum atriðum úr myndunum og rætt um hugmyndirnar sem að baki þeim liggja.
15:30Stríðsárin á ÍslandiHeimildarþáttaröð frá 1990 sem fjallar um hernám Breta á Íslandi og varpar ljósi á íslenskt þjóðfélag við upphaf og á árum síðari heimsstyrjaldar. Umsjónarmaður er Helgi H. Jónsson og um dagskrárgerð sá Anna Heiður Oddsdóttir.
Í fimmta þætt er rætt um skipaferðir umhverfis Ísland og að og frá landinu.
16:40Okkar á milliSigurlaug Margrét Jónasdóttir fær til sín góða gesti úr öllum áttum og ræðir við þá undir fjögur augu. Gestirnir eiga það sameiginlegt að hafa áhugaverða sögu að segja. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Jón Gunnar Geirdal er oft kallaður frasakóngur Íslands en hann er miklu meira en það. Sigurlaug Margrét ræðir meðal annars við hann um sköpunarkraftinn og sorgina.
17:10KrullurStuttir heimildarþættir frá Noregi um tilfinningaflækjur Ariane, ungrar norskrar konu sem er dökk á hörund og með krullað hár. Á að leyfa afróinu að njóta sín? Má annað fólk koma við hárið? Á hún að vera stolt af krullunum eða bara alls ekki?
17:30Innlit til arkitektaArkitektinn Charlotte Thiis-Evensen heimsækir starfssystkini sín og sýnir áhorfendum hvernig þau búa.
18:01Ferðalög TrymbilsTrymbill fer á flakk með systkinunum Hildi og Theó, sem eiga það þó til að gleyma honum. Þá hefjast sko ævintýri Trymbils!
18:08Litla LóLitla Ló býr með Kisu, bróður sínum Húgó, foreldrum sínum - og líka álfinum Búa sem býr í holu í veggnum. Búi er algjör töframaður og á hverjum degi býður hann Litlu Ló og Kisu í nýtt ævintýri úti í náttúrunni.
18:15Molang VKrúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
18:20Tikk TakkVandaðir þættir þar sem hugur og skynjun barna eru örvuð á sjónrænan hátt án orða.
18:25LundakletturLitlu lundasystkinin Úna og Bubbi búa á eyjunni Lundakletti. Þau lenda sífellt í nýjum ævintýrum með vinum sínum.
18:32Rán - RúnRán er ung og hress stelpa sem styttir sér stundir með ímynduðu vinkonu sinni. En hún Rún virðist raunverulegri en flestir.
18:37Bursti IIÆvintýri Bursta og vina hans. Bursti er forvitinn og þrjóskur broddgöltur sem býr þar sem litlir hlutir eru stórir.
18:40Krakkafréttir (með táknmálstúlkun)Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
18:45Vika 6Vika 6 er kynheilbrigðisátak sem haldið er í sjöttu viku hvers árs. Þá er kynfræðsla sett í forgrunn í skóla- og frístundastarfi. Unglingar kjósa um þema hverju sinni og fá að hafa bein áhrif á inntak og framkvæmd vikunnar.
Öll erum við með líkama, en hvernig er líkamsímynd okkar? Jú hún er misjöfn og verður fyrir áhrifum að mörgu en það þýðir ekki að við getum ekki unnið að líkamssátt. Sjáðu hvað viðmælendur okkar höfðu að segja um einmitt þetta fyrir unglinga landsins sem taka þátt í Viku6.
18:50Lag dagsinsÍslensk tónlistarmyndbönd.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:35KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
20:05ÍsalöndHeimildarþáttaröð þar sem David Attenborough kannar náttúru og dýralíf á köldustu svæðum jarðar. Þættirnir eru talsettir á íslensku en sýndir með ensku tali á RÚV 2 á sama tíma.
21:00VináttanSænskir þættir frá 2024. Hversu oft spyrjum við bestu vini okkar mikilvægra spurninga? Tveir bestu vinir svara spurningum um hvor annan og ræða saman á einlægan hátt.
21:15RingulreiðFrönsk-kanadísk leikin þáttaröð um örlagaríkt kvöld í lífi tíu ungmenna sem halda spennt á tónleika með átrúnaðargoðinu sinu, INVO. Þegar sprengja springur á miðjum tónleikum breytist líf þeirra til frambúðar. Aðalhlutverk: Lysandre Ménard, Simon Morin, Pier-Gabriel Lajoie og Lévi Doré. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
22:00TíufréttirNýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
22:15SilfriðSigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Alþingi verður sett á morgun í fyrsta skipti eftir kosningarnar í nóvember. Gestir þáttarins eru formenn þeirra sex flokka sem eiga sæti á Alþingi, þau Bergþór Ólason, Hildur Sverrisdóttir, Sigmar Guðmundsson, Ingibjörg Isaksen, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Guðmundur Ingi Kristinsson.
23:10Einu sinni var á Norður-ÍrlandiHeimildarþættir frá 2023 í leikstjórn James Bluemel. Fjallað er um átökin á Norður-Írlandi sem stóðu yfir í meira en þrjátíu ár, eða þar til friðarsamningurinn var undirritaður árið 1998. Fólk frá öllum hliðum átakanna deilir persónulegum sögum frá þessum tíma. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.