RÚV10:20HM í alpagreinumBeinar útsendingar frá HM í alpagreinum.
Keppni í risasvigi kvenna á HM í alpagreinum.
12:00LandinnÞáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld ætlum við að skoða stuld og skemmdarverk á listaverkum. Við hittum skemmtilegar geitur með unglingaveiki, tökum upp Instagrammyndband með bónda á Hvanneyri og skellum okkur svo í ísklifur í Öræfasveit.
12:30Ég á sviðiðSjö döff nemendur frá fjórum Norðurlandanna hefja nám í leiklistarskóla í Stokkhólmi. Í þessum sænsku heimildarþáttum sjáum við þau glíma við verkefni á borð við slæman fjárhag, líkama sinn, sjálfsmynd, rödd og ekki síst tungumálið og svo spurninguna um hvað þarf til að verða góður leikari.
13:00Fréttir (með táknmálstúlkun)Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
13:25HeimaleikfimiGóð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
13:35KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
13:50Besti karríréttur heimsSænskir matreiðsluþættir frá 2023. Grínistinn David Batra og fréttakonan Malin Mendel ætla að opna veitingastað á Indlandi. Þau ákveða hvað verður á matseðlinum með því að prófa sig áfram í að elda klassíska indverska rétti og gamlar fjölskylduuppskriftir.
14:05Útsvar 2008-200924 stærstu bæjarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti eigast við lið Snæfellsbæjar og Skagafjarðar. Lið Snæfellsbæjar skipa Guðrún Fríða Pálsdóttir, Ari Bjarnason og Stefán Máni Sigþórsson og fyrir Skagfirðinga keppa Ólafur Sigurgeirsson, Guðbjörg Bjarnadóttir og Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson.
15:00KveikurKveikur er fréttaskýringaþáttur með fjölbreyttar áherslur. Ritstjórn og dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Árni Þór Theodórsson, Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir, Ingólfur Bjarni Sigfússon, Ingvar Haukur Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Kristín Sigurðardóttir, og Tryggvi Aðalbjörnsson.
Stjórnendur sömdu við sjálfa sig um útvistun lögbundinna verkefna. Stjórnin sagði af sér þegar hún komst að málinu. Tugir milljóna finnast ekki. Héraðssaksóknari rannsakar málið. Hvað gekk á hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga?
15:35StofanUmfjallanir um leiki á EM kvenna í körfubolta.
Upphitun fyrir leik Tyrklands og Íslands í undankeppni EM kvenna í körfubolta.
15:50Undankeppni EM kvenna í körfuboltaLeikir í undankeppni EM kvenna í körfubolta.
Leikur Tyrklands og Íslands í undankeppni EM kvenna í körfubolta.
17:40StofanUmfjallanir um leiki á EM kvenna í körfubolta.
Uppgjör á leik Tyrklands og Íslands í undankeppni EM kvenna í körfubolta.
18:00LandakortValin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Ritstjórn: Gísli Einarsson.
18:06Einu sinni var... LífiðÞessar þáttaraðir eru áhorfendum að góðu kunnar, enda eru þættirnir bæði afar fræðandi og skemmtilegir. Að þessu sinni fræðumst við um mannslíkamann.
18:31Hvernig varð þetta til?Hvernig ætli sumir hlutir sem við erum mjög vön hafi verið fundnir upp? Stórfurðulegu steinaldarmennirnir sýna okkur sínar misheppnuðu tilraunir.
18:34ÆvintýrajógaHvað segja lungun?
Með því að anda hægt og rólega hjálpar það okkur að hugsa skýrar og gefa líkamanum og heilanum smá ró.
18:40Krakkafréttir (með táknmálstúlkun)Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
18:45Vika 6Vika 6 er kynheilbrigðisátak sem haldið er í sjöttu viku hvers árs. Þá er kynfræðsla sett í forgrunn í skóla- og frístundastarfi. Unglingar kjósa um þema hverju sinni og fá að hafa bein áhrif á inntak og framkvæmd vikunnar.
Er raunveruleikinn kannski aðeins öðruvísi en hvernig við höfum hingað til skilið hann? Getur verið að hann er fjölbreyttari en við kannski höldum? Sjáðu hvað viðmælendur okkar höfðu að segja fyrir Viku6 um hvernig raunveruleikinn er.
18:50Lag dagsinsÍslensk tónlistarmyndbönd.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:35KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
20:05Gettu beturSpurningakeppni framhaldsskólanna. Spurningahöfundar og dómarar eru Helga Margrét Höskuldsdóttir, Sigurlaugur Ingólfsson og Vilhjálmur Bragason. Spyrill er Kristinn Óli Haraldsson. Stjórn útsendingar: Sturla Holm Skúlason.
Lið Fjölbrautaskólans við Ármúla og Menntaskólans á Egilsstöðum mætast. Keppendur frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla: Iðunn Úlfsdóttir, Halldór Egill Arnarson og Dagur Snær Kristófersson. Keppendur frá Menntaskólanum á Egilsstöðum: Steinar Aðalsteinsson, Sigvaldi Snær Gunnþórsson, Embla Fönn Jónsdóttir.
21:15Stúdíó RÚVÞættir um íslenska dægurtónlist þar sem tónlistarmenn koma í stutt viðtöl og flytja tónlist. Umsjón: Lovísa Rut Kristjánsdóttir. Dagskrárgerð: Guðmundur Atli Pétursson.
Fram koma Superseroius, Soffía, Inspector Spacetime, Gosi og Flott.
21:40Ímynd í nærmyndÍvar Brynjólfsson lærði ljósmyndum í San Francisco og hefur lagt stund á það sem stundum er kallað myndlistarljósmyndun. Hann er þekktur fyrir að skapa nýja sýn á venjulega staði.
22:00TíufréttirNýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
22:15FlóttabíllinnSannsögulegir úkraínskir dramaþættir frá 2024. Sálfræðingurinn Lydia aðstoðar samborgara sína fyrstu vikurnar eftir innrás Rússa í Úkraínu. Hún ekur þeim í öruggt skjól og hlýðir á átakanlegar sögur þeirra. Aðalhlutverk: Anastasiya Karpenko, Igor Koltovskyy og Nadiya Levchenko. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
22:45Hamingjudalur IIIVerðlaunuð bresk spennuþáttröð um líf og störf lögreglukonunnar Catherine Cawood. Aðalhlutverk: Sarah Lancashire. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
23:35Þú og égDramaþættir frá Bretlandi sem fjalla um hvernig ástin getur bankað upp á þegar fólk á síst von. Þrjár manneskjur sem eiga erfitt með að ná sér eftir að hafa gengið í gegnum erfiðleika vonast til að sjá ljósið við enda ganganna. Aðalhlutverk: Harry Lawtey, Sophia Brown og Andi Osho.