RÚV13:00Fréttir (með táknmálstúlkun)Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
13:25HeimaleikfimiGóð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
13:35Taka tvö IIÁsgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður ræðir við íslenska kvikmyndagerðarmenn um myndir þeirra. Brugðið er upp völdum atriðum úr myndunum og rætt um hugmyndirnar sem að baki þeim liggja.
Í þessum þætti er rætt við Pál Steingrímsson kvikmyndastjóra.
Páll var kominn á fimmtugsaldur þegar hann útskrifaðist frá kvikmyndadeild New York University árið 1972. Hann stofnaði síðan kvikmyndafélagið Kvik sem hann rak um árabil ásamt félögum sínum Ernst Kettler og Ásgeiri Long. Fyrsta verkefni þeirra var heimildamyndin Eldeyjan, sem fjallaði um Vestmannaeyjagosið 1973, en fyrirtækið varð síðan umfangsmikið á sviði auglýsingamynda fyrir sjónvarp á áttunda áratug síðustu aldar og fram á þann níunda.
Páll hefur frá upphafi kvikmyndaferils síns unnið jafnt og þétt að heimildamyndum með áherslu á náttúru, dýralíf og umhverfi auk fræðslumynda fyrir ýmsa opinbera aðila. Alls fylla myndir hans rúmlega hálft hundrað og hafa margar þeirra verið sýndar og verðlaunaðar um víða veröld.
Páll hlaut heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar árið 2004 fyrir hinn langa og farsæla feril sinn á sviði heimildamynda.
14:25Útsvar 2008-200924 stærstu bæjarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Að þessu sinni takast á lið Hafnarfjarðar og Hornafjarðar. Lið Hafnarfjarðar skipa Gísli Ásgeirsson, Silja Úlfarsdóttir og Elíza Lífdís Óskarsdóttir en fyrir Hornafjörð keppa Kristín Hermannsdóttir, Sigurður Hannesson og Þórgunnur Torfadóttir.
15:20Stríðsárin á ÍslandiHeimildarþáttaröð frá 1990 sem fjallar um hernám Breta á Íslandi og varpar ljósi á íslenskt þjóðfélag við upphaf og á árum síðari heimsstyrjaldar. Umsjónarmaður er Helgi H. Jónsson og um dagskrárgerð sá Anna Heiður Oddsdóttir.
Í sjötta þætti er rætt um stríðslokin, stöðu Þjóverja síðustu mánuðina og þjóðfélagsbreytingar á Íslandi eftir stríðið.
16:15Okkar á milliSigurlaug Margrét Jónasdóttir fær til sín góða gesti úr öllum áttum og ræðir við þá undir fjögur augu. Gestirnir eiga það sameiginlegt að hafa áhugaverða sögu að segja. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Herdís Anna Þorvaldsdóttir er gestur Sigurlaugar í Okkar á milli. Hún varð fyrir lífshættulegri hnífaárás á heimili sínu.
Þrátt fyrir það er hún ekki hrædd við neitt og ætlar að nýta auka lífið og fá sem mest út úr því.
16:45Ég sé þigÍslenskur heimildarþáttur um hvernig hægt er að nýta skapandi tónlistarmiðlun til að hjálpa fólki til virkni í samfélaginu. Í þættinum fylgjumst við með stofnun Kodu Samfóníu, 35 manna hljómsveitar sem samanstendur af fólki sem hefur leitað sér hjálpar hjá starfsendurhæfingarstöðvum, hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og nemendum og starfsfólki við skapandi tónlistarmiðlun í Listaháskóla Íslands. Dagskrárgerð: Anna Hildur Hildibrandsdóttir.
17:30Innlit til arkitektaArkitektinn Charlotte Thiis-Evensen heimsækir starfssystkini sín og sýnir áhorfendum hvernig þau búa.
18:01Ferðalög TrymbilsTrymbill fer á flakk með systkinunum Hildi og Theó, sem eiga það þó til að gleyma honum. Þá hefjast sko ævintýri Trymbils!
18:08Litla LóLitla Ló býr með Kisu, bróður sínum Húgó, foreldrum sínum - og líka álfinum Búa sem býr í holu í veggnum. Búi er algjör töframaður og á hverjum degi býður hann Litlu Ló og Kisu í nýtt ævintýri úti í náttúrunni.
18:15Molang VKrúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
18:20Tikk TakkVandaðir þættir þar sem hugur og skynjun barna eru örvuð á sjónrænan hátt án orða.
18:25Bursti IIÆvintýri Bursta og vina hans. Bursti er forvitinn og þrjóskur broddgöltur sem býr þar sem litlir hlutir eru stórir.
18:28Rán - RúnRán er ung og hress stelpa sem styttir sér stundir með ímynduðu vinkonu sinni. En hún Rún virðist raunverulegri en flestir.
18:33LundakletturLitlu lundasystkinin Úna og Bubbi búa á eyjunni Lundakletti. Þau lenda sífellt í nýjum ævintýrum með vinum sínum.
18:40HjörðinKrúttlegir og skemmtilegir þættir þar sem er fylgst með ungum dýrum þar sem þau leika sér og læra á lífið og tilveruna í faðmi fjölskyldunnar.
18:45Krakkafréttir (með táknmálstúlkun)Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
18:50Lag dagsinsÍslensk tónlistarmyndbönd.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:40Stefnuræða forsætisráðherraBein útsending frá Alþingi þar sem forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína og fram fara umræður um hana.
21:40VináttanSænskir þættir frá 2024. Hversu oft spyrjum við bestu vini okkar mikilvægra spurninga? Tveir bestu vinir svara spurningum um hvor annan og ræða saman á einlægan hátt.
22:00TíufréttirNýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
22:15SilfriðSigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
23:10RingulreiðFrönsk-kanadísk leikin þáttaröð um örlagaríkt kvöld í lífi tíu ungmenna sem halda spennt á tónleika með átrúnaðargoðinu sinu, INVO. Þegar sprengja springur á miðjum tónleikum breytist líf þeirra til frambúðar. Aðalhlutverk: Lysandre Ménard, Simon Morin, Pier-Gabriel Lajoie og Lévi Doré. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.