RÚV08:50HM í alpagreinumBeinar útsendingar frá HM í alpagreinum.
Keppni í bruni í alpatvíkeppni liða kvenna á HM í alpagreinum.
11:10Fréttir (með táknmálstúlkun)Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
11:35HeimaleikfimiGóð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
11:45Mamma mínÞau elska mæður sínar, en þeim liggur ýmislegt á hjarta sem þau hafa ekki haft orð á fyrr en nú. Norskir þættir þar sem fólk ræðir við mæður sínar og fær svör við stórum spurningum.
12:05HM í alpagreinumBeinar útsendingar frá HM í alpagreinum.
Keppni í svigi í alpatvíkeppni liða kvenna á HM í alpagreinum.
14:05SilfriðSigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Það eru óvenjumargir í Silfrinu í kvöld enda rík ástæða til. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins, hefur slitið meirihlutasamstarfinu í Reykjavíkurborg og óvíst hvaða flokkar geta komið sér saman um að mynda nýjan. Oddvitar allra átta flokka í borgarstjórn eru gestur Silfursins í kvöld.
15:30Útsvar 2008-200924 stærstu bæjarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti reyna með sér lið Árborgar og Borgarbyggðar. Í liði Árborgar eru Ólafur Helgi Kjartansson, Þóra Þórarinsdóttir og Páll Óli Ólason og fyrir Borgarbyggð keppa Einar S. Valdimarsson, Heiðar Lind Hansson og Hjördís H. Hjartardóttir.
16:25Spaugstofan 2005-2006Leikararnir Karl Ágúst, Pálmi, Randver, Sigurður og Örn túlka atburði líðandi stundar eins og þeim einum er lagið. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
16:50AndralandAndri Freyr Viðarsson skoðar hina hliðina á hversdagsleikanum. Hann heimsækir forvitnilega staði, mætir á áhugaverð mannamót, spjallar við sérstakar týpur og prófar óvenjuleg störf. Ekkert er Andra óviðkomandi á flandri sínu um höfuðborgina; málaðir miðaldra rokkarar, falið kúluspilasafn, moskva í miðbænum, skeggjuð kona, fitulaust brúnt fólk, háskólanemar í þykjó, samkynhneigðir söngfuglar og fleira. Dagskrárgerð: Kristófer Dignus. Framleiðandi: Stórveldið ehf.
Á Japönskum dögum Háskólans rekst Andri á sérvitran hóp af fólki sem hefur það fyrir áhugamál að klæða sig upp sem teiknimynda-og tölvuspilahetjur. Í sjoppunni hans Andra á Grettisgötu vinnur ung kona með skegg. Andri kynnir sér söguna bak við mottuna. Félag múslima starfrækir mosku í iðnaðarhúsi í Ármúla. Andri fær boð á bænastund og mætir spenntur að sjá og læra eitthvað nýtt.
17:30HeilabrotHeilinn er undarlegt fyrirbæri. Hægt er að hafa áhrif á hann og hegðun fólks með mismunandi hætti. Sjónhverfingarmanninum og dáleiðandanum Jan Hellesøe er fylgt eftir í þessum fróðlegu dönsku þáttum.
18:01Hvolpasveitin IVRóbert og hressu hvolparnir í Hvolpasveitinni eru komin aftur og takast á við ný verkefni og nýja þorpara eins og þeim einum er lagið.
18:23Sammi brunavörður XSammi brunavörður og félagar hans á slökkvistöðinni standa vaktina í Pollabæ.
18:33Blæja IIDaglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
18:40TölukubbarLærið um tölustafina með Tölukubbunum!
18:45Krakkafréttir (með táknmálstúlkun)Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
18:50Lag dagsinsÍslensk tónlistarmyndbönd.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:35KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
20:05Lesið í beininDönsk heimildarmynd frá 2023. Í myndinni er danska erfðafræðiprófessornum Eske Willerslev fylgt eftir í tíu ár við rannsóknir á fornum beinum í Norður-Ameríku í von um að finna svör við spurningunni hverjir voru fyrstu Ameríkanarnir.
21:30Hljómsveitin IIÖnnur þáttaröð þessara dönsku gamanþátta. Lífið í sinfóníuhljómsveit hjá stórri danskri menningarstofnun er ekki alltaf dans á rósum. Hljómsveitarstjórinn Jeppe forðast ágreining eins og heitan eldinn, en það reynist oft erfitt þar sem sérvitri og ósveigjanlegi klarinettuleikarinn Bo lendir sífellt í árekstrum við stjórnendur og annað tónlistarfólk. Aðalhlutverk: Frederik Cilius Jørgensen, Rasmus Bruun og Neel Rønholt. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
22:00TíufréttirNýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
22:15LudwigBreskir gamanþættir um einfarann John Taylor sem gefur út þrautabækur undir dulnefninu „Ludwig.“ Þegar eineggja tvíburabróðir hans, James, hverfur sporlaust heldur John á lögreglustöðina til að grennslast fyrir um hann. Þar er bræðrunum ruglað saman og John er skyndilega kominn í starf bróður síns sem rannsóknarlögreglustjóri Cambridge. Aðalhlutverk: David Mitchell, Anna Maxwell Martin og Dipo Ola. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
23:10HöllinÞýskir dramaþættir frá 2022. Christine er dansari í Friedrichstadt-Palast-leikhúsinu í Austur-Berlín árið 1988. Þegar hún kemst óvænt að því að hún á tvíburasystur frá Vestur-Þýskalandi vakna ýmsar spurningar. Í von um að komast að uppruna sínum ákveða þær að skiptast á hlutverkum. Aðalhlutverk: Luise Befort, Svenja Jung og Anja Kling.