RÚV13:00Fréttir (með táknmálstúlkun)Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
13:25HeimaleikfimiGóð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
13:35KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Kastljós er að mestu helgað leitinni að Jóni Þresti Jónssyni sem hvarf í Dublin fyrir sex árum. í hlaðvarpinu Hvar er Jón, sem unnið er í samstarfi RUV og írska ríkisútvarpsins, koma fram nýjar upplýsingar um aðdraganda hvarfsins auk þess sem írska lögreglan er harðlega gagnrýnd fyrir slæleg vinnubrögð við rannsóknina. Um helgina var fjölskylda Jóns Þrastar stödd í Dublin, meðal annars til að funda með lögreglunni um næstu skref í málinu. Kastljós fylgdi fjölskyldunni til Írlands. Þar að auki verður rætt við bróður Jóns sem upplýsir okkur um næstu skref lögreglunnar í málinu.
Litið við á íslensku tónlistarverðlaununum sem voru afhent í Hörpu í kvöld.
14:00Útsvar 2009-201024 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Hér eigast við lið Dalvíkurbyggðar og Garðabæjar. Lið Dalvíkurbyggðar skipa Elín B. Unnarsdóttir, Klemenz Bjarki Gunnarsson og Magni Óskarsson en fyrir Garðabæ keppa Elías Karl Guðmundsson, Ólöf Ýrr Atladóttir og Vilhjálmur Bjarnason.
14:50Í leit að fullkomnunIda er ung norsk kona sem ákveður að taka tilveruna föstum tökum og einsetur sér að bæta sig á flestum sviðum daglegs lífs.
Ida er ung norsk kona sem ákveður að taka tilveruna föstum tökum og einsetur sér að bæta sig á flestum sviðum daglegs lífs. Í þessum þætti reynir Ida að finna sér líkamsrækt sem hentar henni og hennar lífsstíl.
15:20ÆviÍslensk þáttaröð sem fjallar um ævina frá upphafi til enda. Einblínt er á eitt æviskeið í einu og skoðað hvað hver kynslóð er að fást við. Sagðar eru sögur af fólki á öllum aldri og tekist á við stórar spurningar. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson og Sigríður Halldórsdóttir.
Í þessum þætti er fjallað um fullorðinsárin. Þetta er tíminn þar sem maður á að vera allt í öllu; koma sér upp þaki yfir höfuðið, eignast börn (og ala þau upp), standa sig í vinnunni, mæta í ræktina, sinna vinum og fjölskyldu, taka MBA-námið með fram - og ekki fá taugaáfall. Einn, tveir og byrja. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson og Sigríður Halldórsdóttir.
15:45OpnunHeimildarþáttaröð sem fjallar um samtímamyndlist á Íslandi. Áhorfendum er boðið að fylgjast náið með nokkrum framúrskarandi listamönnum sem veita innsýn í eigin sköpunarferli, allt frá innblæstri til útfærslu. Hver eru viðfangsefnin, aðferðirnar og tilgangurinn? Um hvað snýst myndlist í upphafi 21. aldar? Dagskrárgerð: Dorothée Kirch, Gaukur Úlfarsson og Markús Þór Andrésson.
Heimildarþáttaröð sem fjallar um samtímamyndlist á Íslandi. Í þættinum kynnumst við listamönnunum Hildi Bjarnadóttur og Helga Þórssyni en miðill þeirra beggja er málverk. Hildur rannsakar uppruna litarins og Helgi notar hann til að skapa skynræn áhrif. Dagskrárgerð: Dorothee Kirch, Gaukur Úlfarsson og Markús Þór Andrésson.
16:20Síðasta mannveranGrænlensk heimildarmynd frá 2022 þar sem skoðað er hvernig rekja má upphaf og endi lífs á jörðinni til Grænlands. Leikstjóri: Ivalo Frank.
17:30LandinnÞáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld ætlum við að endurnýta rúlluplast; við hittum 78 ára konu sem liggur lærbrotin á sjúkrahúsinu á Akureyri; fitjum upp á prjóna með vöskum körlum í Hrísey og kíkjum í Borgarnes sem ómar af fallegum söng kvennakórsins Senjórítanna.
18:01Einu sinni var... LífiðÞessar þáttaraðir eru áhorfendum að góðu kunnar, enda eru þættirnir bæði afar fræðandi og skemmtilegir. Að þessu sinni fræðumst við um mannslíkamann.
18:25ÆvintýrajógaJóga fyrir alla krakka í ævintýraheimi með dýrum og náttúru.
Ævintýrajóga hvetur börn til hreyfingar og að vera meðvituð um líkama sinn og líðan. Það gefur þeim verkfæri sem auðveldar þeim að líða vel í eigin líkama og takast á við daglegt líf. Jógakennari: Þóra Rós Guðbjartsdóttir. Framleiðsla: Erla Hrund Hafsteinsdóttir.
Við kynnumst slöngunni, lærum að hreyfa okkur eins og hún og skoðum styrkleikana hennar.
18:31Kveikt á perunniKeppni í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut og taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni. Þegar tíminn er hálfnaður draga keppendur babb-spjöld. Að sjálfsögðu endar þetta á vænni slímgusu. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Hvert er uppáhalds dýrið þitt? Getur þú búið til eftirlíkingu af því og notað eingöngu efni sem er til heima?
Skaparar og keppendur eru: Elísabet Ása Einarsdóttir og Arnór Bjarki Júlíusson og búa þau til eftirlíkingu af uppáhalds dýrinu sínu á 10 mínútum.
18:38MatargatÞau Ylfa og Máni standa vaktina í eldhúsinu og kenna okkur hvernig á að elda og baka ýmislegt góðgæti. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir. Umsjón: Ylfa Blöndal og Hilmar Máni Magnússon.
Í Þessum þætti af matargat baka krakkarnir afmælis-súkkulaðiskúffuköku fyrir 12 ára afmælið hennar Ylfu.
Svona er uppskriftin:
UPPSKRIFT af köku
285 gr hveiti
370 gr sykur
1 og 1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1 tsk fínt salt
3 kúfaðar msk bökunar kakó
105 gr brætt smjör
285 gr mjólk
2 egg
1 tsk vanilludropar
smjör til að smyrja form
Uppskrift af glassúr:
6 dl flórsykur
1/2 tsk salt
6 msk kakó
60-70 ml vatn
2-3 msk uppáhellt kaffi - Má sleppa en það kemur ekki kaffibragð, heldur dýpkar það bara súkkulaðibragðið
kókos
Aðferð
Kakan:
Bræðið smjörið og leyfið því að kólna.
Blandið öllum þurrefnunum saman.
Setjið næst mjólk, egg, vanilludropa.
Blandið smjörinu saman við deigið og hrærið í smá stund.
Smyrjið formið með smjöri (til að kakan festist ekki við formið)
Setjið í form sem er 22x33 cm
Bakið í 180 C° í 25-30 mínútur.
Glassúr:
Hrærið öllum þurrefnunum fyrst saman með skeið og setjið síðan kaffið út í.
Bætið vatni við, smátt og smátt í einu og hræra á meðan þar til það er orðið mátulega þykkt.
Setjið glassúr á þegar kakan hefur kólnað vel í forminu.
Stráið kókosmjöli yfir kökuna.
18:45Krakkafréttir (með táknmálstúlkun)Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
18:50Lag dagsinsÍslensk tónlistarmyndbönd.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:35KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
20:05Gettu beturSpurningakeppni framhaldsskólanna. Spurningahöfundar og dómarar eru Helga Margrét Höskuldsdóttir, Sigurlaugur Ingólfsson og Vilhjálmur Bragason. Spyrill er Kristinn Óli Haraldsson. Stjórn útsendingar: Sturla Holm Skúlason.
Menntaskólinn við Hamrahlíð mætir Menntaskólanum í Reykjavík í undanúrslitum. Keppendur frá Menntaskólanum við Hamralíð: Atli Ársælsson, Valgerður Birna Magnúsdóttir og Flóki Dagsson. Keppendur frá Menntaskólanum í Reykjavík: Björn Diljan Hálfdánarson, Davíð Birgisson og Dóróthea Margrét Jakobsdóttir.
21:15FílalagÞættir þar sem Snorri Helgason og Bergur Ebbi fjalla um íslensk dægurlög og setja í samhengi við tísku og tíðaranda. Þættirnir eru byggðir á vinsælu hlaðvarpi þeirra sem hóf göngu sína árið 2014.
21:45Ímynd í nærmyndLjósmyndarinn og listakonan Katrín Elvarsdóttir heldur mikið upp á plastmyndavélina Holgu sem býður oft upp á óvænta útkomu. Katrín vinnur myndir sínar gjarnan í tölvu og afraksturinn er oft nær myndlistinni en hefðbundinni ljósmyndun.
22:00TíufréttirNýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
22:15Þögnin rofinÚkraínsk spennuþáttaröð. Þegar þrjár ungar stúlkur finnast látnar með stuttu millibili í borginni Osijek í Króatíu ákveða tveir rannsóknarlögreglumenn og tveir blaðamenn að hjálpast að við að leysa málin, en rannsókn málsins leiðir þau á hættulegar slóðir. Aðalhlutverk: Kseniia Mishyna, Goran Bogdan og Darko Milas. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
23:10Sekir IIÖnnur þáttaröð þessara skosku spennuþátta. Lögfræðingurinn Max er laus úr fangelsi og fallinn í ónáð. Hann grunar alla um græsku og ekkert er eins og það sýnist. Aðalhlutverk: Mark Bonnar, Emun Elliot og Henry Pettigrew. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.