RÚV13:00Fréttir (með táknmálstúlkun)Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
13:25HeimaleikfimiGóð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
13:35Lífsins lystisemdirFinnlands-sænskir lífsstílsþættir þar sem meðal annars er fjallað um matreiðslu, garðyrkju og föndur.
14:05Útsvar 2010-201124 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Spurningakeppni sveitarfélaganna. Lið Árborgar og Ísafjarðarbæjar eigast við. Lið Árborgar skipa: Þorsteinn Tryggvi Másson, Hanna Lára Gunnarsdóttir og Páll Óli Ólason. Lið Ísafjarðarbæjar skipa: Guðný Harpa Henrýsdóttir, Jóna Símonía Bjarnadóttir og
Ólafur Halldórsson. Umsjónarmenn: Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómari: Ólafur B. Guðnason. Aðstoð við dagskrárgerð: Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson.
15:05GönguleiðirÞættir frá árunum 1989-1990 í umsjón Jóns Gunnars Grjetarssonar. Kynntar eru helstu gönguleiðir á þeim stöðum sem heimsóttir eru. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
15:25Manstu gamla daga?Þáttaröð frá 1991 um sögu íslenskrar dægurtónlistar. Umsjón: Helgi Pétursson og Jónatan Garðarsson. Dagskrárgerð: Tage Ammendrup.
16:10Stúdíó RÚVÞættir um íslenska dægurtónlist. Tónlistarmenn koma í stutt viðtöl í Stúdíó RÚV og færa landsmönnum tónlist heim í stofu. Stjórn upptöku: Þór Freysson.
Umsjón: Ingvar Þór Björnsson
16:25Fyrir alla muni IVÞáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.
Fyrir nokkrum árum fundust í kjallara Sálarrannsóknafélags Íslands hljóðupptökur á stálþráðum sem sagðar eru vera frá upphafsárum félagsins á Íslandi. Margir þekktir miðlar hafa starfað á vegum félagsins en hvað leynist á upptökunum og er hægt að hlusta á þær? Við kynnum okkur skilaboð að handan, sögu spíritisma og reynum að finna út hvort hægt sé að hlusta á upptökurnar.
17:00VeislanÍslenskir lífstíls- og matarþættir þar sem þeir Dóri DNA og Gunnar Karl Gíslason, Michelin-kokkur, ferðast um landið, kynnast áhugaverðu fólki og fræðast um menningu, listir, mat og nýsköpun í nýtingu auðlinda. Á leið sinni á hvern áfangastað safna þeir hráefnum sem Gunnar Karl nýtir til matreiðslu í lok hvers þáttar með dyggri aðstoð heimamanna. Leikstjórn: Hannes Þór Arason. Framleiðsla: Gamli Blakkur, Fígúra og Lilja Jóns.
Dóri og Gunnar Karl fljúga vestur á Ísafjörð og leggja hluta Vestfjarða undir fót. Þeir fara um Önundarfjörð þar sem þeir fá ferska hörpuskel, kíkja á Þingeyri og halda veglega grillveislu á Flateyri.
17:30Keramik af kærleikaSænskir þættir um keramikgerð þar sem Ika Johannesson ræðir við fólk sem hefur lagt fyrir sig keramiklist og kynnist ýmsum aðferðum við að búa til muni úr leir.
18:01Litla LóLitla Ló býr með Kisu, bróður sínum Húgó, foreldrum sínum - og líka álfinum Búa sem býr í holu í veggnum. Búi er algjör töframaður og á hverjum degi býður hann Litlu Ló og Kisu í nýtt ævintýri úti í náttúrunni.
18:08Molang VKrúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
18:13Jasmín & Jómbi - Tónverksmiðjan IJasmín og Jómbi eru góðir vinir sem elska tónlist og njóta tónanna sem óma um Hljómbæ.
18:14SímonSímon er hress og skemmtileg kanína sem tekst á við alls kyns áskoranir og lærir af mistökum sínum.
18:19LundakletturLitlu lundasystkinin Úna og Bubbi búa á eyjunni Lundakletti. Þau lenda sífellt í nýjum ævintýrum með vinum sínum.
18:26Bursti og leikskólinnBursti heimsækir leikskólann! Allt er nýtt og spennandi og margt sem Bursti þarf að læra í hinum stóra leikskólaheimi.
18:33Hæ Sámur IVFjórða þáttaröðin um vinalega hundinn Sám og krílin sem vinna sér inn merki á leikskólanum hans.
18:40Refurinn PabloHugrakki og uppátækjasami refurinn Pablo flyst úr sveit í borg ásamt systkinum sínum.
18:45Krakkafréttir (með táknmálstúlkun)Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
18:50Lag dagsinsÍslensk tónlistarmyndbönd.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:35KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
20:05Lítil stórvirkiNáttúrulífsþættir frá BBC þar sem við fylgjumst með smávöxnum dýrum takast á við stórar áskoranir.
21:05ParadísÞriðja þáttaröð finnskra spennuþátta um lögreglukonuna Hilkku Mäntymäki. Dóttir stjórnmálamanns á Kanaríeyjum og eiginmaður hennar finnast látin í finnsku borginni Oulu og Hilkka fær aðstoð fyrrum samstarfsfólks síns í spænsku lögreglunni við rannsókn málsins. Aðalhlutverk: Riitta Havukainen, Fran Pérea og Marìa Romero. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
22:00TíufréttirNýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
22:15SilfriðSigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
23:10Konur í kvikmyndagerðBreskir heimildarþættir sem skoða kvikmyndasöguna í gegnum linsu kvikmyndagerðakvenna. Þættirnir skiptast í 40 kafla sem taka fyrir ólíkar hliðar kvikmyndagerðar og eingöngu er stuðst við dæmi úr kvikmyndum sem konur leikstýra. Sögukonur eru Tilda Swinton, Jane Fonda, Debra Winger, Adjoa Andoh, Kerry Fox, Thandie Newton og Sharmila Tagore. Leikstjóri: Mark Cousins. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.