RÚV08:01Klassísku StrumparnirHinir upprunalegu klassísku Strumpar í uppfærðri útgáfu í tilefni af 65 ára afmæli þáttanna.
08:25Kúlugúbbarnir IVKrúttlegir teiknimyndaþættir um litla hafbúa sem eru saman í bekk og elska að syngja og dansa. Kennarinn þeirra er hress gullfiskur sem kennir þeim ýmislegt um lífið og tilveruna.
08:48Friðþjófur forvitniFriðþjófur forvitni er forvitinn og yndislegur api sem getur oft á tíðum verið full ævintýragjarn. Fylgjumst með ævintýrum hans og mannsins með gula hattinn eiganda hans.
09:11ÚmísúmíStærðfræðiofurhetjurnar Millý, Geó og Bói hjálpa krökkum að læra tölur, form og mynstur.
09:34Begga og FressVinirnir Begga og Fress leika sér að tölum og leysa saman ýmsar þrautir og gátur.
09:47Eysteinn og SalómeFallegir teiknimyndaþættir um óvenjulega vináttu bjarnarins Ernests og músarinnar Célestine.
09:59EldhugarStuttir þættir þar sem við kynnumst merkiskonum mannkynssögunnar. Sumar eru frægar, aðrar eru óþekktar en allar eru þær töffarar og eldhugar.
10:00Dæmalaus dýrBreskir heimildarþættir frá 2020. Getur smokkfiskur sökkt skipi? Er kóngulóarvefur sterkari en stál? Vinirnir Tim Warwood og Adam Gendle hætta lífi sínu til að komast að athyglisverðum sannleika um hin ýmsu dýr.
10:50Beirút - AkureyriÍslensk heimildarmynd þar sem fylgst er með undirbúningi og komu fyrstu sýrlensku flóttamannafjölskyldnanna sem komu til Íslands frá Líbanon og lífi þeirra í nýjum heimkynnum á Akureyri á árunum 2016-2019. Leikstjórn og framleiðsla: Árni Gunnarsson og Anna Sæunn Ólafsdóttir.
11:35Manuela Wiesler - Ást við fyrstu heyrnÞáttur frá 1994 um Manuelu Wiesler flautuleikara. Umsjón: Sonja B. Jónsdóttir. Dagskrárgerð: Nýja bíó.
12:20Fréttir (með táknmálstúlkun)Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
12:50Tindastóll - ÍBVLeikir í Mjólkurbikar kvenna í fótbolta.
Leikur Tindastóls og ÍBV í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta.
15:00HeimaleikfimiGóð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
15:10Ferðabók Gísla EinarssonarUpptaka frá uppistandssýningu Gísla Einarssonar sem sýnd var á Sögulofti Landnámsseturs Íslands í Borgarnesi. Árið 1772 kom Ferðabók fræðimannanna Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar út í fyrsta sinn en hún byggði á rannsóknum þeirra á landsháttum á Íslandi og lífi Íslendinga. Gísli Einarsson hefur undanfarinn aldarfjórðung ferðast fram og aftur um landið og stúderað landshætti og líf landans með það að markmiði að taka upp þráðinn þar sem Eggert og Bjarni skildu við. Vinnubrögð Gísla eru ófagleg og hvarvetna er kastað til höndum. Útkoman er mislukkað grín þar sem hæðst er á ósmekklegan hátt að einstaka byggðarlögum og íbúum þeirra. Höfundur og flytjandi: Gísli Einarsson.
16:40Stúdíó RÚVÞættir um íslenska dægurtónlist. Tónlistarmenn koma í stutt viðtöl í Stúdíó RÚV og færa landsmönnum tónlist heim í stofu. Stjórn upptöku: Þór Freysson.
Umsjón: Atli Már Steinarsson.
17:05Perlur KvikmyndasafnsinsKvikmyndasafn Íslands geymir fjársjóð af kvikmyndum sem sýna íslenskan veruleika snemma á síðustu öld. Egill Helgason og Gunnar Tómas Kristófersson rýna efni og sýna efni sem jafnvel enginn hefur séð. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Fjallað er um tilraunir til að taka íslenskar fréttamyndir og koma þeim í almenna sýningu. Þrátt fyrir elju margra kvikmyndagerðarmanna reyndist það þrautin þyngri því markaðurinn var smár. Einnig er safnkostur Kvikmyndasafns Íslands skoðaður.
17:30Keramik af kærleikaSænskir þættir um keramikgerð þar sem Ika Johannesson ræðir við fólk sem hefur lagt fyrir sig keramiklist og kynnist ýmsum aðferðum við að búa til muni úr leir.
18:01Litla LóLitla Ló býr með Kisu, bróður sínum Húgó, foreldrum sínum - og líka álfinum Búa sem býr í holu í veggnum. Búi er algjör töframaður og á hverjum degi býður hann Litlu Ló og Kisu í nýtt ævintýri úti í náttúrunni.
18:08Molang VKrúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
18:13Jasmín & Jómbi - Tónverksmiðjan IJasmín og Jómbi eru góðir vinir sem elska tónlist og njóta tónanna sem óma um Hljómbæ.
18:14Vinabær Danna tígursDanni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
18:26Bursti og leikskólinnBursti heimsækir leikskólann! Allt er nýtt og spennandi og margt sem Bursti þarf að læra í hinum stóra leikskólaheimi.
18:33Refurinn PabloHugrakki og uppátækjasami refurinn Pablo flyst úr sveit í borg ásamt systkinum sínum.
18:38Hæ Sámur IVFjórða þáttaröðin um vinalega hundinn Sám og krílin sem vinna sér inn merki á leikskólanum hans.
18:45Ég er fiskurNokkrir kunnulegir og ókunnulegir fiskar kynna sig fyrir áhorfendum.
18:47Haddi og BibbiMörgæsirnar Haddi og Bibbi haga sínu lífi eftir F-unum þremur. Fjör, fiskur og félagsskapur.
18:50Lag dagsinsÍslensk tónlistarmyndbönd.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:40SumarbörnÍslensk fjölskyldumynd um systkinin Eydísi og Kára sem eru send á afskekkt barnaheimili vegna erfiðra heimilisaðstæðna og fátæktar. Börnin trúa því statt og stöðugt að dvölin verði stutt, en biðin veldur þeim síendurteknum vonbrigðum. Dagarnir líða og Eydísi tekst að yfirstíga hverja hindrunina á eftir annarri með sinni einstöku ráðsnilld, dugnaði og umhyggju fyrir Kára bróður sínum. Leikstjóri: Guðrún Ragnarsdóttir. Aðalhlutverk: Kristjana Thors, Stefán Örn Eggertsson og Brynhildur Guðjónsdóttir.
21:05Goth í ReykjavíkNý íslensk heimildarmynd þar sem hljómsveitirnar Kælan mikla, Mammút, Börn og Gróa koma fram í tali og tónum. Þær eru með framsæknustu hljómsveitum þjóðarinnar um þessar mundir. Leikstjórn: Árni Sveinsson.
22:10ParadísÞriðja þáttaröð finnskra spennuþátta um lögreglukonuna Hilkku Mäntymäki. Dóttir stjórnmálamanns á Kanaríeyjum og eiginmaður hennar finnast látin í finnsku borginni Oulu og Hilkka fær aðstoð fyrrum samstarfsfólks síns í spænsku lögreglunni við rannsókn málsins. Aðalhlutverk: Riitta Havukainen, Fran Pérea og Marìa Romero. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
23:05Kvikmyndatónskáldið Hans ZimmerHeimildarmynd frá BBC um þýska kvikmyndatónskáldið Hans Zimmer þar sem farið er yfir 40 ára feril tónskáldsins og rætt við helstu samstarfsaðila hans. Zimmer hefur meðal annars hlotið Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndunum Konungur ljónanna og Dune.