RÚV07:01Bjössi brunabangsiÍ þessari seríu fylgjumst við með hetjunni Bjössa brunabangsa, sem elskar að keyra slökkviliðsbíl og slökkva elda. Á hverjum einasta degi leysir hann spennandi verkefni með hjálp frá samstarfsfólki sínu.
07:12Tillý og vinirTillý býr í gulu húsi með fimm góðum vinum. Krókódíl, svíni, hænu, fíl og kanínu. Þau sýna og sanna að vináttan er það besta í heimi.
07:23Broddi og OddlaugBroddi og Oddlaug eru litlir broddgeltir, sem elska að fara út og kanna heiminn. Þau eru yfirleitt bestu vinir og skemmta sér saman í hinum ýmsu leikjum.
07:28Bubbi byggirBubb byggir og félagar leysa vandamál og koma hlutum í verk með bros á vör. Getum við gert þetta? – Hvort við getum.
07:39Lalli IIÖnnur þáttaröð um Lalla, sem færir ykkur allan heiminn þegar hann grípur litina sína. Hann er svo flinkur að teikna hann Lalli!
07:46Rán - RúnRán er ung og hress stelpa sem styttir sér stundir með ímynduðu vinkonu sinni. En hún Rún virðist raunverulegri en flestir.
07:51Ég er fiskurNokkrir kunnulegir og ókunnulegir fiskar kynna sig fyrir áhorfendum.
07:53Friðþjófur forvitniFriðþjófur forvitni er forvitinn og yndislegur api sem getur oft á tíðum verið full ævintýragjarn. Fylgjumst með ævintýrum hans og mannsins með gula hattinn eiganda hans.
08:16Hæ Sámur IVFjórða þáttaröðin um vinalega hundinn Sám og krílin sem vinna sér inn merki á leikskólanum hans.
08:23Veistu hvað ég elska þig mikið?Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
08:34Vinabær Danna tígursDanni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
08:46Monsurnar IKári, Villi og Hanna lenda í alls kyns ævintýrum og þurfa að standa saman til að takast á við illmennið Ívar.
08:56Blæja IIIÞriðja þáttaröðin um hina vinsælu Blæju og Hælbein fjölskylduna. Daglegt líf fjölskyldunnar gengur sinn vanagang, en hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
09:03Strumparnir IIÞættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
09:15ÚmísúmíStærðfræðiofurhetjurnar Millý, Geó og Bói hjálpa krökkum að læra tölur, form og mynstur.
09:38Múmínálfarnir ISkemmtilegir þættir um hina ástsælu Múmínálfa Tove Jansson og ævintýri þeirra.
10:00Attenborough: Furðudýr í náttúrunniVandaðir heimildaþættir frá BBC. David Attenborough fer með áhorfandann í ferðalag og sýnir furðuverur í náttúrunni.
10:25TónatalMatthías Már Magnússon tekur á móti tónlistarfólki sem veitir innsýn í líf sitt og flytur nokkur af vinsælustu lögunum sínum í bland við nýjar ábreiður. Í þáttunum fá áhorfendur að sjá nýjar hliðar á mörgu af áhugaverðasta tónlistarfólki landsins. Þættir frá 2021.
11:20FiskilífSænskir þættir um fiskveiðar. Þáttastjórnendurnir Emilie Björkman og Martin Falklind ferðast um Svíþjóð, hitta fiskveiðiáhugamenn, stunda veiðar og gefa góð ráð.
11:50Flikk flakkSumarið 2013 réðust íbúar Vestmannaeyja og Hornafjarðar í umfangsmiklar framkvæmdir í samstarfi við færustu hönnuði landsins. Þeir máluðu, smíðuðu og gerðu upp gömul hús og gáfu ný hlutverk. Umsjónarmaður: Guðrún Dís Emilsdóttir. Handrit og stjórn framleiðslu: Þórhallur Gunnarsson. Dagskrárgerð: Sigurður R. Jakobsson.
12:30Leiðin að ástinniÁstin er mikil ráðgáta og í þessum dönsku þáttum er gerð tilraun til að finna lykilinn að henni. Getur verið að hann sé að finna í magni persónulegra gagna? Til að sannreyna vísindin á bak við Big Data eru átta einhleypir einstaklingar paraðir saman út frá persónuupplýsingum. Mun ástin kvikna þegar fólkið fer að búa saman og kynnast nánar?
13:00Fréttir (með táknmálstúlkun)Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
13:25Sagan bak við smellinnSænsk heimildarþáttaröð um tilurð frægra popplaga.
Fjallað er um tilurð lagsins Praise You með Fatboy Slim.
13:55RæturFróðlegur og skemmtilegur þáttur um fólk sem á rætur um allan heim, en hefur af ólíkum ástæðum sest að á Íslandi. Næstum því einn af hverjum tíu íbúum Íslands er af erlendum uppruna. Sumir komu hingað af því að þá langaði til þess, aðrir áttu fáa aðra kosti. Einhverjir ætluðu bara rétt aðeins að staldra við, en ílentust óvart á lítilli eyju í norðri. Umsjón: Sigríður Halldórsdóttir og Ragnheiður Thorsteinsson.
Við fjöllum um hvernig það er að vera útlendingur á íslenskum vinnumarkaði. Við hittum austurrískan afa sem býr til hundasúrusúpu á vorin, þegar súrurnar eru nýsprottnar. Svo rifjum við upp komu víetnamskra flóttamanna til Íslands. Fyrst komu rúmlega 30 manns árið 1979 og svo 60 manns á árunum 1990 og 1991.
14:20Handritin - VeskúFyrstu íslensku miðaldahandritin komu heim frá Danmörku 21. apríl 1971. Þúsundir manna á öllum aldri fögnuðu því á hafnarbakkanum. Í þættinum verður saga heimkomu handritanna sögð með því að heyra margar ólíkar raddir, bæði íslenskar og danskar, sem rekja ástæður þess að það tók frændþjóðirnar langan tíma að semja um hvar þau skyldu varðveitt. Nú þegar helmingur handritasafns Árna Magnússonar hefur verið á Íslandi í hálfa öld er einnig horft til framtíðar og spurt hvaða vitnisburð handritin geyma fyrir komandi kynslóðir.
15:15PabbasoðMatreiðsluþættir með Kristni Guðmundssyni. Eftir að Kristinn varð pabbi fór hann að elda ofnrétti oftar. Þar sem hann er vanur að fara ótroðnar slóðir eldar hann alla réttina í eldofni sem hann byggði með vinum sínum í Norður-Frakklandi. Dagskrárgerð og framleiðsla: Kristinn Guðmundsson.
15:30StofanUmfjallanir um leiki á EM kvenna í fótbolta.
Upphitun fyrir leik Noregs og Finnlands á EM kvenna í fótbolta.
15:50Noregur - FinnlandLeikir á EM kvenna í fótbolta.
Leikur Noregs og Finnlands á EM kvenna í fótbolta.
17:50StofanUmfjallanir um leiki á EM kvenna í fótbolta.
Uppgjör á leik Noregs og Finnlands á EM kvenna í fótbolta.
18:10EM sögurSögur af leikmönnum EM kvenna í fótbolta.
18:20StofanUmfjallanir um leiki á EM kvenna í fótbolta.
Upphitun fyrir leik Sviss og Íslands á EM kvenna í fótbolta.
18:50Sviss - ÍslandLeikir á EM kvenna í fótbolta.
Leikur Sviss og Íslands á EM kvenna í fótbolta.
20:50StofanUmfjallanir um leiki á EM kvenna í fótbolta.
Uppgjör á leik Sviss og Íslands á EM kvenna í fótbolta.
21:15FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
21:50VeislanSverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, og Gunnar Karl Gíslason, Michelin-kokkur, ferðast um landið og kynnast matarmenningu þjóðarinnar. Í þriðju þáttaröð Veislunnar leiða þeir félagar áhorfendur í ævintýraferðir um hinar ýmsu eyjar.
Það þekkja ef til vill færri hina Flateyna, Flatey á Skjálfanda, sem er næsti áfangastaður Sverris Þórs og Gunnars Karls. Veðrið leikur við þá félaga á leiðinni og þeir hlaða í matarkistuna sína fyrir veislu í stórbrotinni náttúrufegurðinni fyrir norðan.
22:25Framúrskarandi vinkona IVFjórða og síðasta þáttaröðin um ítölsku vinkonurnar Elenu og Lilu. Þættirnir eru byggðir á Napólí-sögum rithöfundarins Elenu Ferrante, sem farið hafa sigurför um heiminn. Vinkonurnar eru á fullorðinsaldri og lifa ólíku lífi en vináttan heldur enn. Aðalhlutverk: Alba Rohrwacher, Irene Maiorino og Fabrizio Gifuni. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
23:20SírenurHeimildarmynd frá 2022 um fyrstu metalhljómsveitina í Líbanon sem er eingöngu skipuð konum.