RÚV13:00Fréttir (með táknmálstúlkun)Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
13:30HeimaleikfimiGóð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
13:40KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Systir manns sem réði móður þeirra bana í fyrra vill að hlustað sé á aðstandendur innan geðheilbrigðiskerfisins. Hún segir að mæðginin hafi bæði átt við mikinn geðrænan vanda að stríða, en litla sem enga hjálp fengið. Kerfið hafi ekki aðeins brugðist þeim, heldur fjölskyldunni allri. Tæpu ári eftir atburðinn hefur fjölskyldunni ekki boðist nein aðstoð.
Sífellt fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn og fæðingartíðni hefur verið frjálsu falli frá bankahruninu. Hópurinn sem kýs að eignast ekki börn hefur þó tekið breytingum á undanförnum árum. Sunna Kristín Símonardóttir lektor við Háskólann á Akureyri og Ari Klængur Jónsson eru gestir kvöldsins en þau hafa rannsakað þessi mál undanfarin ár.
Leikritið Þetta er gjöf eftir leikskáldið Kolbrúnu Björt Sigfúsdóttur hlaut fádæma viðtökur í Skotlandi í sumar og er nú komið á íslenskar fjalir. Við lítum inn á æfingu í lok þáttar.
14:05Útsvar 2013-2014Spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómari er Stefán Pálsson. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson.
15:15SöngvaskáldValinkunnir tónlistarmenn flytja nokkur laga sinna að viðstöddum áheyrendum í myndveri RÚV. Stjórn upptöku: Jón Egill Bergþórsson.
Hjalti Þorkelsson flytur nokkur laga sinna að viðstöddum áheyrendum í myndveri RÚV.
15:55Á tali við Hemma GunnHemmi Gunn og Þórhallur Gunnarsson rifja upp gamla tíma og kynna á ný gesti sem slógu í gegn í þáttum Hemma á sínum tíma.
Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson.
16:40Með okkar augumFimmtánda þáttaröð þessara margverðlaunuðu þátta sem vakið hafa athygli fyrir nýstárleg og frumleg efnistök. Fólk með þroskahömlun vinnur þættina með fagfólki í sjónvarpsgerð og miðlar þannig fjölbreytileika íslensks samfélags. Umsjón: Andri Freyr Hilmarsson, Ásgeir Tómas Arnarson, Elva Björg Gunnarsdóttir, Katrín Guðrún Tryggvadóttir, Magnús Orri Arnarson og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir.
17:15Villtir leikfélagarStuttir, norskir þættir þar sem ýmsar þrautir eru lagðar fyrir villt dýr.
17:31Kveikt á perunniKeppni í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut og taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni. Þegar tíminn er hálfnaður draga keppendur babb-spjöld. Að sjálfsögðu endar þetta á vænni slímgusu. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Í þessum þætti búa krakkarnir til vélmenni sem þarf að geta dansað. Við förum svo í danskeppni í lokin rétt áður en við fáum slímug úrslit í stórhættulegu spurningakeppninni.
Keppendur:
Dagur Kort Ólafsson
Matthías Madsen Hauksson
Selma Ósk Sigurðardóttir
Sólrún Valdimarsdóttir Kristbjargardóttir
Stuðningslið
Eiríkur Flosason
Lillian Líf Madsen Hauksdóttir
Matthías örn Þórólfsson
Ívar Jónsson
Steingrímur Ragnarsson
Brynjar Ágúst Viggósson
Sóley Líf Albertsdóttir
Elín Birna Yngvadóttir
Dagný Katla Kristinsdóttir
Amelía Arnþórsdóttir
Elín Víðisdóttir
Alda Örvarsdóttir
Hrafnhildur Hekla Jósefsdóttir
Elísa Guðmundsdóttir
Auður Edda Jin Karlsdóttir
Ingibjörg Ösp Finnsdóttir
Tanya Ósk Þórisdóttir
Ástrós Yrja Eggertsdóttir
Silja Rán Helgadóttir
Þraut:
ResearchParent
17:44Einu sinni var... JörðinÞessar þáttaraðir eru áhorfendum að góðu kunnar, enda eru þættirnir bæði afar fræðandi og skemmtilegir en að þessu sinni fræðumst við um jörðina. Þáttunum er ætlað að hvetja yngri áhorfendur til að verða ábyrgir borgarar og hjálpa þeim að skilja umhverfi sitt, svo þeir geti lagt sitt af mörkum til að vernda það.
18:08JógastundKrakkar gera einfaldar jógaæfingar og krakkar heima í stofu geta verið með. Jóga liðkar og styrkir líkamann og róar hugann.
Þættirnir eru teknir upp í Yogashala.
Vinirnir Finnbogi Jökull og Oddur Bragi gera jógaæfingar.
Umsjón: Finnbogi Jökull Víðisson og Oddur Bragi Hannesson.
18:09Jasmín & JómbiJasmín og Jómbi eru góðir vinir sem elska tónlist. Saman njóta þau tónanna sem óma um Hljómbæ.
18:16EldhugarStuttir þættir þar sem við kynnumst merkiskonum mannkynssögunnar. Sumar eru frægar, aðrar eru óþekktar en allar eru þær töffarar og eldhugar.
18:20Krakkafréttir (með táknmálstúlkun)Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
18:25Lag dagsinsÍslensk tónlistarmyndbönd.
Lag: Tvær stjörnur
Flytjandi: Jóhanna Guðrún
Höfundur: Megas
18:30Kúpull 16Anton og Emma eru 16 ára og búa í framtíðinni í Noregi. Þau búa í sömu borg en á mismunandi loftlagssvæðum. Þeim var aldrei ætlað að hittast, hvað þá að verða ástfangin. Til að vera saman þurfa þau að snúa öllu í sínu lífi á hvolf.
Æðsta ráðið hefur ákveðið að Anton hafi gert nóg af heimskulegum hlutum en er það rétt? Emma er orðin byrði á ættinni og það verður að finna lausn.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:30ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:45KastljósLifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
20:15UppskriftabókinMatreiðsluþættir þar sem Solla Eiríks heimsækir konur sem hafa áratugareynslu af matargerð. Hún kíkir í uppskriftabækur þeirra og lærir að elda rétti sem þær hafa matreitt á sinn einstaka hátt í fjölda ára. Í framhaldinu býður hún konunum heim til sín og endurgerir uppskriftirnar með aðstoð þeirra, en skiptir út dýraafurðum fyrir hráefni úr náttúrunni. Leikstjóri: Sunneva Ása Weisshappel. Framleiðsla: RVK Studios.
Uppskriftirnar má finna hér: https://www.ruv.is/frettir/tag/uppskriftabokin
Solla Eiríks heimsækir Kristínu sem kennir okkur að búa til pylsur og rjómalagað hvítkál. Einnig hittir hún Ásu sem fræðir hana um sveppatínslu og Solla kennir okkur að nota sveppi í staðinn fyrir kjötáferð í matargerð.
21:05Steina í Santa FeGuðrún Sóley Gestsdóttir fer til Santa Fe í Nýju-Mexíkó og heimsækir listakonuna Steinu Vasulku. Fyrsta stóra yfirlitssýning Steinu hér á landi verður opnuð í Listasafni Íslands og Listasafni Reykjavíkur 4. október 2025. Dagskrárgerð: Jakob Halldórsson.
21:30Úr viðjumNorskir spennuþættir um Kelechi sem losnar úr fangelsi eftir átta ára afplánun. Hann er fullur af hatri og staðráðinn í að ná fram hefndum með því að knésetja stærsta hassinnflytjanda Noregs. Aðalhlutverk: Tobias Haile Furunes, Jon Ranes og Philip Nguyen. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
22:05Þau sem ekki fóruÚkraínsk leikin þáttaröð frá 2023 um sex ólíkar sögur þeirra sem ákváðu að verða eftir í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, þegar flestir flúðu eftir innrás Rússlands í febrúar 2022. Meðal leikenda eru Oleksandr Rudynskyy, Ekaterina Varchenko og Vyacheslav Dovzhenko. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
22:45Með paradís að bakiBreskir sakamálaþættir frá 2023. Rannsóknarlögreglumaðurinn Humphrey Goodman og unnusta hans, Martha, flytja í lítið þorp í Devon á Englandi. Humphrey gengur í lögreglu þorpsins þar sem hann rannsakar glæpi eins og honum einum er lagið. Aðalhlutverk: Kris Marshall, Sally Bretton og Zahra Ahmadi.
23:40MisréttiFinnskir heimildarþættir frá 2022 þar sem rætt er við fólk sem hefur orðið fyrir einhvers konar misrétti. Mansal og brot á réttindum starfsfólks er á meðal umfjöllunarefna. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.