RÚV07:01Svaðilfarir MarraMarri leirkall og vinir hans eru afar uppátækjasamir og í þessum þáttum lenda þeir í háskalegum ævintýrum þar sem þeir búa. Heimkynni þeirra eru fremur óvenjuleg, en þeir búa á borðplötu.
07:06Háværa ljónið UrriHáværa ljónið Urri og félagar ferðast í gegnum frumskóginn. Á leiðinni lenda þau í skemmtilegum ævintýrum og þurfa að takast á við áskoranir og leita lausna í sameiningu.
07:16Broddi og OddlaugBroddi og Oddlaug eru litlir broddgeltir, sem elska að fara út og kanna heiminn. Þau eru yfirleitt bestu vinir og skemmta sér saman í hinum ýmsu leikjum.
07:21ElíasÞriðja þáttaröðin um Elías, unga og áhugasama björgunarbátinn. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
07:32ÓlivíaÓlivía er sniðug svínastelpa sem tæklar hversdaginn með frumlegum leiðum. Hún dettur gjarnan í dagdrauma og hefur að auki sett sér ýmsar sniðugar lífsreglur.
07:43Vinabær Danna tígursDanni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
07:56Begga og FressVinirnir Begga og Fress leika sér að tölum og leysa saman ýmsar þrautir og gátur.
08:08LundakletturLitlu lundasystkinin Úna og Bubbi búa á eyjunni Lundakletti. Þau lenda sífellt í nýjum ævintýrum með vinum sínum.
08:15Monsurnar IIÖnnur þáttaröð af Monsunum Kára, Villa og Hönnu sem lenda í alls kyns ævintýrum og þurfa að standa saman til að takast á við illmennið Ívar.
08:26Jójó & ammaJojo er alveg að verða fimm ára. Hún er svo heppin að búa í nágrenni við ömmu sína. Saman bralla þær ýmislegt.
08:37Blæja IIIÞriðja þáttaröðin um hina vinsælu Blæju og Hælbein fjölskylduna. Daglegt líf fjölskyldunnar gengur sinn vanagang, en hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
08:44Bjössi brunabangsiÍ þessari seríu fylgjumst við með hetjunni Bjössa brunabangsa, sem elskar að keyra slökkviliðsbíl og slökkva elda. Á hverjum einasta degi leysir hann spennandi verkefni með hjálp frá samstarfsfólki sínu.
08:55Friðþjófur forvitniFriðþjófur forvitni er forvitinn og yndislegur api sem getur oft á tíðum verið full ævintýragjarn. Fylgjumst með ævintýrum hans og mannsins með gula hattinn eiganda hans.
09:18Karla og RegnbogaskólinnKarla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
09:25Sammi brunavörður XISammi brunavörður og félagar hans á slökkvistöðinni standa vaktina í Pollabæ.
09:35TöfratúTöfratú er fantasíuland dásamlegra álfa og hafmeyja þar sem raunveruleg viðfangsefni á borð við systkinaerjur, sanngirni og sjálfstraust eru könnuð nánar.
09:47Jasmín & Jómbi - Tónverksmiðjan IIJasmín og Jómbi eru góðir vinir sem elska tónlist og njóta tónanna sem óma um Hljómbæ.
09:48Skrímslasjúkir snillingarÞegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?
10:00Ævar vísindamaður IIÞáttaröð frá 2014 úr smiðju Ævars vísindamanns fyrir krakka á öllum aldri, stútfull af æsispennandi tilraunum og fróðleik.
10:25Tobias og sætabrauðiðDanskir ferða- og matreiðsluþættir. Sætabrauðsdrengurinn og ferðalangurinn Tobias Hamann-Pedersen leggur land undir fót og kynnist bakstri og lífi víða um heim.
11:10Vikan með Gísla MarteiniGísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir þáttarins eru Ilmur Kristjánsdóttir, Jakob Birgisson og Sigurbjörn Árni Arngrímsson.
Berglind Festival sýnir annan þáttinn af þremur um sögu íslensku konunnar.
Alaska1867 frumflytur lagið Sorry í lok þáttar.
12:10George Clarke skoðar bandaríska hönnunNý bresk heimildarþáttaröð þar sem arkitektinn og sjónvarpsmaðurinn George Clarke ferðast um Bandaríkin og kynnir sér einkenni bandarískrar hönnunnar.
13:00Fréttir (með táknmálstúlkun)Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
13:30ÍslendingarFjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
14:25ReimleikarÞáttaröð þar sem draugatrú Íslendinga tekin til skoðunar ásamt annarri þjóðtrú, á borð við hjátrú og trú á álfa. Rætt er við ýmsa sérfræðinga og þá sem hafa haft persónuleg kynni af afturgöngum, álfum eða framliðnum. Rýnt er í hvernig draugatrú endurspeglar samfélagið, menninguna og síðast en ekki síst, sálarlíf og samvisku mannsins. Umsjón: Bryndís Björgvinsdóttir. Dagskrárgerð: Rakel Garðarsdóttir.
14:55Frida Kahlo í mótunHeimildarþáttaröð frá BBC um ævi, störf og ástir mexíkósku myndlistarkonunnar Fridu Kahlo.
15:50Umhverfis jörðina á 80 dögumÆvintýralegir breskir þættir frá 2021 með David Tennant í aðalhlutverki. Heimshornaflakkarinn Phileas Fogg heldur af stað í ferðalag. Hann ætlar sér að fara umhverfis jörðina á 80 dögum. Þættirnir eru byggðir á samnefndri skáldsögu eftir franska rithöfundinn Jules Verne. Aðalhlutverk: David Tennant, Ibrahim Koma og Leonie Benesch.
16:40Færeyskar krásirFélagarnir Trándur og Kári elda hefðbundna rétti upp úr matarbiblíu Færeyinga, uppskriftabókinni Matur og matgerð.
17:31Stundin okkar 2022: Bolli og BjallaUppátækjasömu vinirnir Bolli og Bjalla sem búa á skrifborði hins 12 ára gamla Bjarma snúa aftur með skemmtilegasta sjónvarpsþátt veraldar: Stundina okkar.
Einnig fáum við að fylgja við Bjarma í skólann og kynnast skemmtilegur skólafélögum hans. Hvort sem það er óhefðbundum íþróttatímum, heimshorna heimilisfræði, skemmtilegri hljómsveitaræfingu eða tilraunir á frítíma.
Leikarar: Níels Thibaud Girerd og Ásthildur Úa Sigurðardóttir
Leikstjóri: Agnes Wild
Framleiðandi: Erla Hrund Halldórsdóttir
Stormur geisar úti og Bolli og Bjalla geta ómögulega sofið svo þau skiptast á að segja hvort öðru ævintýrasögur.
Við förum í tímaflakk til ársins 2010 og Bjarmi heldur áfram að kynnast skólahljómsveitinni og lærir allt um þverflautur.
17:57FrímóFrímínútur eru frábærar! Í þessari fjörugu spurninga- og þrautakeppni mætast tvö lið þar sem þau leysa skemmtilegar þrautir og svara spurningum um allt milli himins og jarðar!
Umsjónarmenn eru Alex Eli Schweitz Jakobsson og Rebakka Rán Guðnadóttir
Liðin Súkkulaðikleinurnar og Bananarnir í þessum seinasta Frímó þætti Stundarinnar okkar. Liðin mætast í æsispennandi svikamyllu, keppa í þrautunum Fílabraut og Skóahögg ásamt því að berjast um stigin í bland í poka en það má ekki vera með nammi á skólalóðinni.
Svona eru þrautirnar:
Fílabraut: Annar keppandinn raðar 8 plastflöskum í tvær raðir. Hinn keppandinn er með sokkabuxur á hausnum með appelsínur í botninum og labbar á milli flaska og reynir að fella þær með sokkabuxnarananum. Liðið sem er á undan að fella allar flöskurnar sínar vinnur.
Skóahögg: Leikmenn velja sér skó til að nota sem borðtenisspaða og slá kúlur í ruslatunni. Liðin keppast um að ná sem flestum kúlum ofan í ruslatunnuna áður en tíminn rennur út.
Keppendur eru:
Súkkulaðikleinurnar: Emma Ósk Æaufeyjardóttir og Hildur María Sigurðardóttir
Bananananarnir: Díana Bragadóttir og Inga Guðný Guðmundsdóttir
18:12LeiðangurinnSigyn fær fluggáfaða krakka til að hjálpa sér að leysa ráðgátur um land allt. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Við stoppum á Hólmavík í dag og förum í skrímslaleit. En það er engin venjuleg skrímslaleit heldur fréttum við af skrímsli sem kom þar á land um 1960 sem á að hafa verið risastórt, eldgamalt og níðþungt.
Það voru tveir strákar sem voru alveg til í þessa ævintýraför og það voru þeir Elías Guðjónsson Krysiak og Marinó Helgi Sigurðsson.
18:20Sænsk tískaSænskir heimildarþættir frá 2022 þar sem farið er yfir tískusögu Svíþjóðar frá 1960 til dagsins í dag. Auk þess er fjallað um þekktustu fatahönnuði landsins. Í hverjum þætti er einn áratugur tekinn fyrir.
18:52LottóLottó-útdráttur vikunnar.
19:00FréttirHelstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19:25ÍþróttirÍþróttafréttir.
19:45KappsmálSkemmtiþáttur um íslenska tungu. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Umsjón: Bragi Valdimar Skúlason og Vigdís Hafliðadóttir. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Keppendur eru Sólveig Sigurðardóttir, Þórhallur Auður Helgason, Máni Arnarson og Pálmi Freyr Hauksson.
20:55MadelineBandarísk fjölskyldumynd frá 1998. Madeline er munaðarlaus og býr í heimavistarskóla í París. Þegar til stendur að loka skólanum og selja húsið grípur hún til sinna ráða. Leikstjóri: Daisy von Scherler Mayer. Aðalhlutverk: Hatty Jones, Frances McDormand og Nigel Hawthorne.
22:25Brautryðjandinn Marie CurieÆvisöguleg kvikmynd um pólska eðlis- og efnafræðinginn Marie Curie sem var brautryðjandi í rannsóknum á geislavirkni við upphaf 20. aldar og var fyrst kvenna til að hljóta Nóbelsverðlaun. Leikstjóri: Marjane Satrapi. Aðalhlutverk: Rosamund Pike og Sam Riley. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.