RÚV Íþróttir 18:45Edda - engum líkÞáttaröð í fjórum hlutum þar sem við hlæjum okkur í gegnum farsælan feril grínistans og leikkonunnar Eddu Björgvinsdóttur. Umsjón: Helga Arnardóttir. Dagskrárgerð: Björn Emilsson.
19:20Shakespeare og HathawayÖnnur þáttaröð þessara bresku sakamálaþátta um hið sérkennilega tvíeyki einkaspæjara, Luellu Shakespeare og Frank Hathaway, sem fæst við margvísleg sakamál í heimabæ þeirra og fæðingarbæ hins eina og sanna Shakespeare, Stratford-upon-Avon. Aðalhlutverk: Mark Benton og Jo Joyner.
20:05AftureldingÍslensk þáttaröð eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Halldór Laxness Halldórsson. Útbrunnin handboltastjarna frá níunda áratugnum tekur við þjálfun kvennaliðs Aftureldingar eftir margra ára óreglu. Á gömlu heimaslóðunum þarf hann að horfast í augu við breytta tíma, fjarlæga dóttur sína, veðmálabrask og síðast en ekki síst, nýja kynslóð kvenna sem kallar ekki einu sinni ömmu sína, ömmu sína. Meðal leikenda eru Ingvar E. Sigurðsson, Svandís Dóra Einarsdóttir og Saga Garðarsdóttir.
20:55EM kvöldUppgjör á leikjum dagsins á EM karla í fótbolta.
21:20Fréttir með táknmálstúlkun