RÚV Íþróttir18:01Strumparnir IIÞættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
18:12Háværa ljónið UrriHáværa ljónið Urri og félagar ferðast í gegnum frumskóginn. Á leiðinni lenda þau í skemmtilegum ævintýrum og þurfa að takast á við áskoranir og leita lausna í sameiningu.
18:22DaDaDansRýmið til í stofunni og búið ykkur undir sveifluna. Allir geta dansað með í DaDaDans. Einfaldir dansar við skemmtilega íslenska tónlist.
Danshöfundur: Sandra Ómarsdóttir
Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Nú dönsum við einn dans með Páli Óskari í stanslausu stuði.
Allir út á gólf - dönsum saman.
Danshöfundur:
Sandra Ómarsdóttir
Dansarar:
Rut Rebekka Hjartardóttir
Una Lea Guðjónsdóttir
18:24FjölskyldufárGamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi finnur skál af ógeðslegum afgöngum í ísskápnum. Dóttir hans vill ólm smakka úr skálinni en Eddi vill það alls ekki, því hún gæti breyst í skrímsli!
18:31Haddi og BibbiMörgæsirnar Haddi og Bibbi haga sínu lífi eftir F-unum þremur. Fjör, fiskur og félagsskapur.
18:33Karla og RegnbogaskólinnKarla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
18:40KrakkafréttirHelstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
19:00Fréttir (með táknmálstúlkun)Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.