Sjónvarp Símans 00:34The Girl on the TrainRachel Watson tekur lestina á hverjum degi til New York og fer framhjá gamla húsinu sínu þar sem fyrrverandi eiginmaður hennar býr enn, með nýrri fjölskyldu. Hún byrjar að fylgjast með pari sem býr nokkru neðar - Megan og Scott Hipwell. Dag einn þá vaknar hún með rosalega timburmenn, allskonar meiðsli og marbletti, og man ekkert frá kvöldinu áður. Hún veit bara eitt - eitthvað slæmt gerðist. Þá sér hún sjónvarpsfréttirnar: Megan Hipwell er týnd.
02:18The Girl with the Dragon TattooMikael Blomkvist er blaðamaður sem dag einn tekur að sér að rannsaka 40 ára gamalt hvarf stúlku einnar, frænku auðkýfings að nafni Henrik, en hann
hefur reynt að ráða gátuna upp á eigin spýtur í öll þessi ár án árangurs.
Mikael sér fljótlega að málið er athyglisvert, ekki síst vegna þess að hann byrjar að fá aðstoð frá dularfullri ungri stúlku sem kann ekki bara á tölvur heldur virðist búa yfir einhverri sértækri þekkingu á þessu tiltekna máli.
04:05Blood and TreasureÆvintýraleg þáttaröð um bráðsnjallan fornmunafræðing og útsmoginn listaverkaþjóf sem taka höndum saman í baráttunni við hryðjuverkamann sem fjármagnar voðaverk sín með stolnum fornmunum.
12:25Dr. PhilBandarískur spjallþáttur með sjónvarpssálfræðingnum Phil McGraw sem hjálpar fólki að leysa vandamál sín í sjónvarpssal.
13:08Dr. PhilBandarískur spjallþáttur með sjónvarpssálfræðingnum Phil McGraw sem hjálpar fólki að leysa vandamál sín í sjónvarpssal.
13:48The BlockVinsælasta sjónvarpssería Ástralíu er komin aftur til Íslands. The Block er frábær þáttaröð þar sem ólík pör keppast við að endurbyggja ónýtar íbúðir og búa til glæsileg híbýli. Stjórnandi þáttarins er Scott Cam.
15:00Leeds - Tottenham BEINTBein útsending frá leik Leeds United og Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni.
18:20Family GuyPeter Griffin og fjölskylda ásamt hundinum Brian búa á Rhode Island og lenda í ótrúlegum ævintýrum þar sem kolsvartur húmor er aldrei langt undan.
18:42Spin CityBandarískir gamanþættir sem fjallar um starfsfólkið í Ráðhúsinu í New York sem þurfa ítrekað að passa upp á að borgarstjórinn verði sér ekki til skammar.
19:06Love Island AustraliaFrábær raunveruleikasería þar sem eldheitir og einhleypir Ástralar eru tilbúnir til að finna ástina í skemmtilegum leik.
19:52Mamma Mia! Here We Go AgainNokkur ár eru liðin síðan við kynntumst mæðgunum Donnu og Sophie, vinkonum Donnu og mönnunum þremur sem gætu verið barnsfeður hennar. Nú hefur Sophie tekið við rekstri gistiheimilisins og þegar hún verður ófrísk fer hún að hugsa til þess hvernig aðstæðurnar voru árið 1979 þegar hún kom sjálf
undir og móðir hennar var í svipuðum sporum og hún er í núna.
21:52No EscapeKvikmynd frá 2015 með Owen Wilson í aðalhlutverki. Verkfræðingurinn Jack Dwyer flýgur ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum til Asíu þar sem honum hefur boðist spennandi verkefni. En þau eru ekki fyrr komin til landsins en blóðug götuuppreisn brýst út á milli almúgans og hersins sem mætir á svæðið grár fyrir járnum. En ástandið á eftir að versna til muna þegar grimmir uppreisnarmenn nýta sér upplausnarástandið sem skapast.
23:41The Glass CastleJeannette Walls fæddist árið 1960 og ólst upp ásamt þremur systkinum í mikilli fátækt, óreiðu og afskiptaleysi. Faðir þeirra var drykkfelldur skýjaglópur og móðirin sagðist vera listakona þótt hún skapaði aldrei neitt af viti. Fjölskyldan festi hvergi rætur, var stöðugt að flytja (flýja) og hvorki Jeannette né systkini hennar gengu í skóla á uppvaxtarárunum.