Stöð 2 07:55HeimsóknFrábærir þættir með Sindra Sindrasyni sem lítur inn hjá íslenskum fagurkerum. Heimilin eru jafn ólík og þau eru mörg en eiga það þó eitt sameiginlegt að vera sett saman af alúð og smekklegheitum. Sindri hefur líka einstakt lag á að ná fram það besta í viðmælendum sínum.
08:15Camp GetawayHádramatískir og kostulegir raunveruleikaþættir þar sem fylgst er með starfsfólki í sumarbúðum fyrir fullorðna... já fullorðna. Áhorfendur verða vitni að því hvernig gengur að hafa stjórn á þeim áskorunum og uppákomum sem fylgja því að vinna í sumarbúðum þar sem boðið er upp á stanslausa skemmtun og starfsfólk sem vill frekar hafa gaman en sjá um skítverkin.
08:55Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
09:15Dating #NoFilterNú skulum við tala af hreinskilni! Stefnumótamenningin er ekki sú glamúrfantasía sem fólki er talið trú um að hún sé. Heldur er hún drullusvað með grófum skilaboðum, hunsunum og einnar nætur gaman. Loksins fær rödd hreinskilninnar að njóta sín í þessum kostulegu stefnumótaþáttum.
09:40Temptation IslandStórskemmtilegir raunveruleikaþættir þar sem ástin er í aðalhlutverki. Hér ferðast fjögur pör til sannkallaðrar parardísareyju þar sem lífið er sannarlega ljúft fyrir utan eitt stórt verkefni, það er að horfast í augu við það hvort undirstaða sambanda þeirra sé nægilega sterk til að þau standist freistingarnar þegar í land er komið. Þar bíður þeirra hópur einhleypra einstaklinga með eitt sameiginlegt markmið, að stía pörunum í sundur. Munu kærustupörin koma sterkari útúr þessari lífsreynslu eða munu leiðir einhverra skilja og munu ný sambönd myndast?
10:30HindurvitniMagnaðir þættir þar sem við fáum að kynnast þekktum þjóðsögum víðsvegar um landið. Bera saman ólíkar heimildir, skriflegar og munnlegar, og setja þær í leikrænan búning. Þættirnir eru í umsjá Þorvaldar Davíðs Kristjánssonar.
10:5510 Years Younger Changed My LifeSérstakir þættir þar sem við fáum að sjá hvernig fólki sem fékk yfirhalningu í þáttunum gengur í dag og hvernig ferlið hefur haft áhrif á líf þeirra eftir þáttinn.
11:40DýraspítalinnFrábær íslensk þáttaröð í umsjón Heimis Karlssonar. Við fylgjumst með eldklárum dýralæknum leysa hin ýmsu vandamál sem upp koma hjá fjölskylduvinum okkar þar sem baráttan er stundum upp á líf og dauða.
12:05PJ KarsjóStórskemmtilegur bílaþáttur í umsjón Péturs Jóhanns og einkennist af hraða, spennu og húmor en farartæki eru alltaf í forgrunni. Þekktir gestir taka þátt í ýmsum uppákomum og þrautum í þættinum. Keppnirnar geta verið í öllu á milli himins og jarðar, en þó allt farartækjatengt. Leikstjórn er í höndum Samúels og Gunnars og eru þættirnir framleiddir af Skot.
12:30Pushing DaisiesStórskemmtilegir og frumlegir þættir þar sem fylgst er með Ned og hans yfirnáttúrulegu hæfileikum, en hann er smám saman að læra á þennan meðfædda eiginleika, að geta lífgað við látnar manneskjur. Þess á milli leysir hann flóknar morðgátur með unnustuna sér við hlið.
13:10Svörum samanSpurningaþáttur að Pub-Quiz fyrirmynd þar sem áhorfendur heima í stofu eru líka þátttakendur. Keppendur í sal spila innbyrðis í pörum og mun það lið sem er með flest rétt svör hverju sinni vera sigurvegarar kvöldsins með tilheyrandi verðlaunum. Áhorfendur heima geta fyllt inn svör á heimasíðu þáttarins á visir.is/svorumsaman og sent in meðan þætti stendur til þess að vinna verðlaun líka. Umsjónarmaðurinn þáttarins er Jói G. og fær hann til sín þjóðþekkta gesti til að spjalla við kringum spurningarnar sem eru af ýmsum toga og tengjast oft einhverju leiti gestinum.
13:40Í eldhúsinu hennar EvuGlæsilegir matreiðsluþættir þar sem matgæðingurinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir deilir með áhorfendum uppskriftum og aðferðum við að galdra fram dýrindis mat í eldhúsinu.
13:50Rax AugnablikLjósmyndarinn Ragnar Axelsson segir sögurnar á bak við myndirnar sem hann tók, fólkið sem hann hitti og allar ævintýralegu aðstæðurnar sem hann hefur lent í. Rax Augnablik vann til Edduverðlauna í flokknum Menningarþáttur ársins 2021.
13:55Steinda Con: Heimsins furðulegustu hátíðirVið fylgjumst með Steinda heimsækja margar af skrítnustu, skemmtilegustu og furðulegustu ráðstefnum sem haldnar eru í heiminum. Steindi fer með Hulla á Drachen Fest í Þýskalandi (sem er risastór hlutverkaleikahátíð), Önnu Svövu á Brony Con (ráðstefna fyrir aðdáendur My Little Pony), Bergi Ebba á UFO ráðstefnu í Arisona (ráðstefna um geimverur og þá sem segjast hafa hitt geimverur), betri helmingnum á Fetish Con (þarfnast ekki frekari útskýringa), Dóra DNA á óbyggðahátíð í Ástralíu og síðast en ekki síst með mömmu sinni til að keppa um heimsmeistaratitilinn í luftgítar sem fram fer í Finnlandi ár hvert.
14:30DraumaheimiliðDraumaheimilið er sjónvarpsþáttur þar sem fylgst er með Íslendingum í fasteignahugleiðingum taka eina af stærstu ákvörðunum lífsins, hvaða eign skal kaupa. Í hverjum þætti er fylgst með kaupendum velja á milli þriggja eigna og vega og meta hvaða eign hentar best. Það eru margar ákvarðanir sem fylgja fasteignakaupum auk verðs og staðsetningar; skólahverfi, íþróttafélag nánd við miðbæ auk ástands eignarinnar svo eitthvað sé nefnt. Auk þess að fylgjast með þessum stóra áfanga í lífi fólks munu áhorfendur fá góð ráð frá iðnaðarmönnum og öðrum fagaðilum.
14:55Britain's Got TalentSkemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna. Dómarar í keppninni eru þeir sömu og síðast, þau Simon Cowell, grínsnillingurinn David Walliams, leikkonan Amanda Holden og söngkonan Alesha Dixon en kynnar eru skemmtikraftarnir Ant og Dec snúa saman aftur af fullum krafti og fara á kostum eins og þeim einum er lagið.
16:25KrakkakvissGeysivinsælir spurningarþættir þar sem Berglind Alda og Mikael Emil taka á móti 10-12 ára krökkum og spyrja þau spjörunum út um allt milli himins og jarðar. Eins og áður eru þrír keppendur saman í lið sem keppa fyrir hönd síns íþróttafélags.
16:55Schitt's CreekÖnnur gamanþáttaröð þessara geggjuðu gamanþátta um fjölskyldu sem hefur lifað í vellystingum. Pabbinn rak myndbandaleigu, móðirin var leikkona í vinsælli sápuóperuþáttaröð og börnin þeirra David og Alexis þurftu ekkert að hafa fyrir hlutunum... þar til núna.
17:15Pushing DaisiesStórskemmtilegir og frumlegir þættir þar sem fylgst er með Ned og hans yfirnáttúrulegu hæfileikum, en hann er smám saman að læra á þennan meðfædda eiginleika, að geta lífgað við látnar manneskjur. Þess á milli leysir hann flóknar morðgátur með unnustuna sér við hlið.
18:00Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
18:30Fréttir Stöðvar 2Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flytur fréttir í beinni útsendingu á hverjum degi.
18:50SportpakkinnÍþróttafréttamenn fara yfir það helsta úr heimi íþróttanna.
19:00Britain's Got TalentStærsta hæfileikakeppni heims og skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna. Dómarar eru þau Simon Cowell, leikkonan Amanda Holden, söngkonan Alesha Dixon og atvinnudansarinn og Strictly Come Dancing dómarinn Bruno Tonioli. Kynnar eru skemmtikraftarnir Ant og Dec og fara á kostum eins og þeim einum er lagið.
19:55It Was Always YouRómantísk sjónvarpsmynd frá 2021. Elizabeth er trúlofuð en öll hennar plön fjúka í veður og vind þegar bróðir unnusta hennar, hinn hispurslausi David, mætir á svæðið. David hefur þau áhrif á Elizabeth að hún fer að efast um ákvarðanir sínar.
21:20The Eight HundredThe Eight Hundred er epísk stríðsmynd sem byggð er á sönnum atburðum. Árið 1937 börðust 800 kínverskir hermenn hetjulega í vonlausum aðstæðum þar sem þeir voru umkringdir innrásarher Japana sem sóttu hart úr öllum áttum.
23:45ZolaVilt og tryllt mynd frá 2020. Gengilbeinan Zola frá Detroit lætur plata sig til að dansa nektardans eina helgi í Flórída fyrir myndarlega summu. Helgin breytist fljótt í svefnlaust brjálæði þar sem slóttug vinkona, hórmangari og heimskur kærasti koma við sögu.
01:05StonewallMyndin fjallar um óeirðirnar í Stonewall í New York árið 1969, en þær hrintu af stað réttindabaráttu samkynhneigðra í borginni. Fjallað er um Danny Winters, sem fer til New York og skilur systur sína eftir heima. Hann fer inn á hommabarinn Stonewall Inn í Greenvich Village, þar sem hann hittir Trevor áður en hann kemur auga á Ed Murphy, framkvæmdastjóra barsins. Hann lendir upp á kant við spillta lögreglu og kynnist ungu fólki í hverfinu. En það er ólga undir niðri sem á eftir að brjótast upp á yfirborðið.
03:10Schitt's CreekÖnnur gamanþáttaröð þessara geggjuðu gamanþátta um fjölskyldu sem hefur lifað í vellystingum. Pabbinn rak myndbandaleigu, móðirin var leikkona í vinsælli sápuóperuþáttaröð og börnin þeirra David og Alexis þurftu ekkert að hafa fyrir hlutunum... þar til núna.