Stöð 2 07:55HeimsóknFrábærir þættir með Sindra Sindrasyni sem lítur inn hjá íslenskum fagurkerum. Heimilin eru jafn ólík og þau eru mörg en eiga það þó eitt sameiginlegt að vera sett saman af alúð og smekklegheitum. Sindri hefur líka einstakt lag á að ná fram það besta í viðmælendum sínum.
08:35Backyard EnvyÞrír vinir og samstarfsfélagar vinna saman sem ein heild og eru sannkallað "ofurtríó" þegar kemur að landslagsmótun og -hönnun. Þau taka að sér sértæk verkefni og aðstoða viðskiptavini sína við að umbreyta venjulegum eignum sínum í eitthvað stórfenglegt.
09:15Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
09:35Drew's Honeymoon HouseStórskemmtilegir þættir þar sem fylgst er með Jonathan Scott og parinu Drew, bróður hans, og Lindu. Þríeykið hyggst taka gamalt en tignarlegt einbýlishús í Los Angeles í gegn. Þau hafa 12 vikur til að gera húsið upp eftir eigin höfði og standsetja sem veglegan veislustað því að framkvæmdum loknum er ætlunin að halda þar ógleymanlega fyrirbrúðkaupsveislu. Í hverjum þætti taka þau eitt verk fyrir og sjón er sögu ríkari því þríeykið leggur allt í sölurnar í sínu mikilvægasta verkefni til þessa.
10:15Masterchef USAÍ þessari tólftu þáttaröð eru mættir til leiks vinsælir keppendur úr fyrri þáttaröðum sem þurftu að horfa á eftir bikarnum til andstæðinga sinna en fá nú annað tækifæri til að sanna sig. Það verður því barist til síðasta blóð- (og svita) dropa í hörðustu keppninni hingað til.
10:55Margra barna mæðurVandaður íslenskur þáttur þar sem sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hittir konur sem eignast hafa fleiri börn en gengur og gerist í dag, fylgist með heimilislífinu og forvitnast um hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á stórum heimilum.
11:30Um land alltKristján Már Unnarsson kynnist lífi Mjófirðinga að vetrarlagi. Mjóifjörður hefur þá sérstöðu austfirskra byggða að þangað er ófært landleiðina yfir vetrarmánuði. Skólahald hefur lagst af og ellefu íbúar treysta á ferjusiglingar tvisvar í viku til Neskaupstaðar.
12:05ÍsskápastríðÞriðja þáttaröðin af Ísskápastríði en í þáttunum fá Eva Laufey og Gummi Ben til sín þjóðþekkta einstaklinga sem keppa í matargerð. Um er að ræða létta og skemmtilega þætti, sem snúast ekki bara um eldamennsku heldur einnig skemmtilegar umræður, grín og glens. Keppendur velja sér ísskáp sem ýmist innihalda hráefni fyrir forrétt, aðalrétt og eftirrétt sem þau eiga matreiða á fyrirfram ákveðnum tíma. Dómarar þáttanna eru Siggi Hall og Hrefna Sætran.
12:40Pushing DaisiesÖnnur sería þessara stórskemmtilegu og frumlegu þátta. Við höldum áfram að fylgjast með Ned og hans yfirnáttúrulegu hæfileikum, en hann er smám saman að læra á þennan meðfædda eiginleika, að geta lífgað við látnar manneskjur. Þess á milli leysir hann flóknar morðgátur með unnustuna sér við hlið.
13:20Shark TankStórgóðir og spennandi raunveruleikaþættir þar sem hugmyndaríkir frumkvöðlar keppa um hylli auðjöfra með alls kyns uppfinningum og hugmyndum. Auðjöfrarnir eru vægðarlausir í umsögnum sínum og reka umsækjendur hiklaust á dyr en þyki hugmyndirnar arðvænar og áhugaverðar aðstoða fjárfestarnir frumkvöðlana við að gera hugarfóstur þeirra að veruleika, gegn skilmálum að sjálfsögðu.
14:05The CabinsRómantískir raunveruleikaþættir um einhleypa einstaklinga sem eyða 24 tímum saman í notalegum skála þar sem fyrsta stefnumótið byrjar. Eftir þann tíma þurfa þau að segja til um hvort neistar hafi kviknað og ef þau vilja eyða meiri tíma saman eða hvort þetta sé ekki það sem þau leita af og segja þetta gott.
14:50Rax AugnablikLjósmyndarinn Ragnar Axelsson segir sögurnar á bak við myndirnar sem hann tók, fólkið sem hann hitti og allar ævintýralegu aðstæðurnar sem hann hefur lent í. Rax Augnablik vann til Edduverðlauna í flokknum Menningarþáttur ársins 2021.
14:55Falleg íslensk heimiliÍslenskur þáttur þar sem sérfræðingarnir Gulla Jónsdóttir, arkitekt og hönnuður, Helgi Ómarsson, ljósmyndari og stílisti og Þóra Margrét Baldvinsdóttir hönnunarráðgjafi fá það skemmtilega verkefni að skoða falleg íslensk heimili. Markmiðið er að ná fram því sem fallegt er og gleður augað. Sitt sýnist hverjum en svo mikið er víst að það er alltaf fróðlegt að fá umfjöllun um mismunandi arkitektúr, hverfi og hugmyndir manna um híbýli. Síðast en ekki síst er einfaldlega gaman að sjá hvernig aðrir hafa hreiðrað um sig.
15:30Atvinnumennirnir okkarÖnnur þáttaröð þessara mögnuðu þátta þar sem skyggnst verður inn í líf fremstu atvinnumanna þjóðarinnar. Í þáttunum kynnast áhorfendur framúrskarandi íþróttamönnum víðsvegar um heim. Auðunn Blöndal heimsækir Aron Einar Gunnarsson, Gylfa Þór Sigurðsson, Söru Björk Gunnarsdóttur, Kolbein Sigþórsson, Emil Hallfreðsson og Aron Pálmarsson á sínum heimavöllum.
15:55The Heart GuyÁstralskir þættir sem fjalla um rísandi stjörnu í skurðlækningum sem á framtíðina fyrir sér í lífi og starfi. Þar til ósköpin dynja yfir og hann þarf að söðla um og sætta sig við líf úti á landi á litlu sjúkrahúsi með enga framtíð í skurðlækningum. Fljótlega kemur þó í ljós að staðurinn er uppfullur af freistingum sem erfitt getur verið að standast.
16:40WipeoutStórskemmtilegur fjölskyldu- og skemmtiþáttur þar sem buslugangurinn er botnlaus og glíman við stærstu þrautabraut heims endalaus uppspretta spaugilegra atvika.
17:20Pushing DaisiesÖnnur sería þessara stórskemmtilegu og frumlegu þátta. Við höldum áfram að fylgjast með Ned og hans yfirnáttúrulegu hæfileikum, en hann er smám saman að læra á þennan meðfædda eiginleika, að geta lífgað við látnar manneskjur. Þess á milli leysir hann flóknar morðgátur með unnustuna sér við hlið.
18:00Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
18:30Fréttir Stöðvar 2Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flytur fréttir í beinni útsendingu á hverjum degi.
18:50SportpakkinnÍþróttafréttamenn fara yfir það helsta úr heimi íþróttanna.
18:55MotherlandGamanþættir um raunir og hnekki millistétta húsmæðra þar sem einblýnt er á órómantískar og kappsfullar hliðar foreldrahlutverksins.
19:20The Good DoctorSjötta þáttaröð þessara vönduðu og dramatísku þátta með Freddie Highmore í aðalhlutverki og fjallar um ungan skurðlækni sem er bæði einhverfur og með Savant heilkenni.
20:05MoonshineDrama- og gamanþáttur sem fjallar um afbrigðilegu Finley-Cullens fjölskylduna. Hálfsystkyni sem berjast um yfirráð yfir fjölskyldufyrirtækinu, The Moonshine, sem er tveggja stjörnu sumardvalarstaður á góðum degi... sá dagur var 1979. Staðurinn er einnig einu skerfi frá gjaldþroti og hefur að geyma dularfullt fjölskylduleyndarmál.
20:50MinxBrilljant gamanþættir frá HBO um alvörugefna og ákveðna unga konu og feminísta. Hún tekur höndum saman við smálegan blaðaútgefnda og saman stofna þau fyrsta erótíska tímaritið sem er ætlað konum.
21:20UnforgettableSakamálaþættir um fyrrverandi rannsóknarlögreglukonu sem er gædd þeim hæfileika að muna bókstaflega allt það sem hún hefur upplifað og getur séð það fyrir sér myndrænt. Hún snýr aftur til starfa með lögreglunni og nýtir hæfileika sína til að leysa glæpi.
22:05GrantchesterSjöunda þáttaröð þessa bresku spennuþátta sem byggðir eru á metsölubókum rithöfundarins James Runcie og fjalla um lífið í bænum Grantchester á sjötta áratug síðustu aldar.
22:50Home EconomicsGamanþættir um hjartfólgið, mjög óþægilegt og stundum þreytandi samband þriggja fullorðinna systkina. Þótt þau séu náin þá getur það valdið togstreytu að systkinin eru alveg á sitthvorum staðnum fjárhagslega. Systirin hefur ekki mikið á milli handanna og býr í lítilli íbúð; yngri bróðirinn veit ekki aura sinna tal og keypti húsið sitt af Matt Damon; svo er það elsti bróðir sem er þarna einhvers staðar á milli.
23:15The BlacklistÞað er komið að lokaþáttaröðinni með James Spader í hlutverki hins magnaða Raymond Reddington eða Red. Red er á leiðinni í stríð, við alla og það kemur ekkert annað til greina en að vinna það stríð.
23:55NCISGeysivinsælir og léttir spennuþættir sem fjalla um félagana í rannsóknardeild bandaríska sjóhersins. Eins og áður glíma þau við flókin og hættuleg verkefni
00:35VigilÆsispennandi ráðgáta frá 2021. Dularfullt hvarf á skoskum fiskimanni og dauði um borð í kjarnorkukafbátnum HMS Vigil koma af stað ágreiningi milli lögreglunnar og breska hersins. Þær Amy Silva og Kristen Longacre eru settar í að stjórna rannsókninni bæði á sjó og landi, en hún leiðir þær að samsæri sem snertir þjóðaröryggi landsins.
01:35The Heart GuyÁstralskir þættir sem fjalla um rísandi stjörnu í skurðlækningum sem á framtíðina fyrir sér í lífi og starfi. Þar til ósköpin dynja yfir og hann þarf að söðla um og sætta sig við líf úti á landi á litlu sjúkrahúsi með enga framtíð í skurðlækningum. Fljótlega kemur þó í ljós að staðurinn er uppfullur af freistingum sem erfitt getur verið að standast.
02:15Shark TankStórgóðir og spennandi raunveruleikaþættir þar sem hugmyndaríkir frumkvöðlar keppa um hylli auðjöfra með alls kyns uppfinningum og hugmyndum. Auðjöfrarnir eru vægðarlausir í umsögnum sínum og reka umsækjendur hiklaust á dyr en þyki hugmyndirnar arðvænar og áhugaverðar aðstoða fjárfestarnir frumkvöðlana við að gera hugarfóstur þeirra að veruleika, gegn skilmálum að sjálfsögðu.
03:00WipeoutStórskemmtilegur fjölskyldu- og skemmtiþáttur þar sem buslugangurinn er botnlaus og glíman við stærstu þrautabraut heims endalaus uppspretta spaugilegra atvika.