Stöð 2 08:15The Carrie Diariesí þessum skemmtilegu þáttum er fylgst með Carrie Bradshaw, sem áhorfendur þekkja úr þáttaröðinni Sex and the City, þegar hún var yngri og að stíga sín fyrstu spor á framabrautinnni.
08:55Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
09:15Gulli byggirFimmta þáttaröð þessara frábæru þátta í umsjón Gulla Helga sem leiðbeinir fólki, ráðleggur og fylgir eftir við hinar ýmsu heimilisframkvæmdir . Ekkert verkefni er of stórt og hér eru litið til lausna á frumlegan og skapandi hátt. Verkefnin eru af ýmsum toga og allt eru þetta krefjandi áskoranir og tekur oftar en ekki lengri tíma en fólk áætlar en verðlaunin eru gefandi í lokin.
09:55The GoldbergsGamanþáttaröð sem gerist á níunda áratug síðustu aldar og fjallar um fjöruga fjölskyldu sem er ekki alveg eins og fólk er flest. Sögumaðurinn er yngsti fjölskyldu meðlimurinn sem tekur allt sem fram fer á heimilinu upp á myndbandsupptökuvél og rifjar upp sögur af yfirþyrmandi móður, skapstyggum föður, uppreisnargjarnri eldri systur, stressuðum eldri bróður og svölum afa.
10:15Masterchef USAStórskemmtilegur matreiðsluþáttur með Gordon Ramsey í forgrunni ásamt þeim Aarón Sanchez og Joe Bastianich en auk þeirra munu hinar ýmsu goðsagnir úr matreiðsluheiminum aðstoða þá við að dæma þátttakendur. Af gaumgæfni velja dómararnir nú aðeins 15 manna hóp sem mun keppa innbyrðis í ýmsum þrautum sem eru lagðar fram í eldamennskunni. Eins og áður reynir á hugmyndaflug, úrræði og færni þátttakenda. Að lokum er það svo einn sem stendur uppi sem Meistarakokkurinn.
10:55FramkomaFannar Sveinsson stekkur inn í hefðbundinn vinnudag þekktra einstaklinga sem starfa við að koma fram á hinum ýmsu sviðum. Í fylgd Fannars kynnumst við þessum ólíku einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að hafa allir þurft að þjálfa upp færni í framkomu.
11:25Mig langar að vitaSkemmtilegir þættir með Magnúsi Hlyn þar sem hann ferðast um landið í leit að svörum um hin ýmsu málefni og spurningum sem brenna á honum sjálfum og við fáum að fljóta með. Hann hittir hresst og áhugavert fólk og fer með okkur á merkilega staði.
11:40Grey's AnatomyVinsælir dramaþættir um lífið á Grey Sloan Memorial spítalanum í Seattle-borg. Skurðlækninn Meredith Grey og samstarfsfélagar hennar þurfa daglega að taka ákvarðanir uppá líf og dauða. Einkalíf læknanna á það svo til að gera starfið enn flóknara.
12:20Í eldhúsi EvuFrábærir þættir í umsjón Evu Laufeyjar þar sem hún fer á stúfana kynnir sér hina ýmsu veitingastaði, kaffihús, bakarí og lærir nýjar aðferðir sem hún vinnur svo með í eldhúsinu heima hjá sér. Í hverjum þætti er sérstakt þema t.d. baksturs, indverskt, asískt og ítalskt svo dæmi séu nefnd og einnig er einn þáttur tileinkaður matarsóun.
12:55Who Do You Think You Are?Afar áhugaverðir þættir þar sem þekktum einstaklingum er gefinn kostur á að rekja ættir sínar langt aftur og komast að ýmsu áhugaverðu um forfeður sína.
13:50Masterchef USAStórskemmtilegur matreiðsluþáttur með Gordon Ramsey í forgrunni ásamt þeim Aarón Sanchez og Joe Bastianich en auk þeirra munu hinar ýmsu goðsagnir úr matreiðsluheiminum aðstoða þá við að dæma þátttakendur. Af gaumgæfni velja dómararnir nú aðeins 15 manna hóp sem mun keppa innbyrðis í ýmsum þrautum sem eru lagðar fram í eldamennskunni. Eins og áður reynir á hugmyndaflug, úrræði og færni þátttakenda. Að lokum er það svo einn sem stendur uppi sem Meistarakokkurinn.
14:35Men in Kilts: A Roadtrip with Sam and GrahamOutlander stjörnurnar Sam Heughan og Graham McTavish fara í merkilegt ferðalag um Skotland til að fræða okkur um flókna sögu þess og menningararf.
15:00BaklandiðÖnnur þáttaröðin þar sem sagðar eru persónulegar sögur sjúkraflutninga og slökkviliðsmanna á Íslandi. Áhorfandi upplifir margvísleg útköll í gegnum þeirra augu og fær að kynnast þessum hugrökku einstaklingum sem standa samfélagi okkar vörð.
15:30The Heart GuyÁstralskir þættir sem fjalla um rísandi stjörnu í skurðlækningum sem á framtíðina fyrir sér í lífi og starfi. Þar til ósköpin dynja yfir og hann þarf að söðla um og sætta sig við líf úti á landi á litlu sjúkrahúsi með enga framtíð í skurðlækningum. Fljótlega kemur þó í ljós að staðurinn er uppfullur af freistingum sem erfitt getur verið að standast.
16:20WipeoutStórskemmtilegur fjölskyldu- og skemmtiþáttur þar sem buslugangurinn er botnlaus og glíman við stærstu þrautabraut heims endalaus uppspretta spaugilegra atvika.
17:00United States of AlGamanþættir um óvenjulega vináttu þeirra Riley, hermanns sem á erfitt með að aðlagast hversdags lífinu í Ohio, og Awalmir, afgangsk túlks sem starfaði með sveit Riley í Afganistan og er ný komin til Bandaríkjanna að hefja þar nýtt líf.
17:20Grey's AnatomyVinsælir dramaþættir um lífið á Grey Sloan Memorial spítalanum í Seattle-borg. Skurðlækninn Meredith Grey og samstarfsfélagar hennar þurfa daglega að taka ákvarðanir uppá líf og dauða. Einkalíf læknanna á það svo til að gera starfið enn flóknara.
18:00Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
18:30Fréttir Stöðvar 2Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flytur fréttir í beinni útsendingu á hverjum degi.
18:50SportpakkinnÍþróttafréttamenn fara yfir það helsta úr heimi íþróttanna.
18:55Ísland í dagSkemmtilegur og fjölbreyttur dægurmálaþáttur.
19:10LXSVið skyggnumst inn í líf stúlknahópsins LXS sem samanstendur af þeim Birgittu Líf, Ástrós, Magneu, Sunnevu Einars og Ínu Maríu og fáum að kynnast þeim í nærmynd. Við fáum að sjá frá þeirra víðfrægu ferðum sem fjölmiðlar hafa ötult fjallað um.
19:30Parental GuidanceAlly Langdon og ástralski uppeldisfræðingurinn Dr. Justin Coulson taka hér höndum saman með tíu settum af ólíkum foreldrum og ætla að láta reyna á aðferðir þeirra við að ala börnin upp.
20:20ChivalryNýir gamanþættir um beiskt samband farsæls framleiðanda og höfundar/leikstjóra sem einkennist af undarlegu aðdráttarafli og þeirri tilfinningu að þau séu einungis peð í plotti myndversins um Sádi-Arabíska yfirtöku.
20:45MinxBrilljant gamanþættir frá HBO um alvörugefna og ákveðna unga konu og feminísta. Hún tekur höndum saman við smálegan blaðaútgefnda og saman stofna þau fyrsta erótíska tímaritið sem er ætlað konum.
21:15The LoversJanet vinnur í stórmarkaði í Belfast. Hún er algjör sorakjaftur og er alveg sama um allt og alla. Seamus er myndarlegur, sjálfumglaður sjónvarpsmaður með fræga kærustu. Þegar þau hittast óvænt lenda þau strax í ágreiningi en á sama tíma laðast þau óneitanlega að hvoru öðru.
21:40FriendsFrábær gamanþáttaröð um vinina Ross, Rachel, Joey, Phoebe, Monicu og Chandler.
22:00FriendsMonica undirbýr heljarinnar veislu fyrir vinina í tilefni af þakkargjörðarhátíðinni og verður æf af reiði þegar þau mæta öll of seint. Hún ákveður að taka málin í sínar hendur til að kenna vinunum stundvísi.
22:25Fashion HouseHeimildarþættir þar sem hin nafntoguðu tískuhús, Gucci, Burberry og Versace, eru skoðuð og farið yfir merkilega sögu þeirra. Í hverjum þætti er fjallað um einhverja þekktustu fatahönnuði samtímans og við fáum að kynnast dramatíkinni sem gerist á bak við tjöldin.
23:40Temptation IslandStórskemmtilegir raunveruleikaþættir þar sem ástin er í aðalhlutverki. Fjögur pör ferðast til sannkallaðrar parardísareyju þar sem lífið er sannarlega ljúft fyrir utan eitt stórt verkefni, það er að horfast í augu við það hvort undirstaða sambanda þeirra sé nægilega sterk til að þau standist freistingarnar þegar í land er komið. Þar bíður þeirra hópur einhleypra einstaklinga með eitt sameiginlegt markmið, að stía pörunum í sundur. Munu kærustupörin koma sterkari útúr þessari lífsreynslu eða munu leiðir einhverra skilja og munu ný sambönd myndast?
00:20First DatesFred og félagar halda áfram að hjálpa fólki að finna ástina og við fáum að fylgjast með hvernig nokkrum pörum vegnar á fyrsta stefnumótinu.
01:05American Horror Story: NYCEllefta þáttaröðin og titilinn hennar er NYC. Dularfull dauðsföll og mannshvörf hrannast upp í borginni. Læknir kemur með óhugnanlega uppgötvun og blaðamaður á staðnum verður í fyrirsögn morgundagsins.
01:50United States of AlGamanþættir um óvenjulega vináttu þeirra Riley, hermanns sem á erfitt með að aðlagast hversdags lífinu í Ohio, og Awalmir, afgangsk túlks sem starfaði með sveit Riley í Afganistan og er ný komin til Bandaríkjanna að hefja þar nýtt líf.
02:05The Heart GuyÁstralskir þættir sem fjalla um rísandi stjörnu í skurðlækningum sem á framtíðina fyrir sér í lífi og starfi. Þar til ósköpin dynja yfir og hann þarf að söðla um og sætta sig við líf úti á landi á litlu sjúkrahúsi með enga framtíð í skurðlækningum. Fljótlega kemur þó í ljós að staðurinn er uppfullur af freistingum sem erfitt getur verið að standast.
02:55Who Do You Think You Are?Afar áhugaverðir þættir þar sem þekktum einstaklingum er gefinn kostur á að rekja ættir sínar langt aftur og komast að ýmsu áhugaverðu um forfeður sína.