Stöð 2 07:55HeimsóknSindri Sindrason heimsækir sannkallaða fagurkera sem opna heimili sín fyrir áhorfendum. Heimilin eru jafn ólík og þau eru mörg en eiga það þó eitt sameiginlegt að vera sett saman af alúð og smekklegheitum. Sindri hefur líka einstakt lag á að ná fram það besta í viðmælendum sínum.
08:15The Carrie Diariesí þessum skemmtilegu þáttum er fylgst með Carrie Bradshaw, sem áhorfendur þekkja úr þáttaröðinni Sex and the City, þegar hún var yngri og að stíga sín fyrstu spor á framabrautinnni.
08:55Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
09:20Blindur baksturGulur, rauður, Eyþór og Kata... í þessum sprenghlægilega þætti sýna þau okkur afrakstur sinn þar sem Regnbogakaka var tekin fyrir. Við minnum á að aðgát skal höfð í nærveru matarlitar.
09:55GolfarinnSkemmtilegur þáttur um allar hliðar golfiðkunar í umsjón Hlyns Sigurðssonar og Ragnhildar Sigurðardóttur. Í þættinum er bæði fjallað um afrekskylfinga sem og hinn almenna kylfing. Fólki gefin góð ráð um hvernig það megi bæta sinn leik og farið í skemmtilegar þrautir. Fáum fólk sem aldrei hefur spilað golf til að keppa sína á milli, lærum nýju golfreglurnar og margt fleira skemmtilegt.
10:30LandnemarnirSkallagrímur: Fjallað um landnámsmann Borgarfjarðar, Skallagrím Kveldúlfsson, og son hans, Egil Skallagrímsson. Raktar eru ástæður þess að feðgarnir Kveldúlfur og Skallagrímur flúðu Noreg. Landnámssetrið í Borgarnesi er heimsótt þar sem ferðaþjónusta og leiklist hafa byggst upp á grunni landnámssögunnar og Egilssögu Skallagrímssonar. Sögusvið Egilssögu er skoðað, velt upp sannleiksgildi hennar og hvort mögnuð lýsing á bardögum og ránsferðum Egils sé raunsönn. Fjallað er um gildi Egilssögu sem bókmenntaverks og rætt um líklegan höfund hennar, Snorra Sturluson.
11:10Jamie Oliver: TogetherJamie aðstoðar okkur að koma saman og búa til nýjar minningar með ástvinum, með því að fara skref fyrir skref í gegn um ljúffengar uppskriftir sem láta þig fá vatn í munninn.
11:55Líf dafnarUndurfagrir og persónulegir þættir í umsjón Andreu Eyland um flest sem viðkemur fyrstu þrem árunum í lífi barna og foreldra þeirra. Við fylgjumst með litlum og stórum fjölskyldum og skyggnumst inn í líf þeirra og ræðum við sérfræðinga um mikilvæg málefni tengt þessum dýrmætu fyrstu árum.
12:35NeighboursNágrannarnir í Ramsey-götu eru mætt aftur. Bæði ný og gömul andlit taka á móti okkur og saman fylgjumst við með lífinu halda áfram hjá góðum grönnum.
13:00Lego Masters USALego áhugafólk keppir sín á milli í tveggja manna liðum með ótakmarkað magn af Lego-kubbum og endalausum möguleikum. Það reynir á útsjónarsemi, sköpunargleði og samvinnu liðanna til að útbúa sannkölluð listaverk og hreppa titilinn bestu áhugamanna Lego-smiðirnir.
13:40Grand Designs: SwedenSænsk útgáfa af þessum glæsilegu þáttum þar sem fylgst er með stórkostlegum endurbótum á heimilum. Oftar en ekki er einblýnt á nútímahönnun, orkunýtni, hvernig á að hámarka nýtingu á plássi og útsýni.
14:25Professor TGlettnir sakamálaþættir með Ben Miller í aðalhlutverki. Prófessor Jasper Tempest er snillingur í afbrotafræðum, frekar óvenjulegur og með áráttu-þráhyggjuröskun. Út af snilligáfu sinni er hann fengin til að aðstoða lögregluna með hin flóknustu mál en samskipti hans við annað fólk og þá ekki síst yfirþyrmandi mömmu sína eru oft á tíðum kostuleg. Þættirnir eru bresk útgáfa af belgískum þáttum með sama nafn.
15:15Okkar eigið ÍslandGarpur og Rakel, fara saman og skoða Ísland og sýna frá ævintýrum sínum.
15:20Rax AugnablikÍ þessum þætti sýnir Ragnar myndir frá ferðum sínum með bandaríska ljósmyndaranum Robert L. Breeden, sem er hugfanginn af Íslandi, um staði á hálendi Íslands sem fáir heimsækja og minna helst á aðra plánetu. Hann fjallar einnig um áhrif ljósmynda af Íslandi sem birtast á erlendum samfélags- og fréttamiðlum og minnist flugmannsins Haraldar Diego, sem var gríðarlega vinsæll meðal erlendra ljósmyndara sem vildu mynda Ísland úr lofti.
15:30Fantasy IslandÆvintýralegir, drama- og fantasíuþættir. Þættirnir gerast á lúxus eyju þar sem bókstaflega hverri fantasíu sem gestir hafa er fullnægt. Það stenst þó sjaldnast væntingarnar og hver þáttur segir ólíkar sögur fólks sem kemur til eyjarinnar með drauma og þrár en fara þaðan upplýstari eftir töfrandi upplifun Fantasíu-eyju.
16:10Hell's KitchenÍslandsvinurinn og sjóvarpskokkurinn Gordon Ramsay tekur á móti nýjum hóp vongóðra kokka sem keppast um að verða yfirkokkur á veitingastað Ramsay við Lake Tahoe.
16:55Fyrsta blikiðHinn 77 ára gamli gleðigjafi Sigurður Ingi hittir fyrir fyrir hina skemmtilegu og uppátækjasömu Helen á blindu stefnumóti. Heimir og Úlfar lifa báðir og hrærast í leiklistar- og kvikmyndaheiminum. Báðir leita þeir að alvöru sambandi en eru þeir handvissir um að þeir verði paraðir við einhvern sem þeir þekkja svo að spennan fyrir kvöldinu er mikil.
17:35Bold and the BeautifulForrester-fjölskyldan er leiðandi í tískuheiminum en með miklum vinsældum fylgir líka mikil ábyrgð og pressa á að standa sig. Endalaus valdabarátta og erjur utan sem innan fyrirtækisins setja stundum mark sitt starfsemina og ekki hjálpa flóknu fjölskyldutengslin til sér í lagi þegar Spencer klanið fléttast inn í daglegt líf þeirra.
18:00NeighboursNágrannarnir í Ramsey-götu eru mætt aftur. Bæði ný og gömul andlit taka á móti okkur og saman fylgjumst við með lífinu halda áfram hjá góðum grönnum.
18:30Fréttir Stöðvar 2Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flytur fréttir í beinni útsendingu á hverjum degi.
18:50SportpakkinnÍþróttafréttamenn fara yfir það helsta úr heimi íþróttanna.
18:55Ísland í dagSkemmtilegur og fjölbreyttur dægurmálaþáttur.
19:10Masterchef USAÞrettánda þáttaröðin og nú kemur í ljós í hvaða hluta Bandaríkjanna er besti maturinn. Hvaða landsvæði fær bikarinn heim til sín? Hvaðan kemur meistarakokkurinn?
19:50Shark TankStórgóðir og spennandi raunveruleikaþættir þar sem hugmyndaríkir frumkvöðlar keppa um hylli auðjöfra með alls kyns uppfinningum og hugmyndum. Auðjöfrarnir eru vægðarlausir í umsögnum sínum og reka umsækjendur hiklaust á dyr en þyki hugmyndirnar arðvænar og áhugaverðar aðstoða fjárfestarnir frumkvöðlana við að gera hugarfóstur þeirra að veruleika, gegn skilmálum að sjálfsögðu.
20:35The Big Interiors BattleRaunveruleikarþættir þar sem átta einstaklingar keppast á um að taka íbúðir í gegn. Sigurvegarinn fær að launum sína eigin íbúð.
21:25B PositiveMeinfyndnir þættir um Drew sem er nýfráskilinn og í leit að nýrnagjafa. Hann er við það að gefa upp alla von þegar hann rekst á gamlan og óútreiknanlegan skólafélaga, Ginu, sem bíður honum sitt nýra. Þessi vegferð býr til ótrúlegt samband þeirra á milli og breytir lífi þeirra beggja.
21:45FriendsFrábær gamanþáttaröð um vinina Ross, Rachel, Joey, Phoebe, Monicu og Chandler.
22:05FriendsPhoebe býður Mike að flytja inn en sambúðin gæti reynst erfið. Monica og Chandler eru í fjárhagskröggum og leita bæði á laun til Joeys eftir láni sem hann reynir að leysa á mjög klaufalegan hátt. Þá er Rachel í óða önn að gera íbúðina örugga fyrir Emmu litlu Joey til mikils ama.
22:30SambúðinÍ Sambúðinni fylgjumst við með 6 pörum sem samansett eru af einni manneskju sem komin er á eftirlaunaaldur og annarri ungri manneskju um tvítugt. Pörin fá til afnota íbúð þáttarins og búa þar saman í nokkra daga. Þátttakendurnir taka virkan þátt í lífi hvors annars og áhugamálum, þurfa að koma sér saman um hvað eigi að vera í matinn og velja sjónvarpsefni á kvöldin. Inni á milli fá þeir skemmtileg verkefni sem varpa ljósi á kynslóðabilið en verður einnig kveikja að áhugaverðum umræðum þar sem báðir miðla reynslu sinni, þrá og draumum.
23:05Sullivan's CrossingHneykslismál veldur því að heilaskurðlæknirinn Maggie Sullivan snýr aftur til heimahaganna úr borginni. Nú þarf hún ekki einungis að takast á við núverandi aðstæður heldur líka erfiða fortíð sem hún hefur leitt hjá sér lengi.
23:45Silent WitnessBreskir sakamálaþættir af allra bestu gerð frá BBC sem fjalla um liðsmenn réttarrannsóknardeildar lögreglunnar í London sem kölluð er til þegar morð hafa verið framin. Nikki Alexander og samstarfsfólk hennar eru öll afar fær á sínu sviði og láta sönnunargögnin á líkinu leiða sig að sannleikanum. Hvert mál er sem þau fást við er rakið í tveimur þáttum.
00:40JagarnaErik snýr aftur til norðurhluta Svíþjóðar eftir að hafa starfað lengi í lögreglunni í Stokkhólmi. Að fara á eftirlaun á ekki við hann og þess í stað aðstoðar hann frænda sinn, Peter, sem er nýliði hjá lögreglu staðarins.
01:25FiresÁtakanlegir dramaþættir sem byggja á sönnum sögum fólksins sem lenti í skógareldunum svaðalegu í Ástralíu 2019-2020. Þrautseigja, eldmóður, samfélagsleg ábyrgð og hæfni til að lifa af einkenna hetjurnar á víglínunni sem þurftu að takast á við hörmungarnar. Á meðan stóð allur heimurinn á öndinni og fylgdist með afleyðingunum.
02:15Professor TGlettnir sakamálaþættir með Ben Miller í aðalhlutverki. Prófessor Jasper Tempest er snillingur í afbrotafræðum, frekar óvenjulegur og með áráttu-þráhyggjuröskun. Út af snilligáfu sinni er hann fengin til að aðstoða lögregluna með hin flóknustu mál en samskipti hans við annað fólk og þá ekki síst yfirþyrmandi mömmu sína eru oft á tíðum kostuleg. Þættirnir eru bresk útgáfa af belgískum þáttum með sama nafn.
03:00Hell's KitchenÍslandsvinurinn og sjóvarpskokkurinn Gordon Ramsay tekur á móti nýjum hóp vongóðra kokka sem keppast um að verða yfirkokkur á veitingastað Ramsay við Lake Tahoe.
03:40Lego Masters USALego áhugafólk keppir sín á milli í tveggja manna liðum með ótakmarkað magn af Lego-kubbum og endalausum möguleikum. Það reynir á útsjónarsemi, sköpunargleði og samvinnu liðanna til að útbúa sannkölluð listaverk og hreppa titilinn bestu áhugamanna Lego-smiðirnir.